Þegar morð á fjórum ungmennum í háskólabænum Moscow í Idaho síðasta vetur vakti heimsathygli, að minnsta kosti hjá áhugafólki um sönn sakamál (e. true crime), fann Inga Kristjánsdóttir á sér að hún myndi fara og upplifa aðstæður á eigin skinni. „Ég fann strax að ég myndi fara þangað, ég fékk einhverja tilfinningu, ég verð að fara þangað, ég verð að sjá lengdina á milli húsa, ég verð að sjá þessa götu sem hann á að hafa keyrt, ég verð að sjá aftan á húsið. Ég veit það ekki, þetta var ótrúlega sterk tilfinning,“ segir Inga, sem heldur úti einu vinsælasta sakamálahlaðvarpi á Íslandi, Illverk.
Inga hefur gefið út yfir 500 þætti um hin ýmsu sakamál, nær eingöngu bandarísk, og finnst henni fátt meira gefandi en að kanna ofan í illverk annarra. Sakamálahlaðvörp, sem skipta tugum á Íslandi og þúsundum í heiminum, …
Athugasemdir