Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Heimilin hafa aldrei tekið jafn mikið af verðtryggðum íbúðalánum í einum mánuði

Sí­fellt fleiri heim­ili eru að skipta úr óverð­tryggð­um lán­um yf­ir í verð­tryggð lán til að lækka mán­að­ar­lega greiðslu­byrði sína. Al­gjör spreng­ing varð í þess­ari þró­un í júlí þeg­ar um­fang verð­tryggðra lána sem voru tek­in var rúm­lega tvö­falt meira en mán­uð­inn áð­ur. Á sama tíma er kaup­samn­ing­um að fækka um næst­um þriðj­ung milli ára.

Heimilin hafa aldrei tekið jafn mikið af verðtryggðum íbúðalánum í einum mánuði
Hægir á uppbyggingu Samtök iðnaðarins segja í nýrri greiningu að fjöldi nýbyggðra íbúða á næstu árum verði undir þörfum samfélagsins. Mynd: Stundin / Davíð Þór

Heimili landsins tók alls verðtryggð lán með veði í íbúð fyrir 15,7 milljarða króna í júlímánuði hjá stóru bönkunum þremur: Landsbankanum, Íslandsbanka og Arion banka. Það er langhæsta krónutala sem bankarnir þrír hafa lánað í verðtryggð íbúðalán til heimila í einum mánuði. Fyrra met var sett í mars 2017 þegar verðtryggðu íbúðalánin voru í heild 10,1 milljarður króna á þávirði, sem er um 14 milljarðar króna á núvirði. 

Aukningin frá því í júlímánuði er gríðarleg, eða 118 prósent. Það þýðir að heimilin í landinu tóku meira en tvisvar sinnum hærri verðtryggða upphæð að láni í júlí en fyrri mánuði. 

Þetta er meðal þess sem má lesa út úr nýbirtum tölum Seðlabanka Íslands um íslenska bankakerfið. 

Að sama skapi hafa heimilin aldrei áður greitt upp jafn mikið af óverðtryggðum lánum á breytilegum vöxtum. Alls greiddu heimilin upp …

Kjósa
8
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár