Rokk í Garðabæ

Doktor Gunni rýn­ir í plöt­una Ann­an dag – með tríó­inu Jo­nee Jo­nee.

Rokk í Garðabæ
Doktor Gunni rýnir í Annan dag! Mynd: Doktor Gunni
Tónlist

Ann­ar dag­ur

Niðurstaða:

Jonee Jonee - Annar dagur

Útgefandi: Jonee Jonee

Gefðu umsögn

Árin upp úr 1980 í íslensku rokksögunni hafa löngum verið lauguð dýrðarljóma, ekki síst í hugum þeirra sem upplifðu tímabilið (eins og mér). Mikil endurnýjun átti sér þá stað á þessum tíma. „Gömlu“ poppararnir viku fyrir nýjum, skýrast komu kynslóðaskiptin fram í Bubba/Björgvins-togstreitunni. Bubbi var dráttarklárinn sem ruddi leiðina með vinsældum sínum og ægi miklum töffaratöfrum. Friðrik Þór Friðriksson ætlaði fyrst að gera heimildarmynd um Bubba einan, en verkefnið vatt upp á sig og varð að Rokki í Reykjavík. Myndin var svo afgerandi að síðan þá hefur tímabilið verið nefnt Rokk í Reykjavík-tímabilið. 

Berstrípað og hrátt

Eitt af snilldarböndum þessara tíma var tríóið Jonee Jonee, sem kom frá Garðabæ. Það þótti nýlunda, enda hafði fátt af viti komið þaðan fram að því. Þeir voru svalir, klæddu sig upp í einfalda hljómsveitarbúninga og tóku greinilega glæsibandið Devo sér til fyrirmyndar í sviðshreyfingum. Meira að segja nafnið Jonee Jonee var komið lóðbeint frá Devo-laginu Come Back Jonee. Músíkin var þó ekkert Devo-leg, berstrípað og hrátt nýbylgjupönk. Bara bassi og trommur og einstaka saxófónpúst, en það gekk alveg upp því Bergsteinn trommari og Heimir bassaleikari eru svo þéttir og góðir. Textarnir eru skemmtilegar pælingar um lífið og tilveruna, oft ljóðrænar og stundum torskildar, sem Þorvar söng, talaði og æpti með tilþrifum – og hinir rumdu og æptu með. Hljómsveitin var á árum áður frægust fyrir lagið Af því að pabbi vildi það. Hljómsveitin kom út plötunni Svonatorrek 1982, en hún þótti misheppnuð af því sándið var þunnt og kraftlaust, og bandið lognaðist út af skömmu eftir útgáfuna eins og gerist. Hér eru níu af lögunum af Svonatorrek, sjö vantar.

Haldið í ræturnar

Arfleifð sveitarinnar lá því óbætt hjá garði í öll þessi ár. Mjög vel til fundið var að koma tónlistinni út á ný. Farin var sú leið að taka allt upp aftur. Hér hefði margt getað klikkað, til dæmis hefði verið hægt að ofnota nútímatækni, sem fleygt hefur fram á þessum rúmu 40 árum, eða ofhlaða á upptökurnar. Blessunarlega halda menn í ræturnar, hafa þetta einfalt, kraftmikið og beinskeytt, og ef hlaðið er á bassagrunninn er það bara til að auka áhrifin. Bandið öslar í gegnum 21 lag, sem öll eru frekar uppgíruð og ólgandi. Menn voru lítið í ballöðum á þessum tíma. Að hlusta á plötuna í gegn er ánægjuleg upplifun, maður fer aftur í tímann og finnur gamlar nýbylgjutaugar þenjast. Langflest lögin eru þrusu skemmtileg – Ég er einn af þeim, Helgi Hós, Hávaði, Hver er svo sekur – sígræn Jonee-lög, sem maður sá á tónleikum fyrir mannsaldri, og þetta rennur ljúflega en ákveðið í gegn. Meiri jafnari sæluhrollur er á fyrri hliðinni, nokkur slappari lög á seinni hlið draga úr heildarupplifuninni.

