Nýafstaðnar kosningar í Póllandi þykja þær mikilvægustu í sögu lýðveldisins og stjórnin virðist fallin. En hvað tekur nú við? Fræðimenn úr mismunandi áttum komu saman í Varsjá á dögunum til að spá í spilin. Meðal þeirra er Timothy Garton Ash, prófessor í Mið- og Austur-Evrópufræðum við Háskólann í Oxford. Ash er giftur pólskri konu og segist hafa farið með henni og sjö ára dóttur þeirra á kjörstað í Póllandi árið 1989, en nú fór hann ásamt dótturinni sem er á fimmtugsaldri og sjö ára barnabarni. Segir hann sumt líkt og þá en annað ekki.
Hvorugar kosningarnar voru taldar fyllilega frjálsar. Kommúnistastjórnin sem hafði verið við völd í tæpa hálfa öld hafði enn tögl og hagldir í kerfinu árið 1989 og nýtti sér það. Nú voru kosningarnar að forminu til frjálsar, en þó nýtti stjórnarflokkurinn Pis sér aðstöðu sína, ekki síst yfirráð yfir ríkisfjölmiðlum. Í báðum tilfellum kom þó …
Athugasemdir