Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Skammaður, elskaður, dáður og ofsóttur

Guð­berg­ur Bergs­son var æv­in­týra­lega góð­ur í því að koma fólki í opna skjöldu, ljóm­andi ósmekk­leg­ur og stund­um blátt áfram and­styggi­leg­ur.

Eftir að ég las skáldævisögu Guðbergs Bergssonar, Faðir og móðir og dulmagn bernskunnar, var ég í fyrsta og síðasta sinn alveg komin að því að senda rithöfundi aðdáendabréf, þótt ég næði að stilla mig um það á síðustu stundu.

Áður hafði ég þó átt fjölmargar dýrmætar lesstundir sem þakka mátti Guðbergi. Tómas Jónsson var lesinn með aðstoð vasaljóss í rafmagnslausum sumarbústað (ég man örvæntinguna þegar rafhlöðurnar kláruðust), upphafskaflinn í Önnu vakti krampahlátur og Leikföng leiðans voru lesin upphátt fyrir vildarvini. Músin sem læðist olli áður óþekktri vanlíðan, ég gapti yfir Hinsegin sögum, þýðingar á Márquez og Cervantes opnuðu nýjar veraldir. Brunnur snilligáfu Guðbergs virtist ótæmandi.

Ef maður stenst skammirnar ...

Guðbergur varð líka sérstakt uppáhald þegar ég var menningarblaðamaður í kringum aldamótin vegna þess að hann hafði engan áhuga á því að lesa yfir viðtöl við sig. Aðrir rithöfundar lúslásu öll viðtöl og höfðu á þeim sterkar skoðanir, sumir vildu …

Kjósa
26
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Guðbergur Bergsson

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár