Í bókinni „Ævintýrið um Marel“ eftir Gunnar Þór Bjarnason, sem kom út fyrr á þessu ári, er rakið hvernig hugmyndin að fyrirtækinu fæddist í jólaboði sem haldið var í litlu einbýlishúsi að Melgerði 16 í Kópavogi árið 1977. Þar settust á tal Rögnvaldur Ólafsson og Þórður Vigfússon og ræddu hvernig nýta mætti nýjustu tækni til að bæta hráefnisvinnslu og framleiðni í fiskvinnslu. Í bókinni segir: „Brátt voru þeir alveg niðursokknir í samræðurnar og krotuðu minnispunkta og tölur á servíettu milli þess sem þeir sötruðu heitt súkkulaði og gæddu sér á öðrum kræsingum. [...] Þarna kviknaði neisti sem með tímanum leiddi til þess að fyrirtækið Marel var stofnað.“
Það gerðist formlega árið 1983 og til að byrja með voru starfsmennirnir tveir. Í dag er Marel stærsta fyrirtæki landsins, fjöldi starfsmanna er um átta þúsund og starfsemin teygir sig til yfir 30 landa. Því hefur verið lýst sem krúnudjásni, sprotanum sem varð …
Athugasemdir (1)