Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Ættarveldi Guðbjargar og átökin um Eyjar og Ísland

Guð­björg Matth­ías­dótt­ir, út­gerð­ar­kona í Vest­manna­eyj­um, hef­ur í rúm 20 ár átt og stýrt Ís­fé­lag­inu í bæn­um sem nú er bú­ið að skrá í Kaup­höll Ís­lands. Eig­in­mað­ur Guð­bjarg­ar, Sig­urð­ur Ein­ars­son, lagði grunn að ætt­ar­veld­inu áð­ur en hann lést ár­ið 2000. Nú eru syn­ir þeirra fjór­ir orðn­ir stærstu hlut­haf­ar út­gerð­ar­inn­ar.

Með skráningu Ísfélagsins á markað í Kauphöll Íslands lýkur áralöngu tímabili þar sem þetta stærsta útgerðarfélag Vestmannaeyja er í meirihlutaeigu einnar fjölskyldu sem kennd er við Guðbjörgu Matthíasdóttur. Þetta er saga sem hægt er að rekja tæp 100 ár aftur í tímann og hún er ekki á enda þó svo hún taki breytingum, því fjölskyldan er enn þá langstærsti hluthafinn. 

Mat Eyjamanna sem Heimildin hefur rætt við um skráningu Ísfélagsins á markað er jákvætt af ýmsum ástæðum. „Flestir í Eyjum telja það jákvæðan hlut að Ísfélagið sé að fara á markað og að ægivald einnar fjölskyldu yfir því, og ægivald einnar fjölskyldu yfir bænum, ætti að heyra sögunni til. Þessu fylgir ákveðinn léttir því þá eru minni líkur á að félaginu verði beitt í einhverjum óeðlilegum pólitískum tilgangi,“ segir einn af viðmælendum Heimildarinnar sem búsettur er í Vestmannaeyjum. Viðkomandi vill ekki koma fram undir nafni. 

Gamla sagan um útgerðirnar …

Kjósa
71
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (3)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Ásgeir Överby skrifaði
    "Sig­urð­ur Ein­ars­son, lagði grunn að ætt­ar­veld­inu"
    Hér virðist eitthvað skorta á söguþekkingu. Faðir Sigurðar, "Einar ríki" lagði grunninn.
    2
    • MGÁ
      Marteinn Gísli Árnason skrifaði
      Nei það voru Matthias og fru sem það gerðu þ.e. faðir og moðir Guðbjargar.
      "Einar riki" og Sigurður sonur hans mætir menn en Matthias sa við þeim a eftirminnan
      legan hatt þetta ættu allir að vita,sem þekkja söguna frægu.
      0
  • Edda Ögmundsdóttir skrifaði
    Sigurður Einarsson var einstakur og góður maður!
    1
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Kvótinn

Sagan af vélstjóranum í Eyjum sem gagnrýndi kvótakerfið: „Ég var talinn óalandi og óferjandi.“
FréttirKvótinn

Sag­an af vél­stjór­an­um í Eyj­um sem gagn­rýndi kvóta­kerf­ið: „Ég var tal­inn óalandi og óferj­andi.“

Stærsta út­gerð­ar­fé­lag­ið í Vest­manna­eyj­um, Ís­fé­lag­ið stend­ur á tíma­mót­um eft­ir að Guð­björg Matth­ías­dótt­ir færði eign­ar­hald­ið að mestu yf­ir á syni sína og skráði fé­lag­ið á mark­að. Völd út­gerð­ar­inn­ar í Eyj­um eru mik­il og seg­ir fyrr­ver­andi starfs­mað­ur Ís­fé­lags­ins, Árni Marz Frið­geirs­son, sögu af því þeg­ar hon­um var sagt upp vegna grein­ar sem hann skrif­aði í DV um kvóta­kerf­ið.
Rúmlega 500 milljarða kvóti mun renna til erfingja aldinna eigenda 14 stórútgerða
ÚttektKvótinn

Rúm­lega 500 millj­arða kvóti mun renna til erf­ingja ald­inna eig­enda 14 stór­út­gerða

Meiri­hluti hluta­bréfa í 14 af 20 stærstu út­gerð­um Ís­lands er í eigu ein­stak­linga 60 ára eða eldri. Framsal hluta­bréfa eig­enda Sam­herja til barna sinna er því bara eitt dæmi af mörg­um sam­bæri­leg­um til­fell­um sem munu eiga sér stað með kyn­slóða­skipt­um í eign­ar­haldi á ís­lensk­um sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækj­um. Fosæt­is­ráð­herra seg­ir mál­ið sýna mik­il­vægi þess að setja auð­linda­ákvæði í stjórn­ar­skrá svo af­nota­rétt­ur á kvóta geti ekki erfst kyn­slóð fram af kyn­slóð.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár