Forsíðuviðtal Heimildarinnar í þessari viku er við Ívar Örn Ívarsson sem fékk hjartastopp við handtöku, 22 ára gamall, eftir sitt fyrsta og eina geðrof, í kjölfar þess að hafa tekið inn fæðubótarefni. Þegar hann komst aftur til vitundar hafði hann orðið fyrir heilaskaða og var lögblindur á báðum augum, lamaður og um tíma var talið að hann myndi ekki geta neytt matar framar.
Í máli Ívars var ríkið sýknað en við að lesa dóm Hæstaréttar stingur í augu að sérstök rannsókn á handtökunni fór aldrei fram, lýsingar á bæði atburðarásinni og ástandi Ívars, jafnt sem lýsingar á handtökunni, eru furðu ónákvæmar. Vitnisburður lögreglumannanna eru ólíkir, ónákvæmir og mótsagnakenndir – og stangast á við vitnisburð íbúans á heimilinu þar sem handtakan fór fram. Eins virðist lögmaður ríkisins fara óvarlega með staðreyndir og ekki hafa skýringar fengist á því hvaðan rangar upplýsingar rötuðu í …
Athugasemdir (2)