Smá nöldur

Sem listgripur er Annar dagur glæsilegur. Hnausþykkur svörtum vínyl er pakkað í eldrautt umslag með texta- og myndabók. Verandi (rokk)sögufíkill sakna ég dálítið að saga sveitarinnar sé ekki sögð í minningarbrotum eða rokksögulegum texta. Hvað rak bandið áfram? Hvernig kom þetta til? Hvað voru þeir að gera á Ítalíu og hvaða fólk er þetta sem semur marga textana þeirra (Þorsteinn G. Þorsteinsson semur hér heila 11 texta – Hver er það!?). En þetta er nú bara smá nöldur. Í það heila er útgáfan frábær, Jonee Jonee eru komnir á þann stall sem þeir eiga skilið að vera á og allir sem unna frískandi, leitandi og skemmtilegu (nýbylgju)rokki – og þá sérstaklega Rokk í Reykjavík-tímabilinu – ættu þegar í stað að skunda ofan í næstu plötubúð og verða sér úti um þennan gæðagrip.

Kjósa
3
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Sema segir engar mútur hafa verið greiddar – Ráðamenn reyni að sverta mannorð sjálfboðaliða
5
FréttirFöst á Gaza

Sema seg­ir eng­ar mút­ur hafa ver­ið greidd­ar – Ráða­menn reyni að sverta mann­orð sjálf­boða­liða

Stofn­andi og for­seti Solar­is, sem hef­ur unn­ið að því að koma dval­ar­leyf­is­höf­um frá Gaza til Ís­lands, seg­ir það „gjör­sam­lega sturl­að“ að fylgj­ast með ráð­herr­um í rík­is­stjórn Ís­lands, stofn­un­um og þing­fólki sem ýji ít­rek­að að því að hún og aðr­ir sjálf­boða­lið­ar séu að brjóta af sér „og jafn­vel fremja lög­brot í við­leitni okk­ar til að koma fólki und­an þjóð­ern­is­hreins­un­um.“
Viðskiptavild helmingurinn af 5,5  milljarða kaupum Kviku af hluthöfum bankans
6
Viðskipti

Við­skipta­vild helm­ing­ur­inn af 5,5 millj­arða kaup­um Kviku af hlut­höf­um bank­ans

Al­menn­ings­hluta­fé­lag­ið Kvika, sem er með­al ann­ars í eigu líf­eyr­is­sjóða, keypti meiri­hluta í bresku fast­eigna­veð­lána­fyr­ir­tæki ár­ið 2022. Fyr­ir­tæk­ið var áð­ur í eigu for­stjóra Kviku, Ár­manns Þor­valds­son­ar, sem starf­aði þar í nokk­ur ár. Þeir sem seldu Kviku fyr­ir­tæk­ið voru með­al ann­ars stærsti einka­að­il­inn í hlut­hafa­hópi bank­ans, Stoð­ir. FME hef­ur áð­ur sekt­að Kviku út af við­skipt­um sem tengj­ast Ort­us. Kvika seg­ir ekk­ert at­huga­vert við við­skipt­in og að hlut­laust­ir ut­an­að­kom­andi sér­fræð­ing­ar hafi kom­ið að þeim.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Unglingsstúlku í strætó hótað nauðgun og morði - „Allir heyrðu og sáu en enginn gerði neitt“
1
Fréttir

Ung­lings­stúlku í strætó hót­að nauðg­un og morði - „All­ir heyrðu og sáu en eng­inn gerði neitt“

Sex strák­ar sögðu við 14 ára stúlku í strætó að þeir ætl­uðu að nauðga henni og mömmu henn­ar og síð­an myndu þeir drepa þær báð­ar. Stúlk­an varð dauð­hrædd og þor­ir ekki aft­ur í strætó. Fram­kvæmda­stjóri Strætó seg­ir vagn­stjóra hafa átt að bregð­ast harð­ar við. Móð­ir­in kall­ar eft­ir því að al­menn­ing­ur láti sig ör­yggi sam­ferða­manna sinna varða.
Ferðasagan: Frá sprengjuregni á Gaza í hljóðlátan Hafnarfjörð
2
Viðtal

Ferða­sag­an: Frá sprengjuregni á Gaza í hljóð­lát­an Hafn­ar­fjörð

Fyr­ir ör­fá­um vik­um bjuggu Abeer Herzallah og dæt­ur henn­ar þrjár í tjaldi í Rafah. Há­vað­inn í sprengj­um var orð­inn al­vana­leg­ur og þeim fannst dauð­inn nálg­ast. Svo breytt­ist allt við skila­boð­in: „Þið er­uð komn­ar með leyfi til að fara héð­an.“ Það var kom­inn tími á ferða­lag til Ís­lands, til eig­in­manns­ins sem Abeer hafði ekki hitt í tvö ár.
Flúði vændi en verður send út í annað sinn: „Ég vil að hún viti að ég reyndi allt“
5
FréttirFlóttamenn

Flúði vændi en verð­ur send út í ann­að sinn: „Ég vil að hún viti að ég reyndi allt“

Níg­er­ísk­ar kon­ur sem hing­að leita eft­ir dvöl á Ítal­íu hafa í mörg­um til­vik­um ver­ið neydd­ar út í vændi þar og vilja ekki snúa aft­ur, því þær vita hvað bíð­ur þeirra. Ein kvenn­anna kom aft­ur til Ís­lands ör­fá­um dög­um eft­ir að hún fékk end­ur­komu­bann til þriggja ára, því hún sá enga aðra leið út.
Leggjast hart gegn nýrri smágreiðslulausn sem gæti sparað heimilum milljarða
6
Greining

Leggj­ast hart gegn nýrri smá­greiðslu­lausn sem gæti spar­að heim­il­um millj­arða

Sam­tök fjár­mála­fyr­ir­tækja segja að frum­varp sem mun gera Seðla­bank­an­um kleift að koma á fót inn­lendri smá­greiðslumiðl­un geri „ráð fyr­ir óvenju­legu inn­gripi í rekst­ur fyr­ir­tækja á sam­keppn­ismark­aði“. Heim­ili lands­ins greiddu alls 37 millj­arða króna í bein og óbein þjón­ustu­gjöld vegna notk­un­ar á greiðslu­kort­um á ár­inu 2022.
Þorsteinn Már og Helga eiga rúmlega 71 milljarð og skulda nánast ekki neitt
8
Greining

Þor­steinn Már og Helga eiga rúm­lega 71 millj­arð og skulda nán­ast ekki neitt

Mikl­ar breyt­ing­ar hafa ver­ið gerð­ar á Sam­herja­sam­stæð­unni á síð­ustu ár­um og eign­ar­hald á henni að stóru leyti fært yf­ir til barna stofn­enda fyr­ir­tæk­is­ins. Fé­lag í eigu barna Þor­steins Más Bald­vins­son­ar sem fékk selj­endalán frá for­eldr­um sín­um til að kaupa hlut þeirra í Sam­herja hef­ur ein­ung­is greitt vexti af lán­inu og hagn­ast alls um 16 millj­arða króna á þrem­ur ár­um.

Mest lesið í mánuðinum

Uppsagnir á Sóltúni eftir tveggja milljarða útgreiðslu: „Það er gríðarlega þungbær ákvörðun“
1
FréttirEinkarekstur í heilbrigðiskerfinu

Upp­sagn­ir á Sól­túni eft­ir tveggja millj­arða út­greiðslu: „Það er gríð­ar­lega þung­bær ákvörð­un“

