Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Fámenn þjóð með stóra rithöfunda – „Góð saga getur alltaf ratað rétta leið“

Marg­ir ís­lensk­ir rit­höf­und­ar hafa hasl­að sér völl er­lend­is með góð­um ár­angri. Ís­lensk­ar bæk­ur hafa ver­ið þýdd­ar yf­ir á fjöl­mörg tungu­mál í gegn­um ár­in og selst í millj­óna vís. En slík út­rás ger­ist ekki af sjálfu sér og ligg­ur gríð­ar­leg vinna þar að baki – frá því bók er skrif­uð þang­að til hún er gef­in út á öðru tungu­máli í öðru landi.

Fámenn þjóð með stóra rithöfunda – „Góð saga getur alltaf ratað rétta leið“
Yfir 50 ára reynsla Þær Kolbrún Þóra Eiríksdóttir, Valgerður Benediktsdóttir og Stella Soffía Jóhannesdóttir hafa yfir 50 ár af samanlagðri reynslu af bókaútgáfu og bókmenntakynningu. Mynd: Heiða Helgadóttir

Tíðarandi, tímasetning og heppni. Þetta eru allt þættir sem hafa áhrif á það hvort íslenskur höfundur nái að gefa út verk sín erlendis og hvort þau slái í gegn. Þarna spila umboðsmenn stórt hlutverk en þeir þurfa að vera með gríðarlega gott tengslanet, þekkingu, innsæi og næmi til að ná að gefa íslenskum verkum gott heimili á erlendri grund. 

Ómögulegt er að spá nákvæmlega fyrir um hvort bók muni verða vinsæl eða ekki en þeir sem hafa verið lengi í bransanum geta þó stundum kortlagt það með ákveðnum hætti. Hér á landi er einungis ein umboðsskrifstofa, Reykjavík Literary Agency (RLA), sem sérhæfir sig í því að