„Svo þú ert frá Íslandi, talarðu þá pólsku?“ spyr rakarinn mig á stofu sinni við Tamka-götu í Varsjá. Ég verð að neita því. Meira að segja eina pólska blótsyrðið sem ég kann vekur ekki lukku. „Hvað á ég að taka mikið af skegginu?“ spyr rakarinn. „Allt,“ segi ég. „Yfirvaraskeggið líka?“ spyr hann. Ég játa því. Honum virðist það mikil synd.
„Hvað ertu að gera í Póllandi?“ spyr maðurinn í næsta stól. „Ég er á orkuráðstefnu,“ segi ég. „Um orkuskipti?“ spyr hann og bætir við: „Þetta á eftir að taka tíu ár. Ég er líka verkfræðingur.“ Ég þori varla að segja honum að ég sé aðeins blaðamaður. „Ertu viss um að þú viljir láta taka yfirvaraskeggið líka?“ spyr rakarinn.
Pólverjar hófu strax að breyta orkuneyslu sinni árið 2014 eftir innrás Rússa á Krímskaga og drógu úr notkun á rússneskri olíu og gasi á sama tíma …
Athugasemdir