Ég hef lesið margar greinar eftir Jón Trausta Reynisson þar sem hann rökstyður skoðanir sínar ágætlega. Það voru þess vegna nokkur vonbrigði að lesa grein hans Er rétti tíminn til að fara yfir í verðtryggt lán? sem birtist á heimasíðu Heimildarinnar 9. ág. sl. Ég held að nokkur hluti af greiningunni í þeirri grein sé rangur. Það sama gildir um ráðleggingarnar.
Verðbólgan og eigið fé
Þegar ég kom heim til Íslands eftir nám erlendis árið 1974 var ég með nokkrar skuldir á bakinu vegna námslána. Þetta var óverðtryggt lán á föstum vöxtum. Næstu ár var mikil verðbólga. Á árinu 1975 var vísitala neysluverðs 49% hærri en hún var árið 1974. Þessi hækkun verðlagsins þýddi að raunvirði námslánsins var orðið 67% af því sem það var 1974. Það hafði minnkað um þriðjung á einu ári. Verðbólgan hélt áfram og árið 1980 var raunvirði upphaflega lánsins 12% af því sem það var 1974 og á árinu 1983 var raunvirðið komið undir 3% af virði þess 1974. Það var þess vegna lítið sem ég greiddi til baka af raunvirði lánsins. Verðbólgan hafði séð til þess að skuldin lækkaði og eiginfjárstaðan batnaði.
Ég hef alltaf haft svolítið samviskubit yfir því að fá þessi verðmæti fyrir tilverknað verðbólgu. Það er kannski þess vegna sem ég skipti ekki yfir í óverðtryggt lán á árinu 2020 þegar vextir lækkuðu mikið og Seðlabankinn hvatti fólk til að fara yfir í óverðtryggð lán. Ég vissi að væntir raunvextir af óverðtryggðu lánunum væru lægri en raunvextir á verðtryggða jafngreiðsluláninu til 40 ára („Íslandsláninu“) sem ég skuldaði og þannig yrði það í einhvern tíma. Ég reiknaði reyndar ekki með að raunvextir óverðtryggðu lánanna yrðu jafn mikið neikvæðir eins og þeir urðu þegar verðbólgan fór af stað á árinu 2021.
Þetta er kannski svolítill útúrdúr en mér flaug þetta í hug þegar ég skoðaði súlurit í grein Jóns Trausta þar sem fyrirsögnin er „Hækkun verðtryggðs láns milli mánaða“. Þar fyrir neðan stendur: „Verðbólgan étur upp eigið fé lántakenda að nafnvirði um hundruð þúsunda á mánuði.“ Ég held að þarna sé verið að vísa í að verðbætur á höfuðstól verðtryggðs láns hækkar nafnvirði lánsins og þar með minnkar nafnvirði eigin fjár. En er það óeðlilegt? Verðbæturnar eru ekki greiddar og eru þess vegna hluti af nafnvirði höfuðstólsins skv. samningnum. Skuldari verðtryggða lánsins gæti auðvitað greitt inn á lánið fjárhæð sem nemur verðbótunum og lækkað þannig nafnvirði skuldarinnar ef það væri honum mikið kappsmál.
En verðbólgan hefur ekki bara áhrif á nafnvirði skuldarinnar. Hún hækkar líka virði eignarinnar og á árunum 2020-2022 hækkaði reyndar húsnæðisverð nokkuð umfram verðbólgu. Það er nokkuð auðvelt að sjá að ef eigið fé er jákvætt hækkar verðbólga að jafnaði eigið fé þegar allt er talið, líka þegar skuldin er verðtryggð. Raunvirði eigin fjár hækkar hins vegar ekki þegar skuldin er verðtryggð eins og gerist þegar skuldin er óverðtryggð.
Áhættan af þróun verðbólgunnar
Í grein Jóns Trausta segir: „Að taka verðtryggt lán er í reynd samningur um að lántakandinn taki á sig áhættuna af þróun verðbólgunnar.“ Þetta er auðvitað rangt. Áhættan af þróun verðbólgunnar felst í því að hvorugur aðilinn veit hver verðbólgan verður þegar þeir semja um lánið. Ef þeir vissu það skiptir ekki máli hvort þeir semja um nafnvexti eða raunvexti og verðbætur. Þeir geta útbúið samninga þannig að útkoman verði sú sama. Ef hins vegar verðbólgan er óviss og ákveðið er að verðtryggja lánið ræðst útkoman af því hver verðbólgan verður. Ef hún verður meiri en væntingar eru um (t.d. ef miðað er við spár Seðlabankans þegar þær reynast of lágar) hagnast sá sem lánar fé á verðtryggðum kjörum en ef hún verður minni en vænt verðbólga hagnast lántakandinn á verðtryggingunni.
