Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Skammaður, elskaður, dáður og ofsóttur

Guð­berg­ur Bergs­son var æv­in­týra­lega góð­ur í því að koma fólki í opna skjöldu, ljóm­andi ósmekk­leg­ur og stund­um blátt áfram and­styggi­leg­ur.

Eftir að ég las skáldævisögu Guðbergs Bergssonar, Faðir og móðir og dulmagn bernskunnar, var ég í fyrsta og síðasta sinn alveg komin að því að senda rithöfundi aðdáendabréf, þótt ég næði að stilla mig um það á síðustu stundu.

Áður hafði ég þó átt fjölmargar dýrmætar lesstundir sem þakka mátti Guðbergi. Tómas Jónsson var lesinn með aðstoð vasaljóss í rafmagnslausum sumarbústað (ég man örvæntinguna þegar rafhlöðurnar kláruðust), upphafskaflinn í Önnu vakti krampahlátur og Leikföng leiðans voru lesin upphátt fyrir vildarvini. Músin sem læðist olli áður óþekktri vanlíðan, ég gapti yfir Hinsegin sögum, þýðingar á Márquez og Cervantes opnuðu nýjar veraldir. Brunnur snilligáfu Guðbergs virtist ótæmandi.

Ef maður stenst skammirnar ...

Guðbergur varð líka sérstakt uppáhald þegar ég var menningarblaðamaður í kringum aldamótin vegna þess að hann hafði engan áhuga á því að lesa yfir viðtöl við sig. Aðrir rithöfundar lúslásu öll viðtöl og höfðu á þeim sterkar skoðanir, sumir vildu …

Kjósa
26
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Guðbergur Bergsson

Nýtt efni

Ópera eða þungarokk? - Áhrif smekks á viðhorf annarra til okkar
Samtal við samfélagið#8

Ópera eða þung­arokk? - Áhrif smekks á við­horf annarra til okk­ar

Hef­ur smekk­ur okk­ar áhrif á hvernig aðr­ir meta okk­ur? Mads Meier Jæ­ger, pró­fess­or við Kaup­manna­hafn­ar­skóla, svar­aði þeirri spurn­ingu á fyr­ir­lestri sem hann flutti ný­lega á veg­um fé­lags­fræð­inn­ar og hann ræddi rann­sókn­ir sín­ar í spjalli við Sigrúnu í kjöl­far­ið. Því hef­ur oft ver­ið hald­ið fram að meiri virð­ing sé tengd smekk sem telst til há­menn­ing­ar (t.d. að hlusta á óper­ur eða kunna að meta ostr­ur) en lægri virð­ing smekk sem er tal­inn end­ur­spegla lág­menn­ingu (t.d. að hlusta á þung­arokk eða vilja bara ost­borg­ara). Á svip­að­an hátt er fólk sem bland­ar sam­an há- og lág­menn­ingu oft met­ið hærra en þau sem hafa ein­ung­is áhuga á öðru hvoru form­inu. Með meg­in­d­leg­um og eig­ind­leg­um að­ferð­um sýn­ir Mads fram á að bæði sjón­ar­horn­in skipta máli fyr­ir hvernig fólk er met­ið í dönsku sam­fé­lagi. Dan­ir álíta til dæm­is að þau sem þekkja og kunna að meta hluti sem tengj­ast há­menn­ingu fær­ari á efna­hags­svið­inu og fólk ber meiri virð­ingu fyr­ir slík­um ein­stak­ling­um en þau sem að geta bland­að sam­an há-og lág­menn­ingu eru tal­in áhuga­verð­ari og álit­in hafa hærri fé­lags­lega stöðu. Þau Sigrún ræða um af hverju og hvernig slík­ar skil­grein­ing­ar hafa áhuga á mögu­leika okk­ar og tæki­færi í sam­fé­lag­inu. Þau setja nið­ur­stöð­urn­ar einnig í sam­hengi við stefnu­mót­un, en rann­sókn­ir Mads hafa með­al ann­ars ver­ið not­að­ar til að móta mennta­stefnu í Dan­mörku.

Mest lesið undanfarið ár