Á þeim tveimur mánuðum sem liðnir eru síðan Ísraelsher réðst af miklum þunga inn á Gaza, aðallega með loftárásum, hafa um 15 þúsund Palestínumenn dáið í árásunum, meirihluti þeirra eru konur og börn. Í fréttum þar sem greint er frá fjölda látinna kemur ávallt fram að óttast sé að enn fleira fólk sé látið því talið er að þúsundir séu enn grafin í rústum húsa.
Laugardaginn 2. desember eru tveir mánuðir síðan Hamas réðust inn í Ísrael. Um 1.200 Ísraelar dóu í árásinni. Frá þeim degi og þar til samið var um tímabundið vopnahlé sem hófst föstudaginn 24. nóvember, höfðu loftárásir Ísraelshers á Gaza verið nær stöðugar.
Talsmaður Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna sagði um mánuði eftir að árásir Ísraelshers hófust að Gaza hefði breyst í grafreit þúsunda …
Athugasemdir