Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Allt í húfi í Póllandi

Pólska þjóð­in er klof­in og á morg­un verð­ur tek­ist á um fram­tíð henn­ar. En í Póllandi er for­tíð­in held­ur aldrei langt und­an, skrif­ar Val­ur Gunn­ars­son sem stadd­ur er í land­inu og tek­ur púls­inn á fólki í að­drag­anda þing­kosn­inga.

„Svo þú ert frá Íslandi, talarðu þá pólsku?“ spyr rakarinn mig á stofu sinni við Tamka-götu í Varsjá. Ég verð að neita því. Meira að segja eina pólska blótsyrðið sem ég kann vekur ekki lukku. „Hvað á ég að taka mikið af skegginu?“ spyr rakarinn. „Allt,“ segi ég. „Yfirvaraskeggið líka?“ spyr hann. Ég játa því. Honum virðist það mikil synd.

„Hvað ertu að gera í Póllandi?“ spyr maðurinn í næsta stól. „Ég er á orkuráðstefnu,“ segi ég. „Um orkuskipti?“ spyr hann og bætir við: „Þetta á eftir að taka tíu ár. Ég er líka verkfræðingur.“ Ég þori varla að segja honum að ég sé aðeins blaðamaður. „Ertu viss um að þú viljir láta taka yfirvaraskeggið líka?“ spyr rakarinn.

Pólverjar hófu strax að breyta orkuneyslu sinni árið 2014 eftir innrás Rússa á Krímskaga og drógu úr notkun á rússneskri olíu og gasi á sama tíma …

Kjósa
12
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár