Þessi grein birtist fyrir rúmlega 4 mánuðum.

Rokk í Garðabæ

Doktor Gunni rýn­ir í plöt­una Ann­an dag – með tríó­inu Jo­nee Jo­nee.

Rokk í Garðabæ
Doktor Gunni rýnir í Annan dag! Mynd: Doktor Gunni
Tónlist

Ann­ar dag­ur

Niðurstaða:

Jonee Jonee - Annar dagur

Útgefandi: Jonee Jonee

Gefðu umsögn

Árin upp úr 1980 í íslensku rokksögunni hafa löngum verið lauguð dýrðarljóma, ekki síst í hugum þeirra sem upplifðu tímabilið (eins og mér). Mikil endurnýjun átti sér þá stað á þessum tíma. „Gömlu“ poppararnir viku fyrir nýjum, skýrast komu kynslóðaskiptin fram í Bubba/Björgvins-togstreitunni. Bubbi var dráttarklárinn sem ruddi leiðina með vinsældum sínum og ægi miklum töffaratöfrum. Friðrik Þór Friðriksson ætlaði fyrst að gera heimildarmynd um Bubba einan, en verkefnið vatt upp á sig og varð að Rokki í Reykjavík. Myndin var svo afgerandi að síðan þá hefur tímabilið verið nefnt Rokk í Reykjavík-tímabilið. 

Berstrípað og hrátt

Eitt af snilldarböndum þessara tíma var tríóið Jonee Jonee, sem kom frá Garðabæ. Það þótti nýlunda, enda hafði fátt af viti komið þaðan fram að því. Þeir voru svalir, klæddu sig upp í einfalda hljómsveitarbúninga og tóku greinilega glæsibandið Devo sér til fyrirmyndar í sviðshreyfingum. Meira að segja nafnið Jonee Jonee var komið lóðbeint frá Devo-laginu Come Back Jonee. Músíkin var þó ekkert Devo-leg, berstrípað og hrátt nýbylgjupönk. Bara bassi og trommur og einstaka saxófónpúst, en það gekk alveg upp því Bergsteinn trommari og Heimir bassaleikari eru svo þéttir og góðir. Textarnir eru skemmtilegar pælingar um lífið og tilveruna, oft ljóðrænar og stundum torskildar, sem Þorvar söng, talaði og æpti með tilþrifum – og hinir rumdu og æptu með. Hljómsveitin var á árum áður frægust fyrir lagið Af því að pabbi vildi það. Hljómsveitin kom út plötunni Svonatorrek 1982, en hún þótti misheppnuð af því sándið var þunnt og kraftlaust, og bandið lognaðist út af skömmu eftir útgáfuna eins og gerist. Hér eru níu af lögunum af Svonatorrek, sjö vantar.

Haldið í ræturnar

Arfleifð sveitarinnar lá því óbætt hjá garði í öll þessi ár. Mjög vel til fundið var að koma tónlistinni út á ný. Farin var sú leið að taka allt upp aftur. Hér hefði margt getað klikkað, til dæmis hefði verið hægt að ofnota nútímatækni, sem fleygt hefur fram á þessum rúmu 40 árum, eða ofhlaða á upptökurnar. Blessunarlega halda menn í ræturnar, hafa þetta einfalt, kraftmikið og beinskeytt, og ef hlaðið er á bassagrunninn er það bara til að auka áhrifin. Bandið öslar í gegnum 21 lag, sem öll eru frekar uppgíruð og ólgandi. Menn voru lítið í ballöðum á þessum tíma. Að hlusta á plötuna í gegn er ánægjuleg upplifun, maður fer aftur í tímann og finnur gamlar nýbylgjutaugar þenjast. Langflest lögin eru þrusu skemmtileg – Ég er einn af þeim, Helgi Hós, Hávaði, Hver er svo sekur – sígræn Jonee-lög, sem maður sá á tónleikum fyrir mannsaldri, og þetta rennur ljúflega en ákveðið í gegn. Meiri jafnari sæluhrollur er á fyrri hliðinni, nokkur slappari lög á seinni hlið draga úr heildarupplifuninni.

Smá nöldur

Sem listgripur er Annar dagur glæsilegur. Hnausþykkur svörtum vínyl er pakkað í eldrautt umslag með texta- og myndabók. Verandi (rokk)sögufíkill sakna ég dálítið að saga sveitarinnar sé ekki sögð í minningarbrotum eða rokksögulegum texta. Hvað rak bandið áfram? Hvernig kom þetta til? Hvað voru þeir að gera á Ítalíu og hvaða fólk er þetta sem semur marga textana þeirra (Þorsteinn G. Þorsteinsson semur hér heila 11 texta – Hver er það!?). En þetta er nú bara smá nöldur. Í það heila er útgáfan frábær, Jonee Jonee eru komnir á þann stall sem þeir eiga skilið að vera á og allir sem unna frískandi, leitandi og skemmtilegu (nýbylgju)rokki – og þá sérstaklega Rokk í Reykjavík-tímabilinu – ættu þegar í stað að skunda ofan í næstu plötubúð og verða sér úti um þennan gæðagrip.

