Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Framlag til einkarekinna fjölmiðla úr ríkissjóði aukið um 360 milljónir

Til stend­ur að inn­leiða fyr­ir­komu­lag sem veit­ir þeim sem eru áskrif­end­ur að rit­stýrð­um fjöl­miðl­um skatta­afslátt. Vegna þessa verða fram­lög til einka­rek­inna fjöl­miðla úr rík­is­sjóði tvö­föld­uð á næsta ári. Út­varps­gjald­ið, sem fjár­magn­að hluta rekst­urs RÚV, verð­ur að óbreyttu 6,2 millj­arð­ar króna á næsta ári og hækk­ar um 415 millj­ón­ir króna milli ára.

Framlag til einkarekinna fjölmiðla úr ríkissjóði aukið um 360 milljónir
Ráðherra fjölmiðla Lilja D. Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra mun leggja fram frumvarp á komandi þingi sem á að hvetja landsmenn til að gerast áskrifendur að ritstýrðum fjölmiðlum. Mynd: Heiða Helgadóttir

Nýir hvatar til aukinnar áskriftar að þeim fjölmiðlum sem eru með starfandi ritstjórn verða innleiddir á næsta ári samkvæmt nýbirtu fjárlagafrumvarpi ársins 2024. Gert er ráð fyrir að hvatarnir kosti ríkissjóð 360 milljónir króna á ári. Um varanlega aukningu á fjárheimild til málaflokksins verður að ræða.

 Vegna þessa mun heildarkostnaður ríkissjóðs vegna framlags til einkarekinna fjölmiðla aukast úr 477 milljónum króna í ár í 727 milljónir króna á næsta ári. Í ár áttu 377 milljónir króna að fara í greiðslur vegna stuðningskerfis þar sem hluti ritstjórnarkostnaðar einkarekinna fjölmiðla er endurgreiddur en potturinn stækkaði eftir að hluti fjárlaganefndar reyndi að koma á 100 milljóna króna sérstakri styrkjagreiðslu til sjónvarpsstöðvarinnar N4 í desember í fyrra. Sú tilraun var stöðvuð eftir að fjárheimild fékkst til að veita styrkinn og því var ákveðið að setja …

Kjósa
8
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár