Þessi grein birtist fyrir rúmlega 10 mánuðum.

Ferleg er hlíðin

Súð­vík­ing­ar búa við ein­hvern hættu­leg­asta veg lands­ins sem lokast í allt að mán­uð á ári. Snjóflóð og grjót­hrun eru marg­falt al­geng­ari þar en ann­ars stað­ar. Upp­lifa sí­felld svik og stuðn­ings­leysi ná­granna sinna. Mug­i­son og fjöl­skylda gáf­ust upp og fluttu.

„Í dag fögnum við. Það fórst enginn af okkur sem ferðast um þessa fögru hlíð í dag og enginn ástvina okkar heldur.“

Þetta skrifaði Anne Berit, íbúi í Súðavík, inn á Facebook-síðu sem íbúar þorpsins halda úti, gagngert til að deila upplýsingum um færð og ástand þjóðvegarins milli Súðavíkur og Ísafjarðar. Þjóðveg sem stærstan hluta ársins er eina tenging þéttbýlasta hluta Vestfjarða við restina af landinu. Veginn sem um fara allir vöruflutningar til og frá svæðinu.

Á Facebook-síðunni hefur birst fjöldi mynda og myndbanda vegfarenda. Í myndbandi teknu á jóladag má sjá nokkurra mínútna ökuferð um veginn. 

Með færslu Anne Berit á Facebook-síðuna einum og hálfum mánuði síðar fylgdi mynd af snjóflóði sem féll þann 6. febrúar, fór yfir og lokað veginum undir Súðavíkurhlíð. Viku áður hafði annað stórt flóð fallið og litlu mátt muna að bílar lentu í eða á því.

Á tveggja vikna tímabili í kringum sömu mánaðamót …

Kjósa
16
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár