„Efni: Óviðunandi ástand á Dalsbúi. Minkar hafa sloppið og velferð ábótavant. Úrbóta krafist. MAST mun boða lokun búsins í haust verði ekki bætt úr.“
Þannig hljóðar titill bréfs sem Matvælastofnun sendi Ásgeiri Péturssyni, eiganda Dalsbúsins í Mosfellsdal, í apríl síðastliðnum. Í bréfinu, sem Heimildin hefur undir höndum, er vísað til þess að í mars hafi MAST meðal annars farið fram á að stofnunin yrði upplýst um nöfn allra starfsmanna við minkabúið. „Þetta var gert vegna þess að stofnunin hefur haft áhyggjur af því að starfsmenn búsins réðu ekki við að veita dýrunum fullnægjandi umönnun miðað við þann minkafjölda sem þar er“, segir í bréfinu. Þar segir einnig að kvartað hafi verið yfir að minkar slyppu frá búinu og að velferð minkanna væri áfátt.
„Hér með er varað við því að verði ekki gerð bragarbót á rekstri Dalsbús í vor og sumar mun stofnunin boða lokun Dalsbúsins …
Hvað eru margir starfsmenn MAST að störfum , og hvað eru þeir að gera ?