„Það er verið að reyna að kveikja hatursbál sem er mjög hættulegt,“ segir Sveinn Kjartansson matreiðslumeistari, sem er verulega uggandi yfir umræðunni að undanförnu, sem hann segir á algerum villigötum og minni um margt á orðræðuna sem hann og annað hinsegin fólk á hans aldri hafi þurft að þola á sínum yngri árum. „Umræðan rífur upp gömul sár hjá mér. Mér finnst hún ógnvænleg og óska þess heitt og innilega að ungt fólk þurfi ekki að ganga í gegnum það sem mín kynslóð þurfti að þola.“
Sveinn er fæddur 1963 og stendur því á sextugu. Fordómarnir í samfélaginu voru skelfilegir þegar hann var ungur maður á níunda áratug síðustu aldar. „Fordómarnir voru gífurlegir og ekki síst hjá stofnunum, eins og til dæmis kirkjunni og lögreglunni, en þeim hefur sem betur fer verið útrýmt þaðan,“ segir Sveinn.
„Ég vona heitt og innilega að ekkert ungt fólk þurfi að upplifa það …
Athugasemdir