Þessi grein birtist fyrir rúmlega 12 mánuðum.

Ásmundur Einar mælist ekki inni á þingi samkvæmt könnunum

Sam­fylk­ing­in mæl­ist stærsti flokk­ur lands­ins í öll­um kjör­dæm­um lands­ins nema Krag­an­um. Nokkr­ir ráð­herr­ar yrðu tæp­ir á að falla af þingi ef kos­ið yrði í dag og einn myndi ekki ná inn. Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn og Við­reisn mæl­ast nú nán­ast jafn stór í öðru Reykja­vík­ur­kjör­dæm­inu, þar sem bæði Sam­fylk­ing­in og Pírat­ar mæl­ast stærri en báð­ir flokk­arn­ir.

Ásmundur Einar Daðason mennta- og barnamálaráðherra myndi ekki ná inn sem kjördæmakjörinn þingmaður ef kosið yrði í dag og niðurstöður þeirra kosninga yrðu í samræmi við fylgi flokka samkvæmt könnunum Maskínu. Meðaltalsfylgi Framsóknarflokksins í kjördæmi Ásmundar, Reykjavík norður, mældist einungis þrjú prósent á þriðja ársfjórðungi ársins 2023. Flokkurinn fékk 12,3 prósent atkvæða þar í síðustu kosningum, sem fóru fram fyrir rúmum tveimur árum. 

Heimildin fékk Maskínu til að taka saman fylgi stjórnmálaflokka eftir kjördæmum. Til að fá marktæka niðurstöðu voru teknar saman allar kannanir sem gerðar voru í hverjum ársfjórðungi fyrir sig. 

Aðrir ráðherrar myndu halda sér inni á þingi miðað við núverandi punktstöðu samkvæmt samantektinni, þó nokkrir standi tæpt. Fylgi Framsóknarflokksins í hinu Reykjavíkurkjördæminu, þar sem Lilja D. Alfreðsdóttir, varaformaður flokksins, er oddviti, mælist til að mynda rétt rúmlega sex prósent. 

Samfylkingin stærst í fimm kjördæmum

Samfylkingin hefur verið á miklu flugi í fylgiskönnunum undanfarið rúmt ár og mælst …

Kjósa
70
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Einar Már Gunnarsson skrifaði
    Eigum við ekki bara að kjósa núna og losa okkur við spillinguna strags.
    6
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár