Landsbankinn, Íslandsbanki og Arion banki högnuðust samanlagt um 83,5 milljarða króna á síðasta ári. Það er 25 prósent meiri hagnaður en var af rekstri þeirra árið 2022 og meiri hagnaður í krónum talið en var árið 2021, þegar bankarnir þrír nutu þess að Seðlabankinn gerði peninga ódýrari en nokkru sinni fyrr til að örva hagkerfið á faraldurstímum og þeir högnuðust um 81,2 milljarða króna.
Fyrstu árin eftir að bankarnir voru endurreistir á nýjum kennitölum eftir bankahrunið haustið 2008 einkenndust uppgjör þeirra af hagnaði vegna svokallaðra einskiptisliða. Á grundvelli neyðarlaga höfðu fjölmargar eignir verið færðar inn í þá og bankarnir voru að koma þeim í verð á þessu tímabili. Um er að ræða, meðal annars, stór fyrirtæki sem annað hvort voru seld til nýrra eigenda á verði sem var mun hærra en bókfært virði eða voru skráð á markað til að koma þeim í nýtt eignarhald. Árið 2015, sem var …
Athugasemdir (2)