Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Geta aldrei ræktað neitt aftur og fóru að breyta pallbílum í færanlega skotpalla

Það er erfitt að finna sterk­ari hvatn­ingu til ný­sköp­un­ar en ógn við sjálfa til­ver­una. Feðg­ar sem stund­uðu land­bún­að á jörð sinni í Úkraínu fyr­ir stríð eru nú komn­ir í „Gerðu það sjálf­ur“-vopna­fram­leiðslu. Þeirra ný­sköp­un fel­ur í sér að breyta pall­bíl­um í fær­an­lega skot­palla til að nýt­ast í stríð­inu.

Við lítum oft á söguna sem eins konar uppskrift að því sem koma skal. Auðvelt er að bera saman hin ýmsu stríð úr fortíðinni við þau sem við heyjum í nútímanum og þannig reynum við að hafa einhverja hugmynd um það sem koma skal. Stríðið í Úkraínu hefur kennt okkur þá lexíu að það er í raun ekkert sem heitir hefðbundið stríð og jafnvel hugtakið um nútímastríð, er eingöngu síðasta stríð. Þó sagan sé stutt, þá er hún svo sannarlega í fortíð.

Einhver sagði mér að sagan endurtekur sig ekki en hún á það til að ríma og það er vissulega tilfellið hér. Það sem rímar er að stríð eru í flestum tilfellum hörmuleg, sprengjur springa og skotið er úr byssum. Það kemur manni jafnvel á óvart hversu oft gamaldags verkfæri og kænska svipa til milli stríða.

Skotgrafir eru gott dæmi um endurtekið rím milli stríða en þær eru eitthvað …

Kjósa
22
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Konráð Eyjólfsson skrifaði
    Skrifaðu meira Óskar. Ég upplifi að þessi hlið málanna svona vel framsett hrærir upp í doðanum sem ofgnótt upplýsinga og umfjallana frá pólitíkusum og bútafréttum skapar. Þarna er fólk að gera hluti sem maður samsamar sig við og langar að leggja lið
    4
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Nýtt efni

Ópera eða þungarokk? - Áhrif smekks á viðhorf annarra til okkar
Samtal við samfélagið#8

Ópera eða þung­arokk? - Áhrif smekks á við­horf annarra til okk­ar

Hef­ur smekk­ur okk­ar áhrif á hvernig aðr­ir meta okk­ur? Mads Meier Jæ­ger, pró­fess­or við Kaup­manna­hafn­ar­skóla, svar­aði þeirri spurn­ingu á fyr­ir­lestri sem hann flutti ný­lega á veg­um fé­lags­fræð­inn­ar og hann ræddi rann­sókn­ir sín­ar í spjalli við Sigrúnu í kjöl­far­ið. Því hef­ur oft ver­ið hald­ið fram að meiri virð­ing sé tengd smekk sem telst til há­menn­ing­ar (t.d. að hlusta á óper­ur eða kunna að meta ostr­ur) en lægri virð­ing smekk sem er tal­inn end­ur­spegla lág­menn­ingu (t.d. að hlusta á þung­arokk eða vilja bara ost­borg­ara). Á svip­að­an hátt er fólk sem bland­ar sam­an há- og lág­menn­ingu oft met­ið hærra en þau sem hafa ein­ung­is áhuga á öðru hvoru form­inu. Með meg­in­d­leg­um og eig­ind­leg­um að­ferð­um sýn­ir Mads fram á að bæði sjón­ar­horn­in skipta máli fyr­ir hvernig fólk er met­ið í dönsku sam­fé­lagi. Dan­ir álíta til dæm­is að þau sem þekkja og kunna að meta hluti sem tengj­ast há­menn­ingu fær­ari á efna­hags­svið­inu og fólk ber meiri virð­ingu fyr­ir slík­um ein­stak­ling­um en þau sem að geta bland­að sam­an há-og lág­menn­ingu eru tal­in áhuga­verð­ari og álit­in hafa hærri fé­lags­lega stöðu. Þau Sigrún ræða um af hverju og hvernig slík­ar skil­grein­ing­ar hafa áhuga á mögu­leika okk­ar og tæki­færi í sam­fé­lag­inu. Þau setja nið­ur­stöð­urn­ar einnig í sam­hengi við stefnu­mót­un, en rann­sókn­ir Mads hafa með­al ann­ars ver­ið not­að­ar til að móta mennta­stefnu í Dan­mörku.

Mest lesið undanfarið ár