Þessi grein birtist fyrir rúmlega 9 mánuðum.

„Kerfið fer stundum að verja sig“

Lög­mað­ur­inn Sig­urð­ur Örn Hilm­ars­son hef­ur kennt mál Ívars Arn­ars Ívars­son­ar – mál þar sem frels­is­svipt­ur mað­ur varð fyr­ir al­var­legu lík­ams­tjóni, eins og Sig­urð­ur Örn orð­ar það. Mál­ið vek­ur upp áleitn­ar spurn­ing­ar hjá nem­end­um en að­spurð­ur tel­ur hann að brot­ið hafi ver­ið á mann­rétt­ind­um Ívars.

„Kerfið fer stundum að verja sig“
Sigurður Örn Sigurður Örn á skrifstofu sinni á lögmannsstofunni Rétti, en hann er einn eigenda hennar. Mynd: Golli

Forsíðuviðtal Heimildarinnar í þessari viku er við Ívar Örn Ívarsson sem fékk hjartastopp við handtöku, 22 ára gamall, eftir sitt fyrsta og eina geðrof, í kjölfar þess að hafa tekið inn fæðubótarefni. Þegar hann komst aftur til vitundar hafði hann orðið fyrir heilaskaða og var lögblindur á báðum augum, lamaður og um tíma var talið að hann myndi ekki geta neytt matar framar.

Í máli Ívars var ríkið sýknað en við að lesa dóm Hæstaréttar stingur í augu að sérstök rannsókn á handtökunni fór aldrei fram, lýsingar á bæði atburðarásinni og ástandi Ívars, jafnt sem lýsingar á handtökunni, eru furðu ónákvæmar. Vitnisburður lögreglumannanna eru ólíkir, ónákvæmir og mótsagnakenndir – og stangast á við vitnisburð íbúans á heimilinu þar sem handtakan fór fram. Eins virðist lögmaður ríkisins fara óvarlega með staðreyndir og ekki hafa skýringar fengist á því hvaðan rangar upplýsingar rötuðu í …

Kjósa
24
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Stefán Agnar Finnsson skrifaði
    Þetta er rosalegt mál. Manni finnst eftir lesturinn að ekki bara lögreglan hafi brugðist. Það hafi dómskerfið gert sömuleiðis. Betur að málið hefði farið fyrir Mannréttindadómstólinn.
    2
  • ADA
    Anna Dóra Antonsdóttir skrifaði
    Ríkið ræðst á þann veika og smáa. Ekki í mínu nafni samt. Hver skyldi vera ábyrgur í þessu ljóta máli?
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár