Næstmesti hagnaður bankanna frá því að þeir fengu nýjar kennitölur
Bankastjórarnir Benedikt Gíslason, Lilja Björk Einarsdóttir og Jón Guðni Ómarsson stýra Arion banka, Landsbankanum og Íslandsbanka.
Þessi grein birtist fyrir rúmlega 12 mánuðum.

Næstmesti hagnaður bankanna frá því að þeir fengu nýjar kennitölur

Vaxta­tekj­ur voru uppistað­an í 83,5 millj­arða króna hagn­aði ís­lensku við­skipta­bank­anna þriggja á síð­asta ári. Á sama tíma jókst vaxta­kostn­að­ur heim­ila um rúm­lega 50 pró­sent. Banka­skatt­ur, sem var lækk­að­ur veru­lega í kór­ónu­veirufar­aldr­in­um, skil­aði rík­is­sjóði 5,8 millj­örð­um króna í fyrra.

Landsbankinn, Íslandsbanki og Arion banki högnuðust samanlagt um 83,5 milljarða króna á síðasta ári. Það er 25 prósent meiri hagnaður en var af rekstri þeirra árið 2022 og meiri hagnaður í krónum talið en var árið 2021, þegar bankarnir þrír nutu þess að Seðlabankinn gerði peninga ódýrari en nokkru sinni fyrr til að örva hagkerfið á faraldurstímum og þeir högnuðust um 81,2 milljarða króna.

Fyrstu árin eftir að bankarnir voru endurreistir á nýjum kennitölum eftir bankahrunið haustið 2008 einkenndust uppgjör þeirra af hagnaði vegna svokallaðra einskiptisliða. Á grundvelli neyðarlaga höfðu fjölmargar eignir verið færðar inn í þá og bankarnir voru að koma þeim í verð á þessu tímabili. Um er að ræða, meðal annars, stór fyrirtæki sem annað hvort voru seld til nýrra eigenda á verði sem var mun hærra en bókfært virði eða voru skráð á markað til að koma þeim í nýtt eignarhald. Árið 2015, sem var …

Kjósa
21
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Asmundur Richardsson skrifaði
    Hvaða útskýringar fá kjósendur frá sínum flokkum og láta þeir hug sinn í ljósi með atvkæði sínu? Hvaða réttlætingu er til á þessum veruleika og hvernig tengist það eðlilegum viðskiptaháttum, þegar raunveruleikinn er að minni þjónusta jafngildir hærri þjónustugjöldum ásamt og með heimild stjórnvalda til bankanna um vaxtaokur á almenning.
    0
  • Þorsteinn V. Sigurðsson skrifaði
    Óheiðarleg atvinnugrein
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár