Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Baneitrað samband á bæjarskrifstofunum

Ásak­an­ir um mút­ur, fjár­kúg­un og fjár­svik hafa ít­rek­að kom­ið upp í tengsl­um við bygg­ingu þriggja stærstu íþrótta­mann­virkja Kópa­vogs­bæj­ar. Verktaki sem fékk millj­arða verk hjá Kópa­vogs­bæ greiddi fyr­ir skemmti­ferð maka og emb­ætt­is­manna bæj­ar­ins, sem mælt höfðu með til­boði verk­tak­ans. Fjár­svikakæra gegn hon­um og starfs­manni bæj­ar­ins var felld nið­ur. „Það hefði átt að rann­saka þetta sem mút­ur,“ seg­ir bæj­ar­full­trúi og furð­ar sig á með­ferð bæj­ar­stjóra á mál­inu, sem var ekki eins­dæmi.

„Mér finnst það óásættanlegt og eiginlega furðulegt að bæjarstjóri hafi ekki upplýst okkur um niðurstöðuna þegar hún barst Kópavogsbæ í apríl 2019,“ segir Theódóra Þorsteinsdóttir, bæjarfulltrúi Viðreisnar í Kópavogi, í samtali við Heimildina.

Niðurstaðan sem hún talar um er sú ákvörðun Héraðssaksóknara að fella niður rannsókn á hendur tveimur mönnum fyrir fjár- og umboðssvik, sem Kópavogsbær kærði í árlok árið 2016.

„Ég spurðist fyrir um málið 2020 og fékk munnlegar upplýsingar um hvernig það endaði. Engin gögn fylgdu þeirri ákvörðun, né skriflegar skýringar til okkar,“ segir Theódóra sem fékk fyrst fulla mynd af því hvernig málinu lyktaði, í kjölfar fyrirspurnar frá Heimildinni á dögunum. Hana rak í rogastans þegar hún uppgötvaði að málið hefði aldrei verið kært eða rannsakað, eins og það brot sem henni þótti borðleggjandi að hefði átt að rannsaka það.

„Það hefði átt að rannsaka þetta sem mútur.“

Símtalið frá bókaranum

Málið komst upp fyrir slysni, …

Kjósa
102
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (7)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Guðjón Jensson skrifaði
    Spillingin þrífst vel undir pilsfaldi veldis Sjálfstæðisflokksins
    0
  • GJI
    Gísli Jónas Ingólfsson skrifaði
    Frábær grein.
    0
  • HGS
    Hanna Gunnhildur Sigurðardóttir skrifaði
    "... En það var aldrei neitt leyndarmál að við hefðum sótt okkur þennan ferðastyrk, þó auðvitað sé það alveg rétt að þarna var ég að brjóta siðareglur og varð bara að gangast við því,“ "

    -Af hverju hefðu starfsmenn Kópavogsbæjar átt að sækja um styrk fyrir skemmtiferð ? Eða kemur einhvers staðar fram í gögnum málsins að ferðin hafi verið mikilvæg og upplýsandi vegna vinnu viðkomandi, vinnu á stjórnsýslustigi á Íslandi ?
    0
  • SJ
    Svala Jónsdóttir skrifaði
    Sjálfstæðisflokkurinn í Kópavogi = spilling og mútur í áraraðir. Samt kaus þriðjungur bæjarbúa spillinguna aftur yfir sig 2022. Kópavogsbúum virðist líka spilling.
    2
  • Thordis Arnadottir skrifaði
    Þvílík krufning💪👁‍🗨🤘Þið eruð langbest!!
    13
  • SE
    Steinason ehf. skrifaði
    Flott úttekt. Í sveitarfélögunum er það einmitt samband verktaka við bæinn og stjórnmálaflokka sem þarf að rannsaka. Greiðslur verktaka til ráðandi flokka beint og óbeint (í gegnum auglýsingar). Mútur eru enn hálfgert tabú í umræðunni og réttarkerfið veikt og virðist líta undan.
    12
  • Helga Óskarsdóttir skrifaði
    xD mafían í allri sinni dýrð!
    10
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Ísland í mútum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár