Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Ríkið þarf að borga fimm til tíu milljarða inn í ÍL-sjóð árlega frá og með næsta ári

Rík­is­sjóð­ur fjár­magn­aði efna­hags­að­gerð­ir sín­ar í kór­ónu­veirufar­aldr­in­um að miklu leyti með því að taka 190 millj­arða króna að láni úr ÍL-sjóði, sem stýrt er af fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neyt­inu og er með nei­kvætt eig­ið fé upp á 231 millj­arð króna, á af­ar hag­stæð­um kjör­um. Til stóð að borga ekki ann­að en vexti á næstu ár­um. Það hef­ur nú breyst eft­ir að lán­tak­end­ur hættu skyndi­lega að greiða upp gömlu Íbúðalána­sjóðslán­in sín.

Ríkið þarf að borga fimm til tíu milljarða inn í ÍL-sjóð árlega frá og með næsta ári
Vandræðamál Vandi ÍL-sjóðs hangir yfir ríkissjóði og mun að óbreyttu skella fyrr eða síðar af fullum þunga með hund­ruð millj­arða króna skuld á skatt­greið­end­ur. Mynd: Heimildin / Davíð Þór

Þegar kórónuveirufaraldurinn skall á vantaði íslenska ríkið reiðufé. Tekjur þess drógust saman og útgjöld jukust gríðarlega þegar ríkissjóður þurfti að notast til að styðja við fólk og fyrirtæki í landinu sem varð fyrir efnahagslegum áhrifum af faraldrinum. Einhvern veginn varð að borga fyrir þennan halla, sem var samanlagt tæplega 275 milljarðar króna á árunum 2020 og 2021. 

Það var meðal annars gert með því að ríkið tók 190 milljarða króna að láni úr vandræðasjóði sem Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra fer með yfirstjórn með lögum samkvæmt. Hinum svokallaða ÍL-sjóði, sem heldur á skuldasyndum hins skelfilega rekna Íbúðalánasjóðs. Þetta var gert með því að ríkið gaf fyrst út skulda­bréf í jan­úar 2021 upp á 102 millj­arða króna sem bar 0,87 pró­sent verð­tryggða vexti og er á gjald­daga í árs­byrjun 2032 og lét ÍL-­sjóð kaupa. Ári síðar var gefið út annað skulda­bréf, nú upp á 88 millj­arða króna, sem ber 0,52 pró­sent …

Kjósa
25
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • JA
    Jón Arnarson skrifaði
    Það virðist vera að ráðamenn bæði Ríkið og margra sveitarfélaga misnoti sína aðstöðu, sér og sýnum til upphefðar.
    Er ekki löngu kominn tími til að setja bönd á þetta athæfi?
    Það eru mjög mörg kerfi samfélagsins sem og eru misnotuð.
    Þar vega mest ótrúlega mörg svokölluðu lífeyrissjóðs kerfi, þar sem hið opinbera ásamt ótrúlega mörgum öðrun, hafa reynt að leika sér með.
    Er ekki löngu kominn tími til að samfélag okkar sé rekið fyrir samfélagið, en ekki einhverja ætlaða sjálfskipaða pótintáta?
    Getur verið að okkar samfélag, í smáu og stóru, sé sjúkt af spillingu?
    1
    • Kári Jónsson skrifaði
      Ísland er helsjúkt af krabbameininum sem heitir Sjálfstæðisflokkurinn og hefur dreift sér um allann þjóðar-líkamann, meinið er alvarlegast hjá ca. 20% landsmanna, sem styðja ennþá nýfrjálshyggju-óþverra-stefnu Sjálfstæðisflokksinns, sömuleiðis er stuðningsfólk xB og xV alvarlega veikir af þessu illræmda krabbameini. SKERUM krabbameinið burt úr þjóðar-líkamanum næst þegar skurðstofan verður opinn = næsti kjördagur.
      0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár