Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Skuldir móðurfélags Morgunblaðsins jukust um 1,5 milljarð í fyrra

Þórs­mörk tap­aði 244 millj­ón­um króna í fyrra. Mörg hundruð millj­ón króna skuld­ir Ár­vak­urs við prent­smiðju í eigu sam­stæð­unn­ar voru færð­ar upp í móð­ur­fé­lag­ið í fyrra­haust. Hún skuld­aði rík­inu enn 134 millj­ón­ir króna um síð­ustu ára­mót í vaxta­laus lán sem veitt voru í kór­ónu­veirufar­aldr­in­um.

Skuldir Þórsmerkur, móðurfélags Árvakurs sem gefur út Morgunblaðið og tengda miðla, jukust um 1,5 milljarð króna á síðasta ári. Þær fóru úr því að vera um 1,6 milljarður króna í lok árs 2021 í að vera um 3,1 milljarður króna um síðustu áramót.

Hin nýju lán komu frá banka og tengjast ákvörðun Þórsmerkur um að kaupa húsnæði ritstjórnarskrifstofa Árvakurs við Hádegismóa 4 af fasteignafélaginu Regin á 1,59 milljarða króna. Byggingin er að hluta til í útleigu til annarra aðila. Auk hennar á Þórsmerkur-samstæðan húsið sem hýsir einu starfandi dagblaðaprentsmiðju landsins, sem staðsett er við hlið skrifstofuhúsnæðisins. Sú prentsmiðja er í eigu Landsprents, dótturfélags Þórsmerkur.

Lántakan gerði það að verkum að fjármagnsgjöld Þórsmerkur, aðallega vaxtagjöld og verðbætur af langtímaskuldum, fóru úr því að vera 75 milljónir króna á árinu 2021 í að vera 195 milljónir króna í fyrra, …

Kjósa
25
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (4)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Guðjón Jensson skrifaði
    Ætli hefði ekki verið hagkvæmra að Vilhjálmur Bjarnason hefði tekið við þessum rekstri og gerst ritstjóri kannski ásamt Ólafi Stwphenssen sem stýrði blaðinu mjög farællega uns hann var hrakinn úr starfi svo koma mætti DO að?
    0
  • VSE
    Virgil Scheving Einarsson skrifaði
    Þetta Blað er buið að vera og þun lesning Eg held að engin saknaði þess.
    Blöð hafa aður Hætt. Ja farið hefur fe BETRA.
    2
  • Sigmundur Guðmundsson skrifaði
    Leggjum Morgunblaðið í EYÐI !!!
    3
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár