Þessi grein birtist fyrir rúmlega 3 mánuðum.

Skóladegi unglinga seinkað um hálftíma næsta haust

Borg­ar­ráð hef­ur sam­þykkt þriggja ára til­rauna­verk­efni sem snýst um að skóla­dag­ur ung­linga hefst í fyrsta lagi klukk­an 8.50, en þess­ir ár­gang­ar mega þó byrja dag­inn seinna ef skóla­stjórn­end­ur taka ákvörð­un þar um.

Skóladegi unglinga seinkað um hálftíma næsta haust

Skóladegi unglinga seinkar um minnst hálftíma frá og með haustinu 2024. Borgarráð hefur samþykkt þriggja ára tilraunaverkefni sem snýst um að skóladagur unglinga hefst í fyrsta lagi klukkan 8.50, en þessir árgangar mega þó byrja daginn seinna ef skólastjórnendur taka ákvörðun þar um. 

Tilkynning þess efnis var send út á foreldra í kvöld. Ástæðan sem tilgreind var að margir unglingar sofi ekki nóg og sífellt fjölgi í þeim hópi á milli ára, sem sé áhyggjuefni. „Á sama tíma og fleiri unglingar sofa of lítið sýna rannsóknir að andleg líðan þeirra fer versnandi en ljóst er að tengsl svefns og andlegrar heilsu eru töluverð.“

Stór hópur vansvefta unglinga

Unglingar sem eru 14 til 17 ára þurfa átta til tíu tíma svefn á sólarhring, samkvæmt ráðleggingum. Hins vegar sofa 55 prósent unglinga í 10. bekk aðeins 7 tíma að nóttu, samkvæmt nýrri rannsókn. Aðrar rannsóknir hafa sýnt fram á enn styttri svefn unglinga, eða 6,2 klukkustundir að meðaltali. 

Bent er á svefnskortur geti haft neikvæðar afleiðingar á líkamlega heilsu og andlega líðan, haft neikvæð áhrif á námsárangur og frammistöðu á hugrænum prófum. Þá eru unglingar sem sofa of lítið líklegri til að glíma við offitu, kvíða og þunglyndi, og líklegri til að sýna áhættuhegðun. 

„Á sama tíma og fleiri unglingar sofa of lítið sýna rannsóknir að andleg líðan þeirra fer versnandi“

Ákvörðun borgarinnar er rökstudd með greinargerð, þar sem fram kemur að unglingar séu með seinkaða dægursveiflu frá náttúrunnar hendi, því framleiðsla á svefnhormóninu melantónín byrjar seinna á kvöldin og stöðvast seinna á morgnanna hjá unglingum. Fyrir vikið seinkar svefni unglinga, þeir eiga erfiðara með að fara snemma að sofa og vakna snemma. Það sé líffræðilegt. Um leið eiga þeir erfiðara með að ná ráðlögðum viðmiðum um svefn. En það sé til mikils að vinna, því unglingar sem sofa nóg séu heilsusamlegri, hamingjusamari, standi sig betur í námi og tómstundum og eigi auðveldara með félagsleg tengsl og sýni síður áhættuhegðun. Almennt líði þeim betur. Samfélagslegur og heilsufarslegur ávinningur af seinkun á upphafi skóladags fyrir þennan hóp nemenda sé því töluverður.  

Svefninn batnaði og seinkomum fækkaði

Vísað er til erlendra rannsókna sem sýna að þar sem þetta hefur verið gert hafi mæting batnað, námsárungur líka og unglingur hafi bæði orðið orkumeiri og þeim liðið betur. Hér á landi hafa verið framkvæmdar tvær rannsóknir undir stjórn Erlu Björnsdóttur. Í fyrri rannsókninni hafi Víkurskóli seinkað upphafi skóladags unglinga um hálftíma en í Foldaskóla hafi farið fram samanburðarrannsókn. Nemendur sváfu lengur þegar skólinn hófst seinna. Í kjölfarið var önnur rannsókn sett af stað þar sem mætingu nemenda í Vogaskóla var seinkað um fjörutíu mínútur en samanburðarrannsókn fór fram í Ölduselsskóla og Laugalækjarskóla. Niðurstaðan var sú að mun færri unglingar í Vogaskóla voru vansvefta, eða 4 prósent á móti 25 prósent í hinum skólunum. Svefn þessara nemenda varð jafnari og þeir sýndu mun minni klukkuþreytu, sem felur í sér að svefninn er skertur virka daga en það er unnið upp með því að sofa mjög mikið um helgar. Um helmingur nemenda sagði svefninn betri eftir breytinguna, en enginn sagði hann verri. Seinkomum fækkaði og mæting varð betri. 

Ætlar að funda með nemendum

Til að kynna breytingarnar ætlar borgarstjóri, Dagur B. Eggertsson, að funda með öllum nemendum í 7. til 10. bekk grunnskóla í Reykjavík á morgun.

Kjósa
5
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Friðrik keypti varðskip gegnum Ríkiskaup og græddi 40 milljónir við söluna
2
Fréttir

Frið­rik keypti varð­skip gegn­um Rík­is­kaup og græddi 40 millj­ón­ir við söl­una

Frið­rik Arn­gríms­son, fyrr­ver­andi fram­kvæmda­stjóri LÍÚ, sem heit­ir SFS í dag, keypti tvö varð­skip af ís­lenska rík­inu eft­ir út­boð hjá Rík­is­kaup­um og seldi þau til Tyrk­lands fyr­ir tæp­lega 40 millj­ón­um krón­um meira en hann greiddi fyr­ir þau. Hann var á sama tíma formað­ur nefnd­ar sem starf­aði með Rík­is­kaup­um um smíði nýs rann­sókna­skips fyr­ir Haf­rann­sókna­stofn­un.
Frumvarp sem á að breyta menntakerfinu eins og við þekkjum það í dag
6
Fréttir

Frum­varp sem á að breyta mennta­kerf­inu eins og við þekkj­um það í dag

Mennta- og barna­mála­ráð­herra hef­ur lagt fram frum­varp um inn­gild­andi mennt­un. Á það að tryggja öll­um jöfn tæki­færi inn­an mennta­kerf­is­ins og taka bet­ur ut­an um skól­ana sjálfa. „Oft á tíð­um eru það ekki endi­lega dýr­ustu og þyngstu lausn­irn­ar sem þarf ef við ná­um að koma miklu fyrr inn. Bæði með breyttri nálg­un á við­fangs­efn­ið en líka með því að að­lag­ast því sem við er­um að gera.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Unglingsstúlku í strætó hótað nauðgun og morði - „Allir heyrðu og sáu en enginn gerði neitt“
3
Fréttir

Ung­lings­stúlku í strætó hót­að nauðg­un og morði - „All­ir heyrðu og sáu en eng­inn gerði neitt“

Sex strák­ar sögðu við 14 ára stúlku í strætó að þeir ætl­uðu að nauðga henni og mömmu henn­ar og síð­an myndu þeir drepa þær báð­ar. Stúlk­an varð dauð­hrædd og þor­ir ekki aft­ur í strætó. Fram­kvæmda­stjóri Strætó seg­ir vagn­stjóra hafa átt að bregð­ast harð­ar við. Móð­ir­in kall­ar eft­ir því að al­menn­ing­ur láti sig ör­yggi sam­ferða­manna sinna varða.
Þorsteinn Már og Helga eiga rúmlega 71 milljarð og skulda nánast ekki neitt
5
Greining

Þor­steinn Már og Helga eiga rúm­lega 71 millj­arð og skulda nán­ast ekki neitt

Mikl­ar breyt­ing­ar hafa ver­ið gerð­ar á Sam­herja­sam­stæð­unni á síð­ustu ár­um og eign­ar­hald á henni að stóru leyti fært yf­ir til barna stofn­enda fyr­ir­tæk­is­ins. Fé­lag í eigu barna Þor­steins Más Bald­vins­son­ar sem fékk selj­endalán frá for­eldr­um sín­um til að kaupa hlut þeirra í Sam­herja hef­ur ein­ung­is greitt vexti af lán­inu og hagn­ast alls um 16 millj­arða króna á þrem­ur ár­um.
Leggjast hart gegn nýrri smágreiðslulausn sem gæti sparað heimilum milljarða
7
Greining

Leggj­ast hart gegn nýrri smá­greiðslu­lausn sem gæti spar­að heim­il­um millj­arða

Sam­tök fjár­mála­fyr­ir­tækja segja að frum­varp sem mun gera Seðla­bank­an­um kleift að koma á fót inn­lendri smá­greiðslumiðl­un geri „ráð fyr­ir óvenju­legu inn­gripi í rekst­ur fyr­ir­tækja á sam­keppn­ismark­aði“. Heim­ili lands­ins greiddu alls 37 millj­arða króna í bein og óbein þjón­ustu­gjöld vegna notk­un­ar á greiðslu­kort­um á ár­inu 2022.
Friðrik keypti varðskip gegnum Ríkiskaup og græddi 40 milljónir við söluna
9
Fréttir

Frið­rik keypti varð­skip gegn­um Rík­is­kaup og græddi 40 millj­ón­ir við söl­una

Frið­rik Arn­gríms­son, fyrr­ver­andi fram­kvæmda­stjóri LÍÚ, sem heit­ir SFS í dag, keypti tvö varð­skip af ís­lenska rík­inu eft­ir út­boð hjá Rík­is­kaup­um og seldi þau til Tyrk­lands fyr­ir tæp­lega 40 millj­ón­um krón­um meira en hann greiddi fyr­ir þau. Hann var á sama tíma formað­ur nefnd­ar sem starf­aði með Rík­is­kaup­um um smíði nýs rann­sókna­skips fyr­ir Haf­rann­sókna­stofn­un.