Virkni peningastefnunnar
Í greininni fullyrðir Jón Trausti: „Ef engin væri verðtryggingin myndi peningamálastefnan virka mun betur, vaxtabreytingar yrðu beittari og þar með mun minni þörf á þeim.“ Ástæðuna segir hann vera að vaxtahækkanir á óverðtryggðum lánum hafi mun meiri áhrif á greiðslubyrðina til skamms tíma og þar með á það fé sem fólk getur ráðstafað í aðra neyslu. Þannig dragi úr eftirspurn og verðbólgu.
Í kennslubókum í hagfræði er áhrifum vaxta á eftirspurn lýst með öðrum hætti. Þar er skoðað hvaða áhrif vaxtahækkun (og þá er verið að tala um hækkun raunvaxta) hefur á val fólks á neyslu í dag og neyslu í framtíðinni. Ef vextir hækka fæst meira í framtíðinni fyrir hverja krónu sem er spöruð í dag. Vaxtahækkunin ætti því að auka sparnað heimilanna og draga úr neyslu til skamms tíma. Fjárfestingar ættu einnig að minnka þegar (raun)vextir hækka. Þannig minnka vaxtahækkanir eftirspurn og verðbólgu. Í þessum vangaveltum hafa áhrif hærri vaxtagreiðslna á getu fólks til að greiða fyrir aðrar vörur engin áhrif vegna þess að gert er ráð fyrir að fólk geti aðlagað lánastöðu sína eftir þörfum (og greiðslugetu) með lánum á markaðsvöxtum.
Með þessu er ég ekki að segja að áhrif meiri greiðslubyrði vegna hækkana á vöxtum hafi engin áhrif á eftirspurn. Margir eru í þeirri stöðu að þeir geta ekki fengið viðbótarlán til að mæta auknum útgjöldum og eiga ekki sparifé sem þeir geta notað til að draga úr áhrifum vaxtahækkana á neyslu heimilisins. En margir eru líka í þeirri stöðu að geta fengið viðbótarlán. Þetta á sérstaklega við í dag þar sem fólk sem keypt hefur húsnæði á undanförnum árum hefur eignast verulegan hluta í húsnæðinu vegna mikilla verðhækkana á húsnæði. Veðrými í eigninni er því oft nokkuð og lánastofnanir auglýsa að fólk geti leitað til þeirra um lán. Niðurstaða Jóns Trausta um meiri virkni peningastefnunnar ef engin lán væru verðtryggð er því ekki eins augljós og hann virðist telja. Í slíkri stöðu er skynsamlegt að athuga hvort hægt sé að finna mun á virkni peningastefnunnar þegar nær öll langtíma lán voru verðtryggð og svo þegar hlutdeild slíkra lána var minni. Það er þetta sem starfsmenn Seðlabankans gerðu og birtu niðurstöður sínar í Rammagrein III í Peningamálum 2023/2. Þeirra niðurstaða er að umfang verðtryggðra lána hafi ekki haft marktæk áhrif á virkni peningastefnunnar. Eftir því sem ég best veit er þetta eina tölfræðilega athugunin á þessu máli.
Það má svo bæta því við hér að þótt vissulega sé stór hluti húsnæðislána í sumum löndum óverðtryggð lán á breytilegum vöxtum sem þróast í takt við stýrivexti er það ekki alls staðar. Í Bandaríkjunum og Þýskalandi er stærsti hluti húsnæðilána með föstum vöxtum til langs tíma. Í Bandaríkjunum hefur peningastefnan þess vegna mikil áhrif í gegnum íbúðamarkaðinn og byggingargeirann.
Ráð við áhættu í lánasamningum
Það er margs konar áhætta sem tengist lánasamningum. Almenn verðbólga, verðbreytingar á eignum, tekjur, gengi og vaxtabreytingar skipta máli. Verðtrygging er aðferð til að draga úr áhættu vegna óvissu varðandi almenna verðbólgu. Í fróðlegri grein í nýjasta hefti Vísbendingar (26. tbl., 11. árg.) ræðir Már Wolfgang Mixa kosti þess að miða við vísitölu húsnæðisverðs frekar en vísitölu neysluverðs í samningum um húsnæðislán. Sveiflur í tekjum skipta fólk miklu máli. Það væri hægt að draga úr afleiðingum slíkra sveifla með því að miða við launavísitölu frekar en vísitölu neysluverðs. Lán þar sem miðað væri við launavísitölu væru væntanlega með lægri (raun)vexti en lán þar sem miðað er við vísitölu neysluverðs sem nemur því að væntingar eru um að laun hækki meir en vísitala neysluverðs og raunlaun hækki í framtíðinni. Gengi hefur veruleg áhrif á tekjur margra aðila hér á landi, t.d. sjómanna á frystitogurum. Reyndar hefur verð á fiski á erlendum mörkuðum mikil áhrif á fiskverð hér á landi þannig að gengið hefur áhrif á tekjur flestra sjómanna. Ef það er skynsamlegt að ráðleggja fólki sem er ekki með tekjur í erlendri mynt að taka ekki lán sem eru tengd gengisvísitölu eða eru í erlendri mynt leiða sömu rök til þess að það ber að ráðleggja þeim sem eru með tekjur sem tengjast gengi að taka lán tengd gengisvísitölu eða í erlendri mynt. Vaxtaáhætta er líka nokkur og meiri í óverðtryggðum lánum en verðtryggðum. Fastir vextir til lengri tíma er aðferð til að draga úr þeirri áhættu.
Auðvitað er lítil ástæða til að grípa til ráðstafana gegn áhættu ef hún er lítil. Annað gildir ef áhættan er mikil. Í grein sinni varar Jón Trausti sérstaklega við hættunni á hækkun verðtryggðra lána þegar stór áföll dynja á eins og fjármálakreppan árið 2008. Um þetta segir hann: „Þar töpuðu margir lántakendur öllu sínu eigin fé í fasteign sinni þegar verðtryggðu lánin hækkuðu með verðbólgunni um 18% á einu ári.“ En hver hefði staðan verið hjá þeim sem á þessum tíma hefðu verið með óverðtryggð fasteignalán á breytilegum vöxtum þegar stýrivextir voru komnir í 18% og fólk hefði því átt að borga tæplega fimmtung af höfuðstóls láns til 25-40 ára í vexti á einu ári? Í þessari stöðu mundi ég hiklaust velja verðtryggða lánið.
- "Verðbæturnar eru ekki greiddar og eru þess vegna hluti af nafnvirði höfuðstólsins skv. samningnum. Skuldari verðtryggða lánsins gæti auðvitað greitt inn á lánið fjárhæð sem nemur verðbótunum og lækkað þannig nafnvirði skuldarinnar ef það væri honum mikið kappsmál."
Þetta er í sjálfu sér rétt, en með því að staðgreiða allan lánskostnaðinn af verðtryggðu láni væri lántakandinn að greiða hærri upphæðir á hverjum mánuði en ef hann væri að greiða af óverðtryggðu láni þar sem allur lánskostnaður er líka staðgreiddur á hverjum gjalddaga. Það er vegna þess að verðtryggða lánið er óhagstæðara og hægt er að reikna þetta út frá tölum frá Seðlabanka Íslands og Hagstofunni. Vissulega koma stöku tímabil þar sem þessu er öfugt farið (verðtryggða lánið er "hagstæðara") en þau eru stutt og þá munar mjög litlu. Ef tímabilið frá 2011 þegar óverðtryggð húsnæðislán komu fram á sjónarsviðið er skoðað kemur í ljós að á heildina litið hafa þau að jafnaði verið hagstæðari en þau verðtryggðu, jafnvel talsvert hagstæðari eftir því hvenær innan tímabilsins viðkomandi lán var tekið.
- "Ef [verðbólgan] verður meiri en væntingar eru um ... hagnast sá sem lánar fé á verðtryggðum kjörum en ef hún verður minni en vænt verðbólga hagnast lántakandinn á verðtryggingunni."
Þessi ummæli eru í algjörri þversögn við þær skýringar sem greinarhöfundur og aðrir áhugamenn um verðtryggingu hafa haldið fram til að réttlæta framboð á verðtryggðum lánum til almennings. Ef hugmyndin er sú að lánveitandinn þurfi að fá verðbætur til að bæta honum tap af virðisrýrnun lánsfjárins og svo vexti þar ofan á til að hagnast eitthvað á lánveitingunni, þá skiptir engu hvort verðbólgan er mikil eða lítil ef hann fær hana "bætta". Til samanburðar, ef ég verð fyrir tjóni á bílnum mínum og fæ það bætt að fullu úr tryggingum, þá hagnast ég ekki neitt hvort sem tjónið var mikið eða lítið. Hitt er svo annað mál að peningar eru ekki eins og venjulegar vörur á borð við bíla og að kalla vísitölutengingu fjárskuldbindinga "tryggingu" er í raun öfugmæli því þar er það tjónvaldurinn sem hirðir "bæturnar" en ekki tjónþolinn.
- "Vaxtahækkunin ætti því að auka sparnað heimilanna og draga úr neyslu til skamms tíma."
Þessi kenning byggir á þeirri fölsku forsendu að þorri almennings hafi eitthvað afgangs af ráðstöfunartekjum sínum til að leggja fyrir í sparnað. Það á kannski við um einhvern fjölda þegar vextir eru lágir og greiðslubyrði af húsnæði þeirra þar af leiðandi lág. Með því að hækka vextina upp úr öllu valdi hverfur sá afgangur fljótt í hækkaðar afborganir hjá þorra almennings og þeir sem eiga einhvern sparnað fyrir þurfa jafnvel að ganga á hann til að standa undir hækkuninni. Þannig hefur vaxtahækkunin þau áhrif að minnka sparnað, en ekki auka hann. Meðaltalsvísindi eins og hagfræði verða að byggjast á forsendum meðalmannsinns en ekki þeirra sem eru á ofurlaunum eins og greinarhöfundur og kollegar hans í seðlabankanum sem eiga eflaust einhvern afgang af ráðstöfunartekjum sínum til að leggja fyrir í sparnað þó vextir hafi hækkað. Enda eiga þeir húsnæði sitt sennilega skuldlaust eða skuldlítið og finna þess vegna lítið eða ekkert fyrir hækkun á greiðslubyrði húsnæðislána miðað við flest venjulegt fólk.
- "En hver hefði staðan verið hjá þeim sem á þessum tíma [2008] hefðu verið með óverðtryggð fasteignalán á breytilegum vöxtum þegar stýrivextir voru komnir í 18% og fólk hefði því átt að borga tæplega fimmtung af höfuðstóls láns til 25-40 ára í vexti á einu ári? Í þessari stöðu mundi ég hiklaust velja verðtryggða lánið."
Þessi ályktun stenst ekki heldur af tveimur ástæðum. Í fyrsta lagi fór verðbólgan í 20% í árslok 2008 og ofan á það bættust nafnvextir upp á um 6% af verðtryggðum lánum (aftur samkvæmt tölum frá seðlabanka og hagstofu) eða samtals um 26% gróflega metið. Á sama tíma fóru óverðtryggðir vextir hæst í 21% (og það voru þá ótryggð lán en ekki veðlán!). Ef allur kostnaðurinn væri staðgreiddur á hverjum gjalddaga eins og var vísað til fyrr í greininni, til að reyna að gera lánin samanburðarhæf, kæmi sá samanburður samt út óverðtryggða láninu í hag. Í öðru lagi þá hefði aldrei verið hægt að innheimta svo háa vexti staðgreidda því enginn (nema kannski örfáir) hefðu getað borgað þá. Hér verður aftur að minna á að hagfræðin má ekki gleyma því að taka tillit til raunveruleikans í meðaltölunum. Ef óverðtryggð lán hefðu verið útbreidd á þeim tíma hefði því þurft að stilla vaxthækkunum í meira hóf en ella, eða að öðrum kosti hefðu lánveitendur orðið fyrir stórfelldu útlánatapi vegna greiðslufalls meðal stórs hluta lántakenda. Jafnvel þó sú staða hefði verið leyst með því að fresta greiðslu vaxta að stórum hluta og dreifa þannig hækkaðri greiðslubyrði til lengri tíma, sem er einmitt sá eiginleiki sem verðtryggð lán hafa, hefði samanburðurinn þar á milli samt komið út óverðtryggða láninu í hag!
Af þessum ástæðum er allt sem mælir með því að afnema verðtryggingu lána til almennings en það er auðvelt að gera án þess að valda neinum skelli fyrir fjármálakerfið, með því einfaldlega að stöðva veitingu nýrra verðtryggðra lána og leyfa þeim eldri sem eru útistandandi að hverfa smám saman úr umferð eftir því sem þau greiðast upp yfir lengri tíma. Samhliða því mætti svo auðvelda þeim sem vilja losna við eldri verðtryggðu lánin að gera það með því að fella brott hindranir fyrir því að þeir geti breytt þeim yfir í ný óverðtryggð lán. Þegar stærstur hluti lánanna væri kominn á nafnvexti sem eru staðgreiddir á hverjum gjalddaga, yrði ekki hægt að hækka vexti meira en gjaldþol almennings leyfir án þess að valda fjármálahruni. Það myndi virka sem bremsa á vaxtahækkanir og leiða til betri lánskjara fyrir almenning til lengri tíma litið.
Hér er margt sem er handvalið og stílfært til að falla að fyrirframgefnum viðhorfum greinarhöfundar og gefur tilefni til viðbragaða. Ég ætla þó til að byrja með að leyfa mér að taka aðeins nokkra punkta fyrir sérstaklega.
- "Verðbæturnar eru ekki greiddar og eru þess vegna hluti af nafnvirði höfuðstólsins skv. samningnum. Skuldari verðtryggða lánsins gæti auðvitað greitt inn á lánið fjárhæð sem nemur verðbótunum og lækkað þannig nafnvirði skuldarinnar ef það væri honum mikið kappsmál."
Þetta er í sjálfu sér rétt, en með því að staðgreiða allan lánskostnaðinn af verðtryggðu láni væri lántakandinn að greiða hærri upphæðir á hverjum mánuði en ef hann væri að greiða af óverðtryggðu láni þar sem allur lánskostnaður er líka staðgreiddur á hverjum gjalddaga. Það er vegna þess að verðtryggða lánið er óhagstæðara og hægt er að reikna þetta út frá tölum frá Seðlabanka Íslands og Hagstofunni. Vissulega koma stöku tímabil þar sem þessu er öfugt farið (verðtryggða lánið er "hagstæðara") en þau eru stutt og þá munar mjög litlu. Ef tímabilið frá 2011 þegar óverðtryggð húsnæðislán komu fram á sjónarsviðið er skoðað kemur í ljós að á heildina litið hafa þau að jafnaði verið hagstæðari en þau verðtryggðu, jafnvel talsvert hagstæðari eftir því hvenær innan tímabilsins viðkomandi lán var tekið.
Það er alls ekki rétt að upphæðin væri alltaf hærri en óverðtryggt greiðslubyrði. Það væri fróðlegt að hittast og fara yfir það hvort óverðtryggð lán hafa verið hagstæðari meira og minna frá 2011 (ég held ekki) og ef svo er þá væri fróðlegt að vita AF HVERJU.
Þau eru ekki hagstæðari frá árunum 2013 - plús mínu 6-12 mánuðir til lok ársins 2019 :)
Svo er hægt að fara yfir hina punktanna seinna.
- "Ef [verðbólgan] verður meiri en væntingar eru um ... hagnast sá sem lánar fé á verðtryggðum kjörum en ef hún verður minni en vænt verðbólga hagnast lántakandinn á verðtryggingunni."
Þessi ummæli eru í algjörri þversögn við þær skýringar sem greinarhöfundur og aðrir áhugamenn um verðtryggingu hafa haldið fram til að réttlæta framboð á verðtryggðum lánum til almennings. Ef hugmyndin er sú að lánveitandinn þurfi að fá verðbætur til að bæta honum tap af virðisrýrnun lánsfjárins og svo vexti þar ofan á til að hagnast eitthvað á lánveitingunni, þá skiptir engu hvort verðbólgan er mikil eða lítil ef hann fær hana "bætta". Til samanburðar, ef ég verð fyrir tjóni á bílnum mínum og fæ það bætt að fullu úr tryggingum, þá hagnast ég ekki neitt hvort sem tjónið var mikið eða lítið. Hitt er svo annað mál að peningar eru ekki eins og venjulegar vörur á borð við bíla og að kalla vísitölutengingu fjárskuldbindinga "tryggingu" er í raun öfugmæli því þar er það tjónvaldurinn sem hirðir "bæturnar" en ekki tjónþolinn.
ég er svosem alveg sammála þessu hjá þér - ég veit ekki hvert Ásgeir er að fara með þetta en ef hann er að ræða um verðtryggð lán á móti óverðtryggðum þá er þetta rétt hjá honum að það er hægt að græða og tapa en það er alls ekki skýrt. Þannig ég kannski orða þetta svona - ef hann er að meina í samburði rétt - en ef hann er bara að tala um verðtryggt námslán og ekkert annað í boði - þá veit ég ekki alveg hvað hann er að tala um.
- "En hver hefði staðan verið hjá þeim sem á þessum tíma [2008] hefðu verið með óverðtryggð fasteignalán á breytilegum vöxtum þegar stýrivextir voru komnir í 18% og fólk hefði því átt að borga tæplega fimmtung af höfuðstóls láns til 25-40 ára í vexti á einu ári? Í þessari stöðu mundi ég hiklaust velja verðtryggða lánið."
Þessi ályktun stenst ekki heldur af tveimur ástæðum. Í fyrsta lagi fór verðbólgan í 20% í árslok 2008 og ofan á það bættust nafnvextir upp á um 6% af verðtryggðum lánum (aftur samkvæmt tölum frá seðlabanka og hagstofu) eða samtals um 26% gróflega metið. Á sama tíma fóru óverðtryggðir vextir hæst í 21% (og það voru þá ótryggð lán en ekki veðlán!). Ef allur kostnaðurinn væri staðgreiddur á hverjum gjalddaga eins og var vísað til fyrr í greininni, til að reyna að gera lánin samanburðarhæf, kæmi sá samanburður samt út óverðtryggða láninu í hag. Í öðru lagi þá hefði aldrei verið hægt að innheimta svo háa vexti staðgreidda því enginn (nema kannski örfáir) hefðu getað borgað þá. Hér verður aftur að minna á að hagfræðin má ekki gleyma því að taka tillit til raunveruleikans í meðaltölunum. Ef óverðtryggð lán hefðu verið útbreidd á þeim tíma hefði því þurft að stilla vaxthækkunum í meira hóf en ella, eða að öðrum kosti hefðu lánveitendur orðið fyrir stórfelldu útlánatapi vegna greiðslufalls meðal stórs hluta lántakenda. Jafnvel þó sú staða hefði verið leyst með því að fresta greiðslu vaxta að stórum hluta og dreifa þannig hækkaðri greiðslubyrði til lengri tíma, sem er einmitt sá eiginleiki sem verðtryggð lán hafa, hefði samanburðurinn þar á milli samt komið út óverðtryggða láninu í hag!
Hérna þarf bara að kafa mjög djúpt í þetta, auðvita hefði greiðslubyrði keyrt miklu fleiri í þrot. Það að vextir hefðu ekki verið svona háir er eitthvað sem fólk hefur tala um en enginn sýnt fram á. Verðtryggin var enginn valdur af þessari kreppu og það er allir fræðimenn sammála um - hún aftur á móti bjargað líklegast flestum og svo þarf að átt sig á hvort það sé verið að handstýri vöxtum og missmuna lánsformum á þessu tímabili. Ef það á að handstýri og stjórna vöxtum eins og verið er að gera núna og þá - þá ætti auðvita að gera það á báðum lánsformi almenning til hags en er ekki gert enda hafa þeir sem eru með verðtryggt lán verið látnir borga allt of mikið seinstu ár miða við óvt lán.
Það sem við höfum lært af hagfræðisögu Íslands er að við höfum ekkert lært af hagfræðisögu Íslands. Við þurfum að taka upp annan gjaldmiðil og þá helst Evru með inngöngu í ESB. Krónan er tilraun sem hefur mistekist hrapalega í 100 ár. En það eru alltaf einhverjir sem tengja og útskýra þessu vitleysu og réttlæta svo útkomuna sem sagan hefur sýnt okkur að endar alltaf í hruni og almennri eignaupptöku sem bara fjármálastofnanir græða á og svo þeir sem eiga hálfan annan helling af krónum tryggðar með belti og axlaböndum. Sömu aðilar tala sem mest gegn ESB og upptöku Evru af því þá hafa þeir ekki fákeppnina til að hagnast á. Fuck Jóni og Gunnu sem hvort eð er hlaupa bara hraðar á hamstrahjólinu þegar niðurgangurinn byrjar, sem er reglulegur viðburður...