Níu þingmenn Sjálfstæðisflokksins hafa lagt fram frumvarp um breytingu á ýmsum lögum vegna endurskoðunar á rekstrarumhverfi fjölmiðla. Um er að ræða alla þingmenn flokksins sem eru annað hvort ekki ráðherrar eða forseti Alþingis utan tveggja, þeirra Hildar Sverrisdóttur þingflokksformanns og Bryndísar Haraldsdóttur.
Markmið frumvarpsins er, að sögn þeirra sem standa að því, það að jafna samkeppnisstöðu einkarekinna fjölmiðla gagnvart ríkisreknu fjölmiðlafyrirtæki, gera rekstrarumhverfi fjölmiðla heilbrigðara og að einfalda rekstur og alla lagaumgjörð í kringum RÚV.
Ef frumvarpið yrði að lögum myndi íslenskt fjölmiðlaumhverfi gjörbreytast. Starfsemi RÚV yrði allt önnur en hún er í dag og möguleikar þess til að sækja sér tekjur settar verulegar skorður. Þá vilja þingmennirnir afnema alla styrki til einkarekinna fjölmiðla en innleiða þess í stað skattaívilnanir sem myndu skila stærstu einkareknu fjölmiðlum landsins, jafnt frétta- sem afþreyingarmiðlum, skattaafsláttum sem yrðu mun hærri en þeir …
Ég hef ekki lúslesið þessa grein og auðvitað ekki frum-varpið ef það er þá komið fram. En bara að það skuli eiga að mismuna fjölmiðlum eftir því hvort þeir eru íslenskir eða frá Evrópska efnahagssvæðinu stangast við EES samninginn og mun ekki geta orðið.
Þá er algjörlega óeðlilegt að hin og þessi fyrirtæki skuli geta styrkt fjölmiðla eftir eigin hentisemi sem er hreint óeðli.
Slík hugmynd er bara hugsun sem ætlast væri til að starfsfólk fyrirtækjanna eigi að greiða slíka styrki eftir geðþótta eiganda fyrirtækisins án þess að hafa nokkuð um það að segja.
Þ.e.a.s. aukin launatengd gjöld án þess að þau hafi sérstök félagleg markmið og nóg er fyrir. Enn einu sinni vill svarta íhaldsliðið auka skattagreiðslur launafólks sem svona tillaga er auðvitað.