„Einna verst varðandi það að vera ekki í Silfrinu lengur er að fá ekki að vera í beinni útsendingu,“ segir Egill Helgason, fjölmiðlamaður með meiru. „Ég fæ adrenalínkikk út úr því. En maður er líka oft mjög þreyttur á eftir,“ segir hann.
Á dögunum var tilkynnt að Egill væri hættur sem umsjónarmaður Silfursins á RÚV. Þátturinn var í mörg ár kenndur við hann sjálfan – Silfur Egils – og fór fyrst í loftið á Skjá einum árið 1999. Silfur Egils færðist svo yfir á Stöð 2 áður en Egill fór með þáttinn á Ríkisútvarpið. Útsendingum var tímabundið hætt árið 2013 áður en hann sneri aftur árið 2017, þá einfaldlega undir heitinu Silfrið. Hann er þó hvergi nærri hættur í sjónvarpi. Hann verður áfram með bókmenntaþáttinn Kiljuna og er með ýmis önnur verkefni í bígerð.
Egill hefur hlotið fjölda Edduverðlauna fyrir þætti sína, til að mynda sem sjónvarpsmaður ársins. En þótt …
Athugasemdir (1)