Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Kapphlaupið um krúnudjásnið Marel

Upp­sögn for­stjóra, veðkall, greiðslu­stöðv­un, ásak­an­ir um óbil­girni og óheið­ar­leika banka, fjár­fest­ar sem liggja und­ir grun um að vilja lauma sér inn bak­dyra­meg­in á und­ir­verði, óskuld­bind­andi yf­ir­lýs­ing­ar um mögu­legt yf­ir­töku­til­boð, skyndi­leg virð­is­aukn­ing upp á tugi millj­arða króna í kjöl­far­ið, höfn­un á því til­boði, harð­ort op­ið bréf frá er­lend­um vog­un­ar­sjóði með ásök­un­um um hags­muna­árekstra og nú mögu­legt til­boðs­stríð. Þetta hef­ur ver­ið veru­leiki Mar­el, stærsta fyr­ir­tæk­is Ís­lands, síð­ustu vik­ur.

Kapphlaupið um krúnudjásnið Marel
Stjórnendur Árni Oddur Þórðarson var einu sinni stjórnarformaður Marel, áður en hann tók við starfi forstjóra sem hann gegndi í áratug. Hann er í dag, ásamt föður sínum, stærsti hluthafinn í stærsta eiganda Marel. Árni Sigurðsson tók við forstjórastarfinu af honum og Arnar Þór Másson hefur setið sem stjórnarformaður frá árinu 2021. Hann var varaformaður stjórnar frá 2013. Mynd: Heimildin / Tómas

Í bókinni „Ævintýrið um Marel“ eftir Gunnar Þór Bjarnason, sem kom út fyrr á þessu ári, er rakið hvernig hugmyndin að fyrirtækinu fæddist í jólaboði sem haldið var í litlu einbýlishúsi að Melgerði 16 í Kópavogi árið 1977. Þar settust á tal Rögnvaldur Ólafsson og Þórður Vigfússon og ræddu hvernig nýta mætti nýjustu tækni til að bæta hráefnisvinnslu og framleiðni í fiskvinnslu. Í bókinni segir: „Brátt voru þeir alveg niðursokknir í samræðurnar og krotuðu minnispunkta og tölur á servíettu milli þess sem þeir sötruðu heitt súkkulaði og gæddu sér á öðrum kræsingum. [...] Þarna kviknaði neisti sem með tímanum leiddi til þess að fyrirtækið Marel var stofnað.“

Það gerðist formlega árið 1983 og til að byrja með voru starfsmennirnir tveir. Í dag er Marel stærsta fyrirtæki landsins, fjöldi starfsmanna er um átta þúsund og starfsemin teygir sig til yfir 30 landa. Því hefur verið lýst sem krúnudjásni, sprotanum sem varð …

Kjósa
32
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Ingimundur Bergmann skrifaði
    Það er verulega leitt ef þetta tæknifyrirtæki fer úr landi og ég a.m.k. vona að svo fari ekki.
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu