Þessi grein birtist fyrir rúmlega 10 mánuðum.

„Íslensk stjórnvöld eru ekki að gera nóg“

Hóp­ur nem­enda úr Haga­skóla fóru í „skóla­verk­fall“ síð­ast­lið­inn þriðju­dag og mót­mæltu á Aust­ur­velli. Mót­mæltu þau að­gerð­ar­leysi stjórn­valda í mál­efn­um Palestínu fyr­ir fram­an Al­þing­is­hús­ið. Mót­mæl­in voru að mestu frið­sæl en lög­regl­an þurfti að hafa af­skipti af nokk­ur­um ung­menn­um sem tóku upp á því að kasta eggj­um í þing­hús­ið.

„Íslensk stjórnvöld eru ekki að gera nóg“
Krakkamótmæli Fjöldi nemenda úr grunn- og menntaskólum höfuðborgarsvæðisins tóku þátt í „skólaverkfallinu“. Tilefni mótmælanna var að styðja við Palestínu. Mynd: Golli

„Mér fannst þetta bara ganga vel,“ segir Birta Hall, nemandi í 8. bekk í Hagaskóla og einn skipuleggjenda krakkamótmælanna sem fóru fram á þriðjudag og höfðu þann tilgang að styðja við Palestínu. Fjöldi nemenda úr grunn- og menntaskólum höfuðborgarsvæðisins tóku þátt í „skólaverkfallinu“ þar sem þau mættu á Austurvöll til að mótmæla. „Við vorum alveg að búast við fólki en ég veit ekki alveg hvort við höfum búist við svona mörgum.“

Vopnahlé strax„Ég held það hafi allir mætt fyrir réttu ástæðurnar, allavega enginn sem ætlaði bara að skrópa í skólanum,“ segir Birta Hall, nemandi í Hagaskóli sem sá um skipulag mótmælanna.

Hugmyndin að verkfallinu spratt upp þegar Birta, ásamt vinum sínum, kíkti í heimsókn í tjaldbúðirnar á Austurvelli, þar sem palestínskir feður kröfðust þess að fjölskyldur þeirra á Gaza yrðu fluttar til Íslands. Atlas Másson, vinur Birtu, spurði vinahópinn, þegar þau sátu í tjaldinu, hvort þau ættu …

Kjósa
7
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár