Kerfi sem kostar almenning milljarða sagt „grænþvottur“
Skortir trúverðugleika Landgræðslan, sem hefur eftirlit með landnýtingu vegna gæðastýringar í sauðfjárrækt, hefur sagt að óeðlilegar tilslakanir hafi verið gerðar á kerfinu og með því dregið úr trúverðugleika þess. Mynd: Shutterstock
Þessi grein birtist fyrir rúmlega 12 mánuðum.

Kerfi sem kostar almenning milljarða sagt „grænþvottur“

Millj­arð­ar króna úr rík­is­sjóði hafa ver­ið greidd­ir til sauð­fjár­bænda á grunni þess að þeir nýti land með sjálf­bær­um hætti. Pró­fess­or við Land­bún­að­ar­há­skól­ann seg­ir svo alls ekki vera í öll­um til­vik­um. Land­græðsl­an, sem far­ið hef­ur með eft­ir­lit með land­nýt­ing­unni, segja að kerf­ið skorti trú­verð­ug­leika. Hanna Katrín Frið­riks­son, þing­mað­ur Við­reisn­ar, seg­ir kerf­ið bil­að.

Á síðustu þremur árum hafa sauðfjárbændum verið greiddar rúmir 5,5 milljarðar króna í greiðslur sem byggja meðal annars á því að land sé nýtt með ábyrgum og sjálfbærum hætti. Verulegar efasemdir eru um að svo sé hins vegar í öllum tilvikum, og ákveðið sleifarlag hefur verið á eftirliti með kerfinu. Fjögur ár eru síðan þingsályktunartillögu um endurskoðun á ráðstöfun almannafjár í þessu skyni var vísað til ríkisstjórnar Íslands en engar úrbætur hafa verið gerðar. Þá hefur reglugerð sem greiðslurnar byggja á ekki verið uppfærð þrátt fyrir að breytingar hafi verið gerðar, meðal annars með tilfærslu á verkefnum innan stjórnsýslunnar. 

Opinberar greiðslur yfir helmingur tekna sauðfjárbænda

31
milljarður króna hefur verið greiddur til sauðfjárbænda síðustu fimm ár

Afkoma sauðfjárbænda byggist að verulegu leyti á greiðslum frá hinu opinbera. Á síðustu fimm árum hafa greiðslur hins opinbera til sauðfjárbænda, í gegnum búvörusamninga, numið um 31 milljarði króna. Þá hafa opinberar greiðslur inn …

Kjósa
28
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (3)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Áskell Örn Kárason skrifaði
    Þetta er bara hverju orði sannarra, því miður. Enginn fæst til að verja þetta kerfi nema fulltrúar þeirra sem fá greiðslurnar. Afréttarlönd heilla héraða eru illa farin vegna langvarandi ofnýtingar og þó er haldið áfram að nýta þau og bændur fá greiðslur eins og ekkert sé sjálfsagðara.
    0
  • Valur Benediktsson skrifaði
    Þetta er nú meira kjaftæðið, þarna mætti kannski fá miklu fleiri sjónarhorn og komast til botns í sannleikanum sem er þarna svo órafjarri sannleikanum. Stundum er gott að skoða allar hliðar málsins ekki bara aðra hliðina frá þröngu sjónarhorni. Stærstu hagsmunaraðilar landgræðslu á landinu er jú bændur og þeir hafa alltaf verið helstu gæslumenn landsins. Það eru ekki labbararafélagar úr Garðabænum eða 101 Reykjavík sem eru stærstir í landgræðslu á landinu það eru nefnilega bændur.
    -2
  • PB
    Páll Bragason skrifaði
    Því miður er þetta landbúnaðarkerfi okkar gegnsýrt af spillingu.
    1
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár