Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Tilllögur Auðlindarinnar okkar gætu haft mikil áhrif á stórútgerðir

Meiri­hátt­ar upp­stokk­un er fyr­ir­sjá­an­leg í eig­enda­hópi stærstu sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækja lands­ins, nái til­lög­ur Auð­lind­ar­inn­ar okk­ar um skýr­ara reglu­verk gegn sam­þjöpp­un kvóta­eign­ar, fram að ganga. Sam­herji þyrfti að helm­inga hlut sinn í Síld­ar­vinnsl­unni. Hlut­ur Guð­mund­ar Kristjáns­son­ar í Brimi og Kaup­fé­lags Skag­firð­inga í Vinnslu­stöð­inni kæmu einnig til álita.

Tilllögur Auðlindarinnar okkar gætu haft mikil áhrif á stórútgerðir

Lokaskýrsla Auðlindarinnar okkar var kynnt í dag. Sú tillaga sem mun vafalaust hafa einna mest bein áhrif snýst um það hvernig skuli flokka tengsl einstaklinga eða fyrirtækja, þegar skoðað er hvort kvótaeign einhvers sé orðin umfram það sem lög heimila. Í aldarfjórðung hafa lög gilt sem ætlað var að koma í veg fyrir að kvóti safnaðist í of ríkum mæli á hendur fárra. Skilgreiningar á hugtökum hafa hins vegar vafist fyrir þeim sem falið var að fylgja eftir lögunum. 

„Raunveruleg yfirráð“ er það sem strandað hefur á. Þannig hefur að því er virðist verið túlkað mjög þröngt hvað teljist til raunverulegra yfirráða eins aðila í öðrum, að í raun þurfi til dæmis Samherji að eiga yfir 50 prósent í Síldarvinnslunni, til þess að hægt sé að telja kvóta Síldarvinnslunnar með þegar metið er hvort eigendur Samherja séu komnir að eða yfir kvótahámark.

Hvers vegna kvótaþak?

Frá því fyrir aldamót hafa …

Kjósa
27
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • TLS
    Tryggvi L. Skjaldarson skrifaði
    Hvernig má það vera að hægt er að tala um sjávarútveg án þess að minnast einu orði á uppboðsmarkað? Kvótinn var settur til að vernda fiskinn í sjónum en ekki til að vernda einstakar fiskvinnslur í landi, eftir því sem ég best veit. Er ekki löngu tímabært að klippa milli veiða og vinnslu og tryggja að allur fiskur fari á uppboðsmarkað. Haga okkur eins og við viljum í raun og veru styðja frjálsan markað. Stórir stjórnmálaflokkar boða frelsi en styðja helsi, þegar það hentar. Af hverju eiga fiskvinnslur að vera í þeirri aðstöðu að geta selt sjálfum sér fisk á niðursettu verði, með öllum þeim trixum sem ná frá Kýpur til tunglsins og aftur til baka?
    3
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár