Geirþrúður Gunnhildardóttir, 48 ára gömul fjögurra barna móðir sem býr á Akureyri, fór í magaermisaðgerð hjá Aðalsteini Arnarsyni, skurðlækni á Klíníkinni, í ársbyrjun 2021, þremur dögum eftir að hafa fengið að vita að hún væri með 3. stigs brjóstakrabbamein. Hún fór svo í skurðaðgerð á Landspítalanum vegna krabbameinsins rúmum mánuði eftir að hafa farið í magaermina. Þá hafði hún verið hundveik og þurft að fá heilbrigðisþjónustu á Sjúkrahóteli Landspítalans og á sjúkrahúsinu sjálfu eftir aðgerðina. „Ég fór í brjóstnám vegna krabbameinsins þann 10. mars. Ég var enn þá að jafna mig eftir magaermisaðgerðina þarna og í kjölfarið á krabbameinsaðgerðinni gat ég ekki borðað í meira en fjóra mánuði og þurfti að nota sondu til að nærast,“ segir Geirþrúður í viðtali við Heimildina.
„Mér leið bara eins og ég væri í einhverri verksmiðju“
Geirþrúður segir að …
Athugasemdir