Af hverju er til ógrynni af bröndurum og skopmyndum þar sem tengdamæður eru gjarnan hafðar að háði og spotti?
Þessari spurningu hefur þjóðfræðingurinn Eiríkur Valdimarsson velt fyrir sér og reynt að komast til botns í. „Það er eitt af einkennum okkar þjóðfræðinga að skipta sér af eiginlega öllu og því skrýtnara, því betra. Stundum,“ segir Eiríkur sem var í óða önn að undirbúa fræðsluerindi um tengdamæður þegar blaðamaður náði tali af honum.
„Þetta er mjög áhugavert efni þegar betur er að gáð. Tengdamömmubrandarar virðast hafa verið helvíti stórt grín hér á landi,“ heldur Eiríkur áfram. Við nánari skoðun á tengdamömmum út frá þjóðfræðinni kemur í ljós að um er að ræða skemmtiefni sem byggir á ímynd sem margir hafa heyrt og séð: að tengdamæður séu uppáþrengjandi, yfirgangs- og afskiptasamar – sumsé býsna erfiðar manneskjur.
„Tengdamömmubrandarar virðast hafa verið helvíti stórt grín hér á landi“
En er það …
Athugasemdir (3)