Í þjóðarpúlsi Gallup árið 2023 kom fram að sögulega lágt hlutfall fólks reyki enn þá sígarettur daglega, eða 5% frá því sem var 9% árið 2020. Það gætu talist gleðifréttir, en á móti kemur vakti athygli sú mikla aukning þeirra sem reykja rafsígarettur og taka nikótínpúða á daglegum grundvelli. Dagleg notkun rafsígaretta tvöfaldaðist á þessum tíma, frá 2% upp í 4%, og notkun nikótínpúða þrefaldaðist, frá 4% upp í 12%.
Þegar rýnt er í tölurnar sést skýrt að aldursskipting er ein af veigamestu þáttunum þar, enginn undir þrítugu sagðist reykja sígarettur daglega, en 5% af þeim sögðust nota rafsígarettur svo oft og heil 33% þeirra á aldrinum 18–29 ára segjast nota nikótínpúða á hverjum einasta degi.
Lára G. Sigurðardóttir, læknir og lýðheilsufræðingur, segir þetta hafa breyst hratt, rafsígarettur hefðu fyrir nokkrum árum verið stærra vandamál en nú séu það nikótínpúðarnir „sem eru helsta ógnin fyrir unga fólkið“. Hættan sé á …
Athugasemdir (4)