Kjósa
3
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Leyndin um innanhússdeilurnar í Sjálfstæðisflokknum í Árborg
1
SkýringSigtún, Selfoss og nýi miðbærinn

Leynd­in um inn­an­húss­deil­urn­ar í Sjálf­stæð­is­flokkn­um í Ár­borg

Drama­tísk at­burða­rás átti sér stað í Ár­borg í lok maí þeg­ar frá­far­andi bæj­ar­stjóri, Fjóla Krist­ins­dótt­ir, sagði sig úr flokkn­um þeg­ar hún átti að gefa eft­ir bæj­ar­stjóra­starf­ið til Braga Bjarna­son­ar. Deil­urn­ar á milli Fjólu og Braga ná meira en tvö ár aft­ur í tím­ann til próf­kjörs­bar­áttu í flokkn­um fyr­ir síð­ustu sveit­ar­stjórn­ar­kosn­ing­ar.
Áslaug Arna segir sérkennilegt að ekki hafi verið fylgst með starfsemi Running Tide
2
FréttirRunning Tide

Áslaug Arna seg­ir sér­kenni­legt að ekki hafi ver­ið fylgst með starf­semi Runn­ing Tide

Áslaug Arna Sig­ur­björns­dótt­ir, há­skóla-, iðn­að­ar- og ný­sköp­un­ar­ráð­herra var fyrsti ráð­herr­ann sem veitti er­ind­rek­um Runn­ing Tide áheyrn eft­ir að fyr­ir­tæk­ið hóf að kanna mögu­leika þess að gera rann­sókn­ir hér á landi. Eft­ir kynn­ingu á áform­um fyr­ir­tæk­is­ins miðl­aði hún er­indi fyr­ir­tæk­is­ins til sam­ráð­herra sinna. Áslaug seg­ist hafa fylgst lít­ið með fram­vindu rann­sókna Runn­ing Tide eft­ir að hafa skrif­að und­ir vilja­yf­ir­lýs­ingu fyr­ir­tæk­inu til stuðn­ings ásamt fjór­um öðr­um ráð­herr­um.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Logos fékk 30 milljónir frá Bankasýslunni eftir að ákveðið var að leggja hana niður
3
Greining

Logos fékk 30 millj­ón­ir frá Banka­sýsl­unni eft­ir að ákveð­ið var að leggja hana nið­ur

Síð­an að til­kynnt var að leggja ætti nið­ur Banka­sýslu rík­is­ins og fram að síð­ustu ára­mót­um þá keypti stofn­un­in þjón­ustu fyr­ir 57,4 millj­ón­ir króna. Fyrr á þessu ári kom fram að hún gæti ekki svar­að því nema að hluta af hverj­um hún keypti þessa þjón­ustu. Nú hafa borist svör um að Logos hafi feng­ið stærst­an hluta en Banka­sýsl­an get­ur enn ekki gert grein fyr­ir allri upp­hæð­inni.
Leyndin um innanhússdeilurnar í Sjálfstæðisflokknum í Árborg
5
SkýringSigtún, Selfoss og nýi miðbærinn

Leynd­in um inn­an­húss­deil­urn­ar í Sjálf­stæð­is­flokkn­um í Ár­borg

Drama­tísk at­burða­rás átti sér stað í Ár­borg í lok maí þeg­ar frá­far­andi bæj­ar­stjóri, Fjóla Krist­ins­dótt­ir, sagði sig úr flokkn­um þeg­ar hún átti að gefa eft­ir bæj­ar­stjóra­starf­ið til Braga Bjarna­son­ar. Deil­urn­ar á milli Fjólu og Braga ná meira en tvö ár aft­ur í tím­ann til próf­kjörs­bar­áttu í flokkn­um fyr­ir síð­ustu sveit­ar­stjórn­ar­kosn­ing­ar.
Ráðherrar vængstýfðu Umhverfisstofnun
7
FréttirRunning Tide

Ráð­herr­ar væng­stýfðu Um­hverf­is­stofn­un

Ít­ar­leg rann­sókn Heim­ild­ar­inn­ar á starf­semi Runn­ing Tide sýndi að í að­drag­anda leyf­is­veit­ing­ar hafi ráð­herr­ar tek­ið stöðu með fyr­ir­tæk­inu gegn und­ir­stofn­un­um sín­um sem skil­greindu áform Runn­ing Tide sem kast í haf­ið. Um­hverf­is­stofn­un hafði ekk­ert eft­ir­lit með þeim 15 leiðöngr­um sem fyr­ir­tæk­ið stóð að, þar sem um 19 þús­und tonn­um af við­ark­urli var skol­að í sjó­inn.
Óvæntur fornleifafundur á hafsbotni: Fyrsta úthafsskipið fundið?
10
Flækjusagan

Óvænt­ur forn­leifa­fund­ur á hafs­botni: Fyrsta út­hafs­skip­ið fund­ið?

Fyr­ir ári síð­an var rann­sókn­ar­skip á ferð­inni all­langt úti í haf­inu vest­ur af strönd­um Ísra­els. Það var að leita að um­merkj­um um gas­lind­ir á hafs­botni. Ekki fer sög­um af því hvort þær fund­ust en hins veg­ar sáu vís­inda­menn í tækj­um sín­um und­ar­lega þúst á botn­in­um á meira en tveggja kíló­metra dýpi. Fjar­stýrð­ar mynda­vél­ar voru send­ar nið­ur í djúp­ið og já,...

Mest lesið í mánuðinum

Auður Jónsdóttir
1
Skoðun

Auður Jónsdóttir

Þið er­uð óvit­ar! ­– hlust­ið á okk­ur

Það er andi elí­tísma í kring­um kosn­inga­bar­áttu Katrín­ar Jak­obs­dótt­ur. Nafn­tog­að­ir lista­menn, áhrifa­fólk í sam­fé­lag­inu og stjórn­mál­um jafnt sem vél­virkj­ar þaul­setn­asta stjórn­mála­flokks lands­ins leggj­ast á eina sveif með henni. Fyr­ir vik­ið eru kosn­ing­arn­ar áhuga­verð fé­lags­fræði­leg stúd­ía af því að í þeim af­hjúp­ast sam­taka­mátt­ur þeirra sem vald og raddsvið hafa – á ólík­um svið­um.
Sökktu kurli og seldu syndaaflausn
2
RannsóknRunning Tide

Sökktu kurli og seldu synda­af­lausn

„Ýttu á takk­ann og bjarg­aðu heim­in­um,“ skrif­ar vís­inda­mað­ur af kald­hæðni er hann bend­ir um­hverf­is­ráðu­neyt­inu á var­úð­ar­orð ut­an úr heimi um að­ferð­ir sem fyr­ir­tæk­ið Runn­ing Tide fékk leyfi stjórn­valda til að prófa í þágu lofts­lags í Ís­lands­höf­um. Að­gerð­irn­ar umbreytt­ust í allt ann­að en lagt var upp með. Þær voru án alls eft­ir­lits og gerðu svo þeg­ar upp var stað­ið lít­ið ef nokk­urt gagn. „Ís­land er fyrsta land­ið í heim­in­um til að búa til kol­efnisein­ing­ar með kol­efn­is­bind­ingu í hafi,“ sagði fram­kvæmda­stjór­inn.
„Hann sagði við mig að ef mér mislíkaði þetta gæti ég bara flutt út“
8
FréttirBrostnar vonir á Betra lífi

„Hann sagði við mig að ef mér mis­lík­aði þetta gæti ég bara flutt út“

Sylwia Burzy­kowska leigði 12 fer­metra her­bergi á áfanga­heim­ili Betra lífs á Kópa­vogs­braut á 140 þús­und krón­ur á mán­uði sem hún þurfti að greiða í reiðu­fé. Hún skrif­aði und­ir ótíma­bund­inn leigu­samn­ing en hafði að­eins bú­ið þar í þrjá mán­uði þeg­ar hús­ið var rif­ið í byrj­un mán­að­ar­ins. Sylwia býr nú í tjaldi.
Tvíburasystur óléttar samtímis: „Þetta er draumurinn“
9
Viðtal

Tví­bura­syst­ur ólétt­ar sam­tím­is: „Þetta er draum­ur­inn“

Tví­bur­ar, sem lík­lega eru eineggja, gengu sam­tals í gegn­um þrjú fóst­ur­lát á inn­an við ári og voru um tíma óviss­ar um að þeim tæk­ist nokk­urn tím­ann að eign­ast börn. En nú hef­ur birt til og þær eiga von á börn­um með tæp­lega tveggja mán­aða milli­bili. Gen barn­anna verða lík­lega eins lík og hálf­systkina vegna mik­illa lík­inda með genum mæðr­anna.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár