„Í dag fögnum við. Það fórst enginn af okkur sem ferðast um þessa fögru hlíð í dag og enginn ástvina okkar heldur.“
Þetta skrifaði Anne Berit, íbúi í Súðavík, inn á Facebook-síðu sem íbúar þorpsins halda úti, gagngert til að deila upplýsingum um færð og ástand þjóðvegarins milli Súðavíkur og Ísafjarðar. Þjóðveg sem stærstan hluta ársins er eina tenging þéttbýlasta hluta Vestfjarða við restina af landinu. Veginn sem um fara allir vöruflutningar til og frá svæðinu.
Á Facebook-síðunni hefur birst fjöldi mynda og myndbanda vegfarenda. Í myndbandi teknu á jóladag má sjá nokkurra mínútna ökuferð um veginn.
Með færslu Anne Berit á Facebook-síðuna einum og hálfum mánuði síðar fylgdi mynd af snjóflóði sem féll þann 6. febrúar, fór yfir og lokað veginum undir Súðavíkurhlíð. Viku áður hafði annað stórt flóð fallið og litlu mátt muna að bílar lentu í eða á því.
Á tveggja vikna tímabili í kringum sömu mánaðamót …
Athugasemdir