Þorsteinn Már og Helga eiga rúmlega 71 milljarð og skulda nánast ekki neitt
Þessi grein birtist fyrir rúmlega 9 mánuðum.

Þorsteinn Már og Helga eiga rúmlega 71 milljarð og skulda nánast ekki neitt

Mikl­ar breyt­ing­ar hafa ver­ið gerð­ar á Sam­herja­sam­stæð­unni á síð­ustu ár­um og eign­ar­hald á henni að stóru leyti fært yf­ir til barna stofn­enda fyr­ir­tæk­is­ins. Fé­lag í eigu barna Þor­steins Más Bald­vins­son­ar sem fékk selj­endalán frá for­eldr­um sín­um til að kaupa hlut þeirra í Sam­herja hef­ur ein­ung­is greitt vexti af lán­inu og hagn­ast alls um 16 millj­arða króna á þrem­ur ár­um.

Fjárfestingafélag í eigu Þorsteins Más Baldvinsson, forstjóra Samherja, og Helgu S. Guðmundsdóttur, fyrrverandi eiginkonu hans, hagnaðist um 11,7 milljarða króna á árinu 2022. Félagið, 600 eignarhaldsfélag ehf., á eignir sem metnar eru á 36 milljarða króna en er nánast skuldlaust. Eina skuld þess er 1,6 milljónir króna skuld við tengdan aðila. 

Eigið fé hjónanna fyrrverandi inni í félaginu var því 36 milljarðar króna fyrir 14 mánuðum síðan.

Það eru alls ekki einu eignir þeirra. 600 eignarhaldsfélag á systurfélag, Eignarhaldsfélagið Stein, sem er líka í eigu Þorsteins Más og Helgu. Eigið fé þess félags í lok árs 2022 var 35,4 milljarðar króna. Samtals áttu hjónin fyrrverandi því rúmlega 71 milljarð króna í hreinni eign í þessum tveimur félögum í lok umrædds árs. 

Um er að ræða fé sem er afrakstur eignarhalds Þorsteins Más og Helgu í Samherjasamstæðunni, en henni …

Kjósa
40
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (5)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • ÞÓ
    Þórarinn Ólafsson skrifaði
    Kemst því miður ekki inn á þessa grein !
    0
  • Hilmar Baldursson skrifaði
    Gott að vita til þess að þau geta fengið frítt í soðið öðru hvoru
    2
  • JE
    Jóhann Einarsson skrifaði
    Allt snýst þetta um að maka krókinn. Mammon sér um sína.
    3
  • JA
    Jón Arnarson skrifaði
    Hvenær mun samfélagið taka á arðráni sumra einstaklinga vegna fiskveiði kvóta einstaklinga?
    Er einhver stafur sem segið að þó svo að kvóta sé útdeild, þá skuli það vara endanlegt?
    Er ekki í lögum að auðlind innan lögsögu Íslands sé þjóðarinnar??
    Eða er hér um að ræða auða lind fyrir samfélagið?
    Er það svo að kvótahafar stjórna þjóðinni?
    6
  • Jón Ragnarsson skrifaði
    ,,fjölmiðillinn fékk til að fara yfir ástæðu tilfærslnanna að líklega væri um að ræða fyrsta skrefið í þá átt að færa útgerðarfélagið inn í þetta sama eignarhaldsfélag með tíð og tíma. Ástæðan er sú að ef útgerðarfélagið er í eigu eignarhaldsfélags þá getur Samherji greitt arð af rekstri útgerðarinnar þangað án þess að hann myndi skattskyldar tekjur og Látrafjöll getur svo fjárfest áfram fyrir þessa peninga án skattlagningar." Er þá aðalmál Samherjamanna að komast hjá að taka þátt í íslensku samfélagi ?
    14
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár