Húseigendur á neðri Skaga, í grennd við miðbæinn á Akranesi, hafa sumir tekið eftir óútskýrðum raka eða jafnvel leka í kjöllurum húsa. „Við höfum fengið vatn inn í húsið, ekki rigningarvatn. Hvaðan er þá vatnið að koma?“ spyr íbúi við Vesturgötu og íbúi við Akurgerði lýsir því að vatn undir húsi hans hafi sópað jarðvegi frá skólplögn.
Stórhýsi í miðbænum hefur orðið fyrir tjóni og eigandi þess, einn helsti áhrifamaðurinn í atvinnulífi Akraness, fullyrðir að hitaveituvatn streymi um jarðveginn á stóru svæði, hefur sjálfur staðið fyrir rannsóknum og fengið að grafa holur í görðum samborgara sinna.
Ábendingar um að eitthvað ami að hafa verið sendar til Veitna, sem hafa í þrígang á þessu ári ráðist í bilanaleit á svæðinu, en veitufyrirtækið segir að ekkert athugavert hafi fundist við lagnir þess á Akranesi.
Akranesbær samdi í júní við verkfræðistofuna Verkís um að kanna málið frekar, í ljósi þess að ekki hafði …
Athugasemdir (1)