Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

„Ég vona að ég eigi aldrei eftir að sökkva svo djúpt aftur“

Eg­ill Helga­son er á tíma­mót­um. Hann er hætt­ur með Silfr­ið sem lengi var kennt við hann sjálf­an, helsta póli­tíska um­ræðu­þátt lands­ins. Hann seg­ist í upp­hafi hafa skolf­ið eins og lauf í vindi þeg­ar hann var í sjón­varpi en elski nú að vera í beinni. Eg­ill kynnt­ist eig­in­konu sinni á nekt­ar­stað og þau eign­uð­ust son ári síð­ar. Hann rifjar upp þeg­ar ölv­að­ur þing­mað­ur mætti til hans í sett­ið og þeg­ar hann fleygði vatn­s­könnu út í sal í reiðikasti. Eg­ill hef­ur háð sína glímu við kvíða og þung­lyndi, og upp­lifði sinn versta tíma þeg­ar Trump var kos­inn for­seti Banda­ríkj­anna.

„Ég vona að ég eigi aldrei eftir að sökkva svo djúpt aftur“
Tvennir tímar Egill hefur lifað tímana tvenna í fjölmiðlum, hefur bæði starfað þar sem augljóslega var verið að beita fjölmiðlum í ákveðnu stríði og svo þar sem hann hafði algjört frelsi. Mynd: Heiða Helgadóttir

„Einna verst varðandi það að vera ekki í Silfrinu lengur er að fá ekki að vera í beinni útsendingu,“ segir Egill Helgason, fjölmiðlamaður með meiru. „Ég fæ adrenalínkikk út úr því. En maður er líka oft mjög þreyttur á eftir,“ segir hann. 

Á dögunum var tilkynnt að Egill væri hættur sem umsjónarmaður Silfursins á RÚV. Þátturinn var í mörg ár kenndur við hann sjálfan – Silfur Egils – og fór fyrst í loftið á Skjá einum árið 1999. Silfur Egils færðist svo yfir á Stöð 2 áður en Egill fór með þáttinn á Ríkisútvarpið. Útsendingum var tímabundið hætt árið 2013 áður en hann sneri aftur árið 2017, þá einfaldlega undir heitinu Silfrið. Hann er þó hvergi nærri hættur í sjónvarpi. Hann verður áfram með bókmenntaþáttinn Kiljuna og er með ýmis önnur verkefni í bígerð.

Egill hefur hlotið fjölda Edduverðlauna fyrir þætti sína, til að mynda sem sjónvarpsmaður ársins. En þótt …

Kjósa
259
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • BS
    Bylgja Sigurjónsdóttir skrifaði
    popúlísminn er að rústa heimsmyndinni. Allt á hvolfi og rugli . Skil þig vel Egill Helgason.
    1
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár