Þessi grein birtist fyrir rúmlega 13 mánuðum.

Ætluðu að skila hagnaði á seinni hluta ársins en rekstrartapið nú þegar orðið 47 milljarðar

Al­votech held­ur áfram að tapa tug­um millj­arða króna og enn er beð­ið eft­ir því að fé­lag­ið fái mark­aðs­leyfi fyr­ir líf­tækni­hlið­stæð­ur í Banda­ríkj­un­um. Ísra­elskt lyfja­fyr­ir­tæk­ið er á með­al þeirra sem keyptu breyti­leg skulda­bréf af Al­votech á þriðja árs­fjórð­ungi.

Ætluðu að skila hagnaði á seinni hluta ársins en rekstrartapið nú þegar orðið 47 milljarðar
Forstjórinn Róbert Wessman, í miðið, er forstjóri, stjórnarformaður og stærsti eigandi Alvotech. Hann sést hér með hópi samstarfsmanna þegar bréf í Alvotech voru tekin til viðskipta á hlutabréfamarkaði í Bandaríkjunum í fyrrasumar. Mynd: Nasdaq

Alvotech tapaði 275,2 milljónum Bandaríkjadala, eða um 38 milljörðum króna á gengi dagsins í dag, á fyrstu níu mánuðum ársins 2023. Inni í þeirri tölu er þó skattalegt tap upp á 9,3 milljarða króna sem félagið færir sem tekjur í ársreikningi sínum. Rekstrartap Alvotech frá áramótum og út septembermánuð var 342,3 milljón Bandaríkjadala, eða 47,2 milljarðar króna. Rekstrartapið á þriðja ársfjórðungi var gríðarlegt, eða 153,2 milljónir Bandaríkjadala. Það þýðir að Alvotech tapaði 21,1 milljarði króna á þremur mánuðum, eða um 230 milljónir króna á dag frá byrjun júlímánaðar og út september. 

Tapið er í andstöðu við það sem Alvotech boðaði í lok síðasta árs, þegar félagið færði sig yfir á aðalmarkað Kauphallar Íslands. Þá tók markaðsvirði þess risastökk upp á við með þeim afleiðingum að Alvotech varð verðmætasta skráða félagið á Íslandi þrátt fyrir að hafa tapað um 70 milljörðum króna árið 2022 og 12,9 milljörðum króna á árinu 2021. …

Kjósa
11
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • JL
    Jón Logi skrifaði
    Rétt að vona að snillingarnir í lífeyrissjóðunum séu ekki að fjármagna þessa hít.
    1
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár