„Kaupin og umbreyting á starfseminni eru ekki áhættulaus viðskipti en stjórn væntir þess að fjármálastarfsemin muni skila viðunandi arðsemi og opna dyr að tækifærum sem annars væru fjarlægari.“ Þetta er meðal þess sem kom fram í uppfærðri kynningu stjórnar Vátryggingafélags Íslands (VÍS) á þá fyrirhuguðum kaupum tryggingafélagsins á fjárfestingabankanum Fossum á 4,2 milljarða króna, miðað við gengi á hlutum í VÍS í dagslok á miðvikudag. Sú upphæð verður greidd með því að hluthafar Fossa fá 12,6 prósent í sameinuðu félagi með útgáfu á nýju hlutafé.
Uppfærða kynningin, sem innihélt þrjár nýjar glærur með rökstuðningi fyrir kaupunum, var birt vegna þess að hluthafar í VÍS höfðu spurst fyrir um kaupin. Þær fyrirspurnir snerust fyrst og fremst um að hluthafar, sérstaklega sumir þeirra lífeyrissjóða sem eiga saman yfir helming hlutafjár í VÍS, töldu að það verð sem verið er að greiða fyrir Fossa væri allt of hátt og í engu samræmi við …
Athugasemdir