Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Var fjarlægður af lögreglunni fyrir að dansa við karla

Sveinn Kjart­ans­son seg­ir for­dóma gagn­vart hinseg­in fólki ógn­væn­lega. Orð­ræða síð­ustu daga rífi upp göm­ul sár og minni á hatr­ið sem hann og ann­að sam­kyn­hneigt fólk af hans kyn­slóð hafi þurft að þola. Hann hef­ur áhyggj­ur af ungu hinseg­in fólki því ver­ið sé að kynda und­ir hat­ur í þeirra garð.

Var fjarlægður af lögreglunni fyrir að dansa við karla
„Höfum við ekkert lært af sögunni“ Sveinn Kjartansson sem er giftur Viðari Eggertssyni segir orðræðuna minna sig á þá sem var þegar hann var ungur maður. Þá hafi verið spurt hvort verið væri að framleiða homma. Nú sé spurt hvort verið sé að framleiða trans fólk. Mynd: Heiða Helgadóttir

„Það er verið að reyna að kveikja hatursbál sem er mjög hættulegt,“ segir Sveinn Kjartansson matreiðslumeistari, sem er verulega uggandi yfir umræðunni að undanförnu, sem hann segir á algerum villigötum og minni um margt á orðræðuna sem hann og annað hinsegin fólk á hans aldri hafi þurft að þola á sínum yngri árum. „Umræðan rífur upp gömul sár hjá mér. Mér finnst hún ógnvænleg og óska þess heitt og innilega að ungt fólk þurfi ekki að ganga í gegnum það sem mín kynslóð þurfti að þola.“

Sveinn er fæddur 1963 og stendur því á sextugu. Fordómarnir í samfélaginu voru skelfilegir þegar hann var ungur maður á níunda áratug síðustu aldar. Fordómarnir voru gífurlegir og ekki síst hjá stofnunum, eins og til dæmis kirkjunni og lögreglunni, en þeim hefur sem betur fer verið útrýmt þaðan,“ segir Sveinn.

„Ég vona heitt og innilega að ekkert ungt fólk þurfi að upplifa það …
Kjósa
39
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Sjá meira

Ef börnum verður ekki breytt með ofbeldi, verður þeim ekki breytt með fræðslu
GreiningHinsegin bakslagið

Ef börn­um verð­ur ekki breytt með of­beldi, verð­ur þeim ekki breytt með fræðslu

Sér­fræð­ing­ar í hinseg­in fræð­um kryfja at­burði síð­ast­lið­inna daga og að­drag­and­ann að því, sem hef­ur átt sér stað bæði hér heima og er­lend­is. Þetta eru þær Gyða Mar­grét Pét­urs­dótt­ir pró­fess­or, Arna Magnea kenn­ari, Birta Ósk Hönnu­dótt­ir meist­ara­nemi og Jessica Lynn, bar­áttu­kona fyr­ir rétt­ind­um trans fólks. Þær segja íhaldsöfl standa frammi fyr­ir vanda og þá þurfi að leita að blóra­böggl­um.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Hinsegin bakslagið

„Þetta var ég. Ég er ekki með typpi, ég var ekki nakin og ég er ekki karlmaður“
ViðtalHinsegin bakslagið

„Þetta var ég. Ég er ekki með typpi, ég var ekki nak­in og ég er ekki karl­mað­ur“

Veiga Grét­ars­dótt­ir er trans kon­an sem fór í sund í Grafar­vogs­laug í síð­ustu viku og nýtti sér kvenna­klef­ann á sama tíma og stúlk­ur í skóla­sundi. Nokkr­ar stúlkn­anna hlógu að henni og leið Veigu eins og hún væri sirk­us­dýr. Hún ákvað að gera at­huga­semd við kenn­ara þeirra og hélt að þar með væri mál­ið úr sög­unni en há­vær orð­róm­ur, byggð­ur á lyg­um, fór af stað.
Varð fyrir líkamsmeiðingum „en útilokunin var verst“
ViðtalHinsegin bakslagið

Varð fyr­ir lík­ams­meið­ing­um „en úti­lok­un­in var verst“

Anna Kristjáns­dótt­ir seg­ir að úti­lok­un frá fé­lags­leg­um sam­skipt­um hafi vald­ið henni mestu van­líð­an­inni eft­ir að hún kom fram op­in­ber­lega sem trans kona fyr­ir þrjá­tíu ár­um. Hún var líka beitt lík­am­legu of­beldi. „Einu sinni var keyrt vilj­andi yf­ir tærn­ar á mér, fólk hrinti mér og það var hellt úr glös­um yf­ir höf­uð­ið á mér á skemmti­stöð­um.“
„Ég er hrætt við að fólk finni mig í fjöru“
ViðtalHinsegin bakslagið

„Ég er hrætt við að fólk finni mig í fjöru“

„Sjá þau ekki að heim­ur­inn minn er að hrynja?“ hef­ur Mars M. Proppé spurt sig síð­ast­liðna viku, á með­an hán kenn­ir busa­bekk stærð­fræði í Mennta­skól­an­um í Reykja­vík, spjall­ar við koll­ega sína á kaffi­stof­unni og mæt­ir á fyr­ir­lestra í Há­skóla Ís­lands. Það fylg­ir því óraun­veru­leika­til­finn­ing að sinna venju­legu lífi á sama tíma og sam­fé­lags­miðl­ar loga í deil­um um hinseg­in fræðslu og kyn­fræðslu í skól­um. Deil­um sem hafa far­ið að bein­ast að fólki eins og Mars.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár