Við vorum nokkrir strákar í menntaskóla sem ákváðum að skrópa í skylduferðinni á Njáluslóðir og tróðum okkur frekar inn í gamlan fólksbíl til að fara á söguslóðir Guðbergs í Grindavík. Ekki segi ég að við höfum verið miklu nær enda ferðin öðru fremur táknræn: Guðbergur var í huga okkar fulltrúi hins nýja, róttæka, afhjúpandi og óþekka í íslenskum sagnabókmenntum, maðurinn sem hafði skrifað Leikföng leiðans, Önnu og Tómas Jónsson Metsölubók, svo dæmi séu nefnd. Rausið í Tómasi, gömlum einsetukalli, á hundruðum blaðsíðna, var einstök úttekt á íslenskum hugmyndaheimi, sjálfumgleði og hefðarskreytingu.
Eins og Guðbergur sagði sjálfur í formála að annarri útgáfu verksins: „hugur minn [stefndi] að því að skapa táknmynd hinna trénuðu afla í þjóðfélagsgarðinum, skapa mann af hinni títt umræddu „aldamótakynslóð“. Hún hafði áður verið hreyfiafl, einkum íslensks sjálfstæðis, en var nú orðin, í hinum þjóðfélagslega raunveruleika Íslands, voðalegur dragbítur á öllum framförum.“ Eftir þetta eintal Tómasar Jónssonar – …
Athugasemdir