Kristján Maríus Jónasson verður 73 ára á næstu dögum, býr einn og er „alltaf einmana“. Suma morgna þegar Kristján Maríus vaknar fyllist hann örvæntingu gagnvart deginum sem fram undan er, hvað hann eigi að gera við hann og sig sjálfan. Hann býr í einni af þremur blokkum á vegum Brynju leigufélags, sjálfseignarstofnunar sem á og rekur íbúðir fyrir öryrkja í Hátúni 10, flutti þangað inn fyrir að verða tuttugu árum síðan með eiginkonu sinni, en í dag eru þau skilin. Eftir skilnaðinn fór að halla undan fæti hjá Kristjáni Maríusi sem einangraðist alltaf meira og meira með árunum.
Einmanaleiki einskorðast auðvitað ekki við Kristján Maríus, Hátún 10 eða Ísland. Einmanaleika hefur verið lýst sem „faraldri“ víða um heim og í Bretlandi hefur hann náð slíkum tökum á samfélaginu að árið 2018 ákvað Theresa May, þá forsætisráðherra Breta, að skipa sérstakan „ráðherra einmanaleika“ til að eiga við það sem hún kallaði …
Athugasemdir (6)