Mest lesið í mánuðinum

Uppsagnir á Sóltúni eftir tveggja milljarða útgreiðslu: „Það er gríðarlega þungbær ákvörðun“
2
FréttirEinkarekstur í heilbrigðiskerfinu

Upp­sagn­ir á Sól­túni eft­ir tveggja millj­arða út­greiðslu: „Það er gríð­ar­lega þung­bær ákvörð­un“

Einka­rekna hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún hef­ur stað­ið fyr­ir upp­sögn­um síð­ustu vik­urn­ar til að laga rekst­ur­inn sem sagð­ur er ganga illa. Sam­hliða hafa eig­end­ur Sól­tún stað­ið í fast­eigna­við­skipt­um í gegn­um rekstr­ar­fé­lag­ið og tek­ið há­ar fjár­hæð­ir út úr því. Fyrr­ver­andi og nú­ver­andi starfs­menn gagn­rýna stjórn­end­ur Sól­túns fyr­ir upp­sagn­irn­ar.
Móðir Marks heitins: „Þetta er í raun og veru léttir“
3
Úttekt

Móð­ir Marks heit­ins: „Þetta er í raun og veru létt­ir“

Mark Gunn­ar Roberts lést á Þor­láks­messu. Nokkr­um dög­um áð­ur hafði hann fund­ist með­vit­und­ar­laus í fanga­klefa sín­um á Hólms­heiði. Mark ólst upp við drykkju og of­beldi föð­ur síns og ára­tug­um sam­an reyndi móð­ir hans að fá hjálp fyr­ir son sinn, sagði hann „hættu­leg­an án lyfja­gjaf­ar“, en án ár­ang­urs. Síð­ustu ár átti Mark ekki í nein hús að venda önn­ur en neyð­ar­skýli fyr­ir heim­il­is­lausa eða fang­elsi.
Aðstandendur íbúa á Sóltúni beðnir um að þrífa: „Þarna blöskraði mér gjörsamlega“
5
FréttirEinkarekstur í heilbrigðiskerfinu

Að­stand­end­ur íbúa á Sól­túni beðn­ir um að þrífa: „Þarna blöskr­aði mér gjör­sam­lega“

Stjórn­end­ur hjúkr­un­ar­heim­il­is­ins Sól­túns báðu að­stand­end­ur íbúa að hjálpa til við þrif með eig­in tusk­um og hreinsi­efn­um ár­ið 2022. Það var eft­ir að eig­end­urn­ir seldu fast­eign hjúkr­un­ar­fé­lags­ins fyr­ir 3,8 millj­arða, leigðu hús­næð­ið af kaup­and­an­um, greiddu sér 2 millj­arða út úr fé­lag­inu og fóru svo í nið­ur­skurð á þjón­ust­unni. Að­stand­end­ur og starfs­fólk lýsa reynslu sinni af starf­sem­inni og þjón­ustu við gamla fólk­ið.
Unglingsstúlku í strætó hótað nauðgun og morði - „Allir heyrðu og sáu en enginn gerði neitt“
7
Fréttir

Ung­lings­stúlku í strætó hót­að nauðg­un og morði - „All­ir heyrðu og sáu en eng­inn gerði neitt“

Sex strák­ar sögðu við 14 ára stúlku í strætó að þeir ætl­uðu að nauðga henni og mömmu henn­ar og síð­an myndu þeir drepa þær báð­ar. Stúlk­an varð dauð­hrædd og þor­ir ekki aft­ur í strætó. Fram­kvæmda­stjóri Strætó seg­ir vagn­stjóra hafa átt að bregð­ast harð­ar við. Móð­ir­in kall­ar eft­ir því að al­menn­ing­ur láti sig ör­yggi sam­ferða­manna sinna varða.
Ferðasagan: Frá sprengjuregni á Gaza í hljóðlátan Hafnarfjörð
9
Viðtal

Ferða­sag­an: Frá sprengjuregni á Gaza í hljóð­lát­an Hafn­ar­fjörð

Fyr­ir ör­fá­um vik­um bjuggu Abeer Herzallah og dæt­ur henn­ar þrjár í tjaldi í Rafah. Há­vað­inn í sprengj­um var orð­inn al­vana­leg­ur og þeim fannst dauð­inn nálg­ast. Svo breytt­ist allt við skila­boð­in: „Þið er­uð komn­ar með leyfi til að fara héð­an.“ Það var kom­inn tími á ferða­lag til Ís­lands, til eig­in­manns­ins sem Abeer hafði ekki hitt í tvö ár.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár