Þessi grein birtist fyrir rúmlega 12 mánuðum.

„Ég get ekki hent hluta af menningu minni í burtu“

Þrjár múslimsk­ar kon­ur sem hafa bú­ið hér á landi ár­um sam­an og tala reiprenn­andi ís­lensku hafa ít­rek­að lent í for­dóm­um vegna trú­ar sinn­ar, húðlitar og þess að bera höf­uðslæðu. Slæð­an er hluti af þeirra menn­ingu og þær velja sjálf­ar hvort þær vilji bera hana eða ekki. Tvær þeirra hafa áhyggj­ur af því að ras­ismi sé að fær­ast í auk­ana.

Þegar Zahra Mesbah, íslenskur ríkisborgari sem kom hingað sem kvótaflóttakona frá Afganistan fyrir 11 árum síðan, les neikvæðar athugasemdir um innflytjendur, flóttafólk og hælisleitendur á samfélagsmiðlum finnur hún til depurðar. Hún veit hvernig það er að koma til óþekkts lands, þurfa að læra nýtt tungumál frá grunni, reyna að eignast nýja vini og mæta augngotum fólks sem er ekki vant að sjá konur með höfuðslæður. 

„Ég er íslensk og mig langar að segja eitthvað en ég þori því ekki því ég er hrædd við að fólk ráðist að mér, segi mér að ég sé múslimi og eigi að fara burt,“ segir Zahra um athugasemdir á samfélagsmiðlum. „Ég hugsa um það í heilan dag en þori ekki að segja neitt.

Neikvæðar athugasemdir um flóttafólk og hælisleitendur sem hrönnuðust inn við færslu utanríkisráðherra um flóttamenn í síðustu viku urðu henni ekki til bjartsýni. Hún sér fordóma víðar nú en áður og …

Kjósa
36
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Magnus Magnusson skrifaði
    Ömurlegur þessi ruglingur, andstaða við ákveðin trúarbrögð hefur ekkert með rasa eða rasisma að gera. T.d. hef ég mikla andstyggð á allri guðstrú og trúarbrögðum hvaðan sem fólkið kemur eða lítur út og hvar sem það hefur ánetjast þeim. Sama gildir t.d. um eiturlyfja notendur og sala eða hvers kyns aðra glæpamenn.
    -1
  • Siggi Olafsson skrifaði
    takk fyrir þessa mikilvægu og góðu grein.
    8
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu