Ein af ástæðum þess að Ragnhildur Hólmgeirsdóttir og Þorsteinn Vilhjálmsson létu síðasta haust verða af því að flytja til Danmerkur fyrir skiptinám Þorsteins var sú að þar fékk yngri sonur þeirra fyrr pláss á leikskóla en ella.
Þau bjuggu áður í Vesturbænum, þar sem dagmömmur eru ekki á hverju strái, og gerðu ekki ráð fyrir að fá pláss á leikskóla hérlendis fyrr en haustið 2023, þegar yngri sonur þeirra yrði tveggja ára gamall. Í Danmörku komst hann aftur á móti inn á leikskóla skömmu eftir að þau fluttu út, rétt rúmlega árs gamall.
Heimildin ræddi við íslenska foreldra sem hafa reynslu af íslenska leikskólakerfinu og því á öðrum Norðurlöndum. Þó að hvert foreldri hafi einungis reynslu af tveimur eða þremur leikskólum þá var ákveðinn samhljómur í svörum þeirra. Umönnunarbilið, bilið á milli fæðingarorlofs og leikskólapláss, var mun styttra á hinum Norðurlöndunum …
Athugasemdir