Á síðustu þremur árum hafa sauðfjárbændum verið greiddar rúmir 5,5 milljarðar króna í greiðslur sem byggja meðal annars á því að land sé nýtt með ábyrgum og sjálfbærum hætti. Verulegar efasemdir eru um að svo sé hins vegar í öllum tilvikum, og ákveðið sleifarlag hefur verið á eftirliti með kerfinu. Fjögur ár eru síðan þingsályktunartillögu um endurskoðun á ráðstöfun almannafjár í þessu skyni var vísað til ríkisstjórnar Íslands en engar úrbætur hafa verið gerðar. Þá hefur reglugerð sem greiðslurnar byggja á ekki verið uppfærð þrátt fyrir að breytingar hafi verið gerðar, meðal annars með tilfærslu á verkefnum innan stjórnsýslunnar.
Opinberar greiðslur yfir helmingur tekna sauðfjárbænda
31
Afkoma sauðfjárbænda byggist að verulegu leyti á greiðslum frá hinu opinbera. Á síðustu fimm árum hafa greiðslur hins opinbera til sauðfjárbænda, í gegnum búvörusamninga, numið um 31 milljarði króna. Þá hafa opinberar greiðslur inn …
Athugasemdir (3)