Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Minkabúi í Mosfellsdal lokað verði aðbúnaður dýra ekki bættur

Mat­væla­stofn­un seg­ir ástand­ið á Dals­bú­inu í Mos­fells­dal óvið­un­andi. Bú­inu verði lok­að í haust ef að­bún­að­ur dýr­anna verði ekki bætt­ur. Á bú­inu fund­ust slas­að­ir mink­ar sem ekki hafði ver­ið sinnt. MAST seg­ir að dýr­in fái ekki fóð­ur á sunnu­dög­um og að búr­in hafi ekki ver­ið nægi­lega ein­angr­uð í 10 stiga frosti síð­asta vet­ur. Þá hafi mink­ar slopp­ið út af bú­inu og drep­ið fjölda hæna og dúfna í Mos­fells­dal.

Minkabúi í Mosfellsdal lokað verði aðbúnaður dýra ekki bættur
Mínus tíu gráður á skoðunardegi MAST MAST segir aðbúnað dýranna á búinu óviðunandi. Í skýrslu MAST segir að mjög kalt hafi verið á skoðunardegi í janúar eða mínus tíu gráður. Í mörgum búrum hafi ekki verið nægjanlegt magn af heyi eða hálmi í hreiðurkössum. „Hinsvegar upplýsti umsjónarmaður að hann hafi ekki verið komin lengra í að bera fram hey þegar eftirlitsfólk bar að garði.“ Mynd: MAST

Efni: Óviðunandi ástand á Dalsbúi. Minkar hafa sloppið og velferð ábótavant. Úrbóta krafist. MAST mun boða lokun búsins í haust verði ekki bætt úr.

Þannig hljóðar titill bréfs sem Matvælastofnun sendi Ásgeiri Péturssyni, eiganda Dalsbúsins í Mosfellsdal, í apríl síðastliðnum. Í bréfinu, sem Heimildin hefur undir höndum, er vísað til þess að í mars hafi MAST meðal annars farið fram á að stofnunin yrði upplýst um nöfn allra starfsmanna við minkabúið. Þetta var gert vegna þess að stofnunin hefur haft áhyggjur af því að starfsmenn búsins réðu ekki við að veita dýrunum fullnægjandi umönnun miðað við þann minkafjölda sem þar er“, segir í bréfinu. Þar segir einnig að kvartað hafi verið yfir að minkar slyppu frá búinu og að velferð minkanna væri áfátt. 

„Hér með er varað við því að verði ekki gerð bragarbót á rekstri Dalsbús í vor og sumar mun stofnunin boða lokun Dalsbúsins …
Kjósa
5
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Jón Ragnarsson skrifaði
    Skrifað er að starfsmenn í búinu séu of fáir ?
    Hvað eru margir starfsmenn MAST að störfum , og hvað eru þeir að gera ?
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár