Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Eins manns harmleikur er annars afþreying

Inga Kristjáns­dótt­ir er ókrýnd saka­mála­hlað­varps­drottn­ing Ís­lands. Í sum­ar fór hún til Banda­ríkj­anna og stund­aði myrka ferða­mennsku þeg­ar hún heim­sótti með­al ann­ars heim­ili Ted Bun­dy og var við­stödd fyr­ir­töku í máli grun­aðs morð­ingja í Ida­ho. Hún seg­ist skilja þau sem furða sig á því hvernig hún geri af­þrey­ingu úr harm­leik annarra en seg­ir þetta allt snú­ast um for­vitni og að segja sög­ur.

Þegar morð á fjórum ungmennum í háskólabænum Moscow í Idaho síðasta vetur vakti heimsathygli, að minnsta kosti hjá áhugafólki um sönn sakamál (e. true crime), fann Inga Kristjánsdóttir á sér að hún myndi fara og upplifa aðstæður á eigin skinni. „Ég fann strax að ég myndi fara þangað, ég fékk einhverja tilfinningu, ég verð að fara þangað, ég verð að sjá lengdina á milli húsa, ég verð að sjá þessa götu sem hann á að hafa keyrt, ég verð að sjá aftan á húsið. Ég veit það ekki, þetta var ótrúlega sterk tilfinning,“ segir Inga, sem heldur úti einu vinsælasta sakamálahlaðvarpi á Íslandi, Illverk. 

Inga hefur gefið út yfir 500 þætti um hin ýmsu sakamál, nær eingöngu bandarísk, og finnst henni fátt meira gefandi en að kanna ofan í illverk annarra. Sakamálahlaðvörp, sem skipta tugum á Íslandi og þúsundum í heiminum, …

Kjósa
3
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár