Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

„Markaðurinn getur ekki skipulagt samfélag“

Reit­ur 13 á Kárs­nes­inu hef­ur ver­ið um­deild­ur ár­um sam­an. Íbú­ar í grennd­inni telja geng­ið á hags­muni sína og hið sama telja sum­ir bæj­ar­full­trú­ar minni­hlut­ans í Kópa­vogi. Fjár­fest­ar eru sagð­ir hafa ver­ið við stýr­ið í deili­skipu­lags­gerð þrátt fyr­ir að eiga ein­ung­is hluta reits­ins. Í fyrra seldi fé­lag­ið Vina­byggð reit­inn og fyr­ir­hug­að­ar upp­bygg­ing­ar­heim­ild­ir á hon­um á 1,5 millj­arða króna, til fé­lags í eigu Mata-systkin­anna, sem hafa nú feng­ið bygg­ing­ar­rétt á allri lóð­inni án aug­lýs­ing­ar með sam­komu­lagi við Kópa­vogs­bæ.

„Markaðurinn getur ekki skipulagt samfélag“
Bæjarfulltrúar Helga Jónsdóttir og Theodóra Þorsteinsdóttir bæjarfulltrúar í Kópavogi eru báðar óhressar með gang mála á Reit 13 og telja fjárfesta hafa fengið í gegn alla sína draumóra um uppbyggingarreitinn með offorsi í gegnum skipulagssvið Kópavogsbæjar. Mynd: Heiða Helgadóttir

„Mér líður eins og bærinn sé að gæta hagsmuna fjárfesta, en ekki okkar íbúa,“ segir Eggert Matthíasson, íbúi við Þinghólsbraut á Kársnesi. 

Síðdegis í nóvember 2020 settist hann við tölvuna sína til að taka þátt í fjarfundi á vegum Kópavogsbæjar um skipulagsmál á svokölluðum reit 13, sem er staðsettur örfáum metrum fyrir neðan heimili hans. Árið 2016 hafði hann séð Kópavogsbæ stæra sig af framtíðarsýn fyrir Kársnesið, Spot on Kársnes, sem virtist sýna afar lágreista byggð á svæðinu, en það var verðlaunatillaga í samkeppni um framtíðarsýn fyrir Kársnesið. Eggert var því óviðbúinn þeirri tillögu sem hann segir að hafi verið skellt framan í íbúa á fundinum. 

„Við fengum bara boð á fund þar sem átti að kynna þennan reit. Þessi fundur varð að vera á netinu út af Covid,“ segir Eggert, „og svo mæta allir hérna í kring á fundinn, hver heima hjá sér, og við komumst svo að …

Kjósa
22
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • JE
    Jóhann Einarsson skrifaði
    Mammon sér um sína, en hversu lengi er óvíst. Þarna er bara enn eitt dæmið um einræði sömu skoðana og vina / frænd hygli sem þrífst hérna. Það hefur engin ismi lukkast hingað til í allri veraldarsögunni.
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Reitur 13

Hafnar því að Vinabyggð hafi fengið að vera í bílstjórasætinu
ViðtalReitur 13

Hafn­ar því að Vina­byggð hafi feng­ið að vera í bíl­stjóra­sæt­inu

Ann­ar eig­enda Vina­byggð­ar ræð­ir skipu­lags­ferl­ið á reit 13 í sam­tali við Heim­ild­ina. Þór­ir Kjart­ans­son seg­ir alrangt að skipu­lags­yf­ir­völd í Kópa­vogi hafi leg­ið flöt fyr­ir vilja fjár­festa, í and­stöðu við hags­muni íbúa. Þvert á móti hafi sam­ráð ver­ið meira en geng­ur og ger­ist. Þór­ir seg­ir að þrjá­tíu ára vinátta hans við Ár­mann Kr. Ólafs­son, fyrr­ver­andi bæj­ar­stjóra, hafi ekki haft áhrif á fram­gang máls­ins.
Skortur á heildarsýn galli á Kársnesmódelinu
ViðtalReitur 13

Skort­ur á heild­ar­sýn galli á Kárs­nes­mód­el­inu

Fyrr­ver­andi for­stjóri Skipu­lags­stofn­un­ar tel­ur að Kópa­vogs­bær hafi ekki unn­ið nægi­lega grunn­vinnu í að­drag­anda þess að reit­ir á Kárs­nesi fóru á deili­skipu­lags­stig. Ás­dís Hlökk Theo­dórs­dótt­ir, aðjunkt í skipu­lags­fræði við HÍ, seg­ir að bær­inn hafi ekki ver­ið í stöðu til að setja skýra um­gjörð um þær for­send­ur sem gilt hafi á hverj­um og ein­um upp­bygg­ing­ar­reit. „Við vilj­um ekki að bygg­inga­geir­inn bara valsi frjáls,“ seg­ir hún við Heim­ild­ina.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu