Bréfið barst, ég komst inn. Mín beið mastersnám í útlöndum. Nýr veruleiki, ný tækifæri og ókunnar slóðir. Eistland beið mín með fögur loforð um nýjar lífsvenjur og lærdóm, Tallinn beið eftir mér með eftirvæntingu.
Ég kvaddi öryggið, pakkaði hugrekkinu í tösku og lagði af stað í óvissuna. Ég ferðaðist ein án fjölskyldunnar til að kanna aðstæður í nýju landi, áður en maðurinn minn og barn fluttu aleiguna til þessa nýja heims. Á móti mér tók magafiðringur, ylur, evrópskur fuglasöngur og miðaldabyggingar í bland við sovéskar blokkir. Tallinn ómaði af sögum frá órafjarlægum tímum, saga kastala og riddara og einnig saga sambandsríkjanna með öllum þeim flóknu arfleifðum sem enn þá umlykja borgina.
Nafnleysið var gjöf
Þögnin og nafnleysið var fyrsta gjöfin á nýja staðnum. Enginn þekkti mig og ég þekkti engan. Engar kurteisar smáræður um daginn og veginn, bara ég og bókin mín í vasanum að kanna nýja borg og aðstæður. …
Athugasemdir (2)