Eftir að ég las skáldævisögu Guðbergs Bergssonar, Faðir og móðir og dulmagn bernskunnar, var ég í fyrsta og síðasta sinn alveg komin að því að senda rithöfundi aðdáendabréf, þótt ég næði að stilla mig um það á síðustu stundu.
Áður hafði ég þó átt fjölmargar dýrmætar lesstundir sem þakka mátti Guðbergi. Tómas Jónsson var lesinn með aðstoð vasaljóss í rafmagnslausum sumarbústað (ég man örvæntinguna þegar rafhlöðurnar kláruðust), upphafskaflinn í Önnu vakti krampahlátur og Leikföng leiðans voru lesin upphátt fyrir vildarvini. Músin sem læðist olli áður óþekktri vanlíðan, ég gapti yfir Hinsegin sögum, þýðingar á Márquez og Cervantes opnuðu nýjar veraldir. Brunnur snilligáfu Guðbergs virtist ótæmandi.
Ef maður stenst skammirnar ...
Guðbergur varð líka sérstakt uppáhald þegar ég var menningarblaðamaður í kringum aldamótin vegna þess að hann hafði engan áhuga á því að lesa yfir viðtöl við sig. Aðrir rithöfundar lúslásu öll viðtöl og höfðu á þeim sterkar skoðanir, sumir vildu …
Athugasemdir