Einka­rekna hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún hef­ur stað­ið fyr­ir upp­sögn­um síð­ustu vik­urn­ar til að laga rekst­ur­inn sem sagð­ur er ganga illa. Sam­hliða hafa eig­end­ur Sól­tún stað­ið í fast­eigna­við­skipt­um í gegn­um rekstr­ar­fé­lag­ið og tek­ið há­ar fjár­hæð­ir út úr því. Fyrr­ver­andi og nú­ver­andi starfs­menn gagn­rýna stjórn­end­ur Sól­túns fyr­ir upp­sagn­irn­ar.
Móðir Marks heitins: „Þetta er í raun og veru léttir“
2
Úttekt

Móð­ir Marks heit­ins: „Þetta er í raun og veru létt­ir“

Mark Gunn­ar Roberts lést á Þor­láks­messu. Nokkr­um dög­um áð­ur hafði hann fund­ist með­vit­und­ar­laus í fanga­klefa sín­um á Hólms­heiði. Mark ólst upp við drykkju og of­beldi föð­ur síns og ára­tug­um sam­an reyndi móð­ir hans að fá hjálp fyr­ir son sinn, sagði hann „hættu­leg­an án lyfja­gjaf­ar“, en án ár­ang­urs. Síð­ustu ár átti Mark ekki í nein hús að venda önn­ur en neyð­ar­skýli fyr­ir heim­il­is­lausa eða fang­elsi.
Aðstandendur íbúa á Sóltúni beðnir um að þrífa: „Þarna blöskraði mér gjörsamlega“
3
FréttirEinkarekstur í heilbrigðiskerfinu

Að­stand­end­ur íbúa á Sól­túni beðn­ir um að þrífa: „Þarna blöskr­aði mér gjör­sam­lega“

Stjórn­end­ur hjúkr­un­ar­heim­il­is­ins Sól­túns báðu að­stand­end­ur íbúa að hjálpa til við þrif með eig­in tusk­um og hreinsi­efn­um ár­ið 2022. Það var eft­ir að eig­end­urn­ir seldu fast­eign hjúkr­un­ar­fé­lags­ins fyr­ir 3,8 millj­arða, leigðu hús­næð­ið af kaup­and­an­um, greiddu sér 2 millj­arða út úr fé­lag­inu og fóru svo í nið­ur­skurð á þjón­ust­unni. Að­stand­end­ur og starfs­fólk lýsa reynslu sinni af starf­sem­inni og þjón­ustu við gamla fólk­ið.
Unglingsstúlku í strætó hótað nauðgun og morði - „Allir heyrðu og sáu en enginn gerði neitt“
5
Fréttir

Ung­lings­stúlku í strætó hót­að nauðg­un og morði - „All­ir heyrðu og sáu en eng­inn gerði neitt“

Sex strák­ar sögðu við 14 ára stúlku í strætó að þeir ætl­uðu að nauðga henni og mömmu henn­ar og síð­an myndu þeir drepa þær báð­ar. Stúlk­an varð dauð­hrædd og þor­ir ekki aft­ur í strætó. Fram­kvæmda­stjóri Strætó seg­ir vagn­stjóra hafa átt að bregð­ast harð­ar við. Móð­ir­in kall­ar eft­ir því að al­menn­ing­ur láti sig ör­yggi sam­ferða­manna sinna varða.
Ferðasagan: Frá sprengjuregni á Gaza í hljóðlátan Hafnarfjörð
7
Viðtal

Ferða­sag­an: Frá sprengjuregni á Gaza í hljóð­lát­an Hafn­ar­fjörð

Fyr­ir ör­fá­um vik­um bjuggu Abeer Herzallah og dæt­ur henn­ar þrjár í tjaldi í Rafah. Há­vað­inn í sprengj­um var orð­inn al­vana­leg­ur og þeim fannst dauð­inn nálg­ast. Svo breytt­ist allt við skila­boð­in: „Þið er­uð komn­ar með leyfi til að fara héð­an.“ Það var kom­inn tími á ferða­lag til Ís­lands, til eig­in­manns­ins sem Abeer hafði ekki hitt í tvö ár.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár