Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Slíkan skáldskap er unun að lesa

Í bók Krist­ín­ar Óm­ars­dótt­ur, Móð­ur­ást: Odd­ný, er mál­að með öll­um lit­um, líka þeim sem við sjá­um ekki ber­um aug­um, og slík­an skáld­skap er un­un að lesa.

Slíkan skáldskap er unun að lesa
Bók

Móð­ur­ást: Odd­ný

Höfundur Kristín Ómarsdóttir
Benedikt bókaútgáfa
208 blaðsíður
Gefðu umsögn

Kristín Ómarsdóttir er kona eigi einhöm. Hún er jafnvíg á myndlist og orðanna list, hefur samið ljóð, leikverk, skáldsögur og alls kyns styttri texta. Þegar undirrituð kveikti á tölvunni til að ljúka við þessa umfjöllun um nýjustu bók Kristínar bárust þær leiðu fregnir að einstaklega vel heppnaðri sýningu á verkum hennar í Gerðubergi þyrfti að ljúka fyrr en áformað var vegna vatnstjóns í byggingunni. Það er vonandi að fljótt gefist annað færi á að sjá einkasýningu með myndverkum Kristínar því þau eru heill heimur út af fyrir sig.

Nú er komin út sagan Móðurást: Oddný sem Kristín skáldar út frá bernsku langömmu sinnar, Oddnýjar Þorleifsdóttur, sem fædd var árið 1863 og ólst upp á stóru heimili í Bræðratungu. Við kynnumst foreldrum Oddnýjar, systkinum og frændgarði, færeyskumælandi kúm og erlendum ferðalöngum. Í sögunni er bæði að finna fegurð og gleði þótt óvægni örlaganna minni stöðugt á sig; dauðinn vofir yfir öllum stundum og lítil systkini ná vart að fæðast áður en þau deyja, en einnig falla eldri systkini frá og skilja eftir sig vandfyllt skarð.

„Hér sjáum við fortíðarskáldheim sem lýtur sínum eigin lögmálum og hið hversdagslega fléttast á fullkomlega náttúrulegan hátt saman við hið skáldlega.“

Telpan Oddný segir frá heimilislífinu og hefur skarpan, frjóan hug. Systkinin standa henni nærri en hún fylgist ekki síst með samspili foreldra sinna, Þuríðar og ekkilsins Þorleifs. Kyn og kynhlutverk eru meðal helstu stefja bókarinnar og höfundurinn slær tóninn með því að kenna persónur (jafnvel kýrkyns) bæði við föður sinn og móður. Á heimili Oddnýjar Þuríðar- og Þorleifsdóttur er ýmislegt með óhefðbundnu lagi, þar læra piltarnir til dæmis að sinna „kvenmannsverkum“ eins og að mjólka, og þar fær gleðin lausari taum en gengur og gerist. Faðirinn sem ber sig saman við sonmargan bróður á nágrannabænum er óöruggur gagnvart hinu óhefðbundna og kvenlæga. Hugmyndin um húsbóndavaldið sækir á hann, að honum beri að aga og hemja glaðværa fjölskyldu sína. Það stigmagnast allt þar til hlátursýki sonarins Ívars slær hann þannig út af laginu að öfgakennd viðbrögð hans setja allt heimilislífið úr skorðum. Faðirinn er þó sjálfur fórnarlamb því valdbeiting hans einangrar hann. Í þessu mynstri felst sannleikur sem flestir ættu að kannast við.

Skáldarödd Kristínar þekkir maður hvar sem er, díalógurinn einstakur, sjónarhornið kemur ávallt á óvart, hin heilögustu orð og hugsanir aðvífandi úr óvæntum áttum, en þó endurtekur hún sig aldrei og er hvert verk hennar nýr og framandi heimur. Þetta nýjasta skáldverk er engin undantekning.

Hér sjáum við fortíðarskáldheim sem lýtur sínum eigin lögmálum og hið hversdagslega fléttast á fullkomlega náttúrulegan hátt saman við hið skáldlega. Á nítjándu öld þessa söguheims er jafn eðlilegt að heimilisfólk sitji prjónandi í baðstofunni og að tunglið púi karabíska vindla; að pönnukökur séu bakaðar handa gestum og að kýr mæli viturlega á færeyska tungu. Og þetta gerir Kristín allt saman svo skemmtilega, á svo næman og djúpvitran hátt.

Snemma í bókinni hitta Oddný og fólk úr fjölskyldu hennar erlendan listmálara sem kvartar undan því að hafa lítil not fyrir rauða litinn andspænis íslenskri náttúru. Sami málari tilkynnir að hann máli jú einfaldlega það sem augun sjái, ekki ímyndunaraflið. Í bók Kristínar er því allt öðruvísi farið; hér er málað öllum litum, líka þeim sem við sjáum ekki berum augum, og slíkan skáldskap er unun að lesa.

Kjósa
9
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Hann var búinn að öskra á hjálp
1
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Hann var búinn að öskra á hjálp
1
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Forsprakki útifundar játaði fjárdrátt á leikskólanum Klettaborg
2
Fréttir

Forsprakki úti­fund­ar ját­aði fjár­drátt á leik­skól­an­um Kletta­borg

Sig­fús Að­al­steins­son, stofn­andi hóps­ins Ís­land - þvert á flokka, sem stend­ur fyr­ir úti­fund­um um hæl­is­leit­end­ur, ját­aði á sig fjár­drátt frá leik­skól­an­um Kletta­borg þeg­ar hann var for­stöðu­mað­ur þar. Hann vill ekki dæma hvort brot af því tagi séu nógu al­var­leg til að inn­flytj­end­ur sem gerð­ust sek­ir um þau ætti að senda úr landi.
Hann var búinn að öskra á hjálp
4
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.
Drengir kvörtuðu undan kennara og var meinað að sitja kennslustundir
5
Úttekt

Dreng­ir kvört­uðu und­an kenn­ara og var mein­að að sitja kennslu­stund­ir

Tólf ára gaml­ir dreng­ir leit­uðu til skóla­stjóra vegna meints of­beld­is af hálfu kenn­ara. Í kjöl­far­ið var þeim mein­að að sitja kennslu­stund­ir hjá kenn­ar­an­um. Ann­ar baðst af­sök­un­ar eft­ir tvær vik­ur og fékk þá að koma aft­ur í tíma. Hinn sætti út­skúf­un í tvo mán­uði, áð­ur en skól­an­um var gert að taka dreng­inn aft­ur inn í tíma. For­eldr­ar drengs­ins segja kerf­ið hafa brugð­ist barn­inu og leit­uðu að lok­um til lög­reglu.
Fjölskyldurnar sem eiga fiskana í sjónum
6
GreiningSjávarútvegsskýrslan

Fjöl­skyld­urn­ar sem eiga fisk­ana í sjón­um

Inn­an við tíu fjöl­skyld­ur eiga og stýra stærstu sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækj­um lands­ins. Þau fyr­ir­tæki sem skráð hafa ver­ið á mark­að eru enn und­ir stjórn, og að uppi­stöðu í eigu, þeirra ein­stak­linga sem fengu gjafa­kvóta. Fjár­fest­ing­ar eig­enda út­gerð­anna í öðr­um og óskyld­um grein­um nema tug­um millj­arða og teygja sig í maj­ónes­fram­leiðslu, skyndi­bitastaði, trampólín­garða og inn­flutn­ing á bleyj­um og síga­rett­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár