„Mér finnst það óásættanlegt og eiginlega furðulegt að bæjarstjóri hafi ekki upplýst okkur um niðurstöðuna þegar hún barst Kópavogsbæ í apríl 2019,“ segir Theódóra Þorsteinsdóttir, bæjarfulltrúi Viðreisnar í Kópavogi, í samtali við Heimildina.
Niðurstaðan sem hún talar um er sú ákvörðun Héraðssaksóknara að fella niður rannsókn á hendur tveimur mönnum fyrir fjár- og umboðssvik, sem Kópavogsbær kærði í árlok árið 2016.
„Ég spurðist fyrir um málið 2020 og fékk munnlegar upplýsingar um hvernig það endaði. Engin gögn fylgdu þeirri ákvörðun, né skriflegar skýringar til okkar,“ segir Theódóra sem fékk fyrst fulla mynd af því hvernig málinu lyktaði, í kjölfar fyrirspurnar frá Heimildinni á dögunum. Hana rak í rogastans þegar hún uppgötvaði að málið hefði aldrei verið kært eða rannsakað, eins og það brot sem henni þótti borðleggjandi að hefði átt að rannsaka það.
„Það hefði átt að rannsaka þetta sem mútur.“
Símtalið frá bókaranum
Málið komst upp fyrir slysni, …
-Af hverju hefðu starfsmenn Kópavogsbæjar átt að sækja um styrk fyrir skemmtiferð ? Eða kemur einhvers staðar fram í gögnum málsins að ferðin hafi verið mikilvæg og upplýsandi vegna vinnu viðkomandi, vinnu á stjórnsýslustigi á Íslandi ?