Heimilin greiddu 37 milljarða í bein og óbein þjónustugjöld vegna notkunar á greiðslukortum
Þessi grein birtist fyrir rúmlega 10 mánuðum.

Heimilin greiddu 37 milljarða í bein og óbein þjónustugjöld vegna notkunar á greiðslukortum

Hrein­ar tekj­ur fyr­ir­tækja í greiðslumiðl­un voru næst­um 33 millj­arð­ar króna ár­ið 2022 og hækk­uðu um 37 pró­sent milli ára. Sú hækk­un var einkum vegna þjón­ustu­gjalda á greiðslu­kort­um. Hver de­bet­korta­færsla er­lend­is kostaði 118 krón­ur og 177 krón­ur ef kred­it­kort var not­að. Í bí­gerð er óháð smá­greiðslu­lausn á veg­um Seðla­banka Ís­lands sem þurrk­ar út stór­an hluta af kostn­að­in­um, ákveði heim­il­in að nota hana. Hún gæti ver­ið í boði síð­ar á þessu ári.

Seðlabanki Íslands áætlar að hreinar tekjur þeirra fyrirtækja á Íslandi sem hafa ávinning af því að miðla greiðslum frá kaupanda til seljanda, í gegnum útgefin debet- og kreditkort, hafi verið 32,6 milljarðar króna á árinu 2022. Tekjur þeirra fyrirtækja hækkuðu um 37 prósent frá árinu á undan, einkum vegna þess að rukkun á þjónustugjöldum á greiðslukortum skiluðu miklum viðbótartekjum.

Þetta kemur fram í ritinu „Kostnaður við smágreiðslumiðlun“ sem bankinn birti í byrjun mánaðar. 

Íslendingar nota aðallega debet- og kreditkort til að borga fyrir vörur og þjónustu. Alls fara 90 til 95 prósent viðskipta fram með þeim hætti. Fyrir það greiða heimili landsins bein þjónustugjöld. Áætlað er að þau hafi samtals borgað 12,3 milljarða króna í slík gjöld fyrir að strauja kortin sín á árinu 2022. Til viðbótar eru svo greidd óbein þjónustugjöld, sem kostuðu enn meira á áðurnefndu ári, eða …

Kjósa
19
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (3)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • JE
    Jóhann Einarsson skrifaði
    Það er vont þegar Isminn stjórnar okkur eins og hann reyndar gerir nú þegar. Allar breytingar á núverandi fyrirkomulagi hagnaðar ,, gætu varðað Stjórnarskrána (þó hún sé gengin sér til húðar)eða samþykktir Evrópubandalagsins eða Líðræðið eða Lögreglusamþykkt Landans eða Nató" eða bara einhvern, plííís ekki breyta neinu, þá gæti pöpullinn farið að hafa það betra. Vér aumingjar, höldum krónunni, verjum Verslunarráð og styðjum Sjálfstæðisflokkinn(VG er hvort eð er að deyja út), tala nú ekki um barnamorðingjana. Halelúja.
    0
  • Kristbjörn Árnason skrifaði
    Það hlýtur að vera kappsmál fyrir íslenska þjóð að koma þessari greiðslumiðlun í hendur þjóðarinnar. Það er auðvitað ótækt að erlend fyrirtæki maki krókinn á kostnað íslenskra heimila. Auðvitað hverfur ekki allur kostnaður en hann verður þá greiddur til Seðlabankans er skilar sér þá til almennrar skattalækkunar fyrir rest.

    Talið er að ,,14,4 milljarða króna. Það eru gjöld sem söluaðilar greiða beint til færsluhirða á borð við Rapyd og Teya vegna notkunar og eru innheimt í gegnum vöruverð. Heimili landsins borga þau því á endanum líka, enda gjöldunum velt út í verð á vöru og þjónustu".

    Annað þessarar fyrirtækja eða Rapyd er Ísraelskt sem gallharður stuðningsaðili við hryðjuverk ríkisstjórnar Ísraels við Palestínufólk. Nú er talið að Ísraelsmenn hafi drepið nær 28000 Plestínumenn, í þeim hópi eru 80% vera konur og börn. Það getur varla verið vilji þjóðarinnar að eiga samskipti við slíkan aðila. En þetta blessaða landslið í handbolta er í viðskiptum við þennan stuðningsaðila við hryðjuverkin í Gasa
    2
  • TM
    Tómas Maríuson skrifaði
    "Seðlabankinn segir að stærsti hluti gjalda fyrir notkun á innlendu greiðslukorti, bæði debet og kredit, erlendis sé gengisálag og er áætlað að heimilin hafi greitt um 4,4 milljarða króna í slíkan kostnað á árinu 2022, eða um 138 krónur að meðaltali á hverja færslu."
    Gengisálag, s.s. fórnarkostnaður fyrir að hafa krónuna.
    2
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár