Þessi grein birtist fyrir rúmlega 11 mánuðum.

„Við erum að búa til nýja nikótínfíkla í samfélaginu“

Notk­un nikó­tín­púða og rafsíga­retta hef­ur vax­ið ört á Ís­landi, einna helst með­al ungs fólks. Lækn­ir tel­ur nikó­tín­fíkn vera mikla ógn við heilsu ungs fólks, þar sem var­an­leg áhrif á heila og umb­un­ar­kerf­ið séu með­al af­leið­ing­anna.

Í þjóðarpúlsi Gallup árið 2023 kom fram að sögulega lágt hlutfall fólks reyki enn þá sígarettur daglega, eða 5% frá því sem var 9% árið 2020. Það gætu talist gleðifréttir, en á móti kemur vakti athygli sú mikla aukning þeirra sem reykja rafsígarettur og taka nikótínpúða á daglegum grundvelli. Dagleg notkun rafsígaretta tvöfaldaðist á þessum tíma, frá 2% upp í 4%, og notkun nikótínpúða þrefaldaðist, frá 4% upp í 12%. 

Þegar rýnt er í tölurnar sést skýrt að aldursskipting er ein af veigamestu þáttunum þar, enginn undir þrítugu sagðist reykja sígarettur daglega, en 5% af þeim sögðust nota rafsígarettur svo oft og heil 33% þeirra á aldrinum 18–29 ára segjast nota nikótínpúða á hverjum einasta degi.

Lára G. Sigurðardóttir, læknir og lýðheilsufræðingur, segir þetta hafa breyst hratt, rafsígarettur hefðu fyrir nokkrum árum verið stærra vandamál en nú séu það nikótínpúðarnir „sem eru helsta ógnin fyrir unga fólkið“. Hættan sé á …

Kjósa
30
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (4)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • ESG
    Erna Sigurveig Guðmundsdóttir skrifaði
    Ég hef aldrei skilið hvernig rúv hefur leyft þessa auglýsingu um nikotín púðana í mörg ár
    0
  • Kristjana Magnúsdóttir skrifaði
    BESTA RÁÐIÐ TIL VARNAR ÞVÍ AÐ ÁNETJAST ER AÐ BYRJA ALDREI BARA LEIÐA ALLT SVONA SKAÐLEGT HJÁ SER AÆVEG SAMA HVAÐ!!
    0
  • Ásmundur Þórarinsson skrifaði
    Útlistun Einars Ben á sálarlausum sölumanni eymdar og dauða á vel við þá vesalinga sem komst upp með versunarhætti eins og þá er greinin lýsir: "Okrarans höfuð hrokkið og grátt/ hvimaði um hillur og snaga./ Melrakka augað var flóttaflátt, /frærðin rist í hvern andlitsdrátt /og glottið ein glæpasaga./ Hann hafði ævinnar löngu leið/ leikið sér frjáls að tárum og neyð/ og óheftur ginið við gróðans veið,/ geymdur helvítis aga."
    1
  • Ingibjörg Ottesen skrifaði
    Í boði frjálshyggjunnar. Það er svo íþyngjandi að slá á putta þeirra sem geta grætt á því.
    2
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár