Ofuráhersla á að minnka feitt fólk en samt þyngjumst við
Þessi grein birtist fyrir rúmlega 9 mánuðum.

Ofuráhersla á að minnka feitt fólk en samt þyngjumst við

Doktor í nær­ing­ar­fræði, aðjunkt í fag­inu og fé­lags­ráð­gjafi segja of­urá­herslu á þyngd inn­an heil­brigðis­kerf­is­ins geta leitt til átrask­ana, and­legr­ar van­líð­an­ar og vannær­ing­ar. Kon­urn­ar hafa áhyggj­ur af stökki í notk­un lyfja við offitu sem hafi ekki ver­ið rann­sök­uð til langs tíma. Tug­ir skjól­stæð­inga doktors­ins sem hætt hafa á lyfj­un­um hafa þyngst hratt í kjöl­far­ið og upp­lif­að stjórn­leysi í kring­um mat.

Karlmaður hrækti á eina þeirra í sundi, læknir reyndi að þröngva lyfjum við offitu upp á aðra þeirra, sú þriðja byrjaði í megrunum sex ára gömul eftir stríðni frá skólafélögum sínum. Allar hafa þær svelt líkama sinn á einhverjum tímapunkti – ekki vegna þess að þær þyrftu að léttast af heilsufarslegum ástæðum heldur vegna fordóma sem þær urðu fyrir á grundvelli holdafars – fordóma sem fengu þær til þess að reyna að minnka sjálfar sig.

Þær vita hvernig er að vera í stríði gegn líkama sínum og hugsa til þess mikla fjölda sem er í þeirri stöðu í dag. Þær hafa áhyggjur af því að það fjölgi í hópnum vegna þess sem þær sjá sem sjúkdómsvæðingu holdafars í íslensku heilbrigðiskerfi, sem birtist meðal annars í aukinni notkun lyfja við offitu – lyfja sem mælt er með til lífstíðar en hafa ekki farið í gegnum langtímarannsóknir. 

Í dag er ein kvennanna, …

Kjósa
16
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • ETK
    Eysteinn T. Kristinsson skrifaði
    Kaloríur í dag eru einfaldlega mun ódýrari og aðgengilegri í dag enn þær voru bara fyrir ekker svo mörgum áratugum. Ég væri alveg sáttur við að það væri settur á sykur skattur, bara eins og í danmörku. Mars stykki þar eru, minnir mig, þrefallt dýrari og danir grennri fyrir vikið.
    Það gerist bara í hverri helgi hjá mér að ég geng framhjá nammi hillunni í bónus með út rétta hönd og sópa í kerruna hjá mér. Það er bara svo ódýrt að maður hikar ekki við það. Maður er svo í eilífu stríði við erkióvininn... viktina.
    0
  • RE
    Regína Eiríksdóttir skrifaði
    Mikill sannleikur … Body Mass Index er frá 1850 😇 Hvenær verður gerð samanburðarrannsókn á heilsu fólks og borið saman hvort þyngra fólk sé í rauninni óheilbrigðara en þeir grönnu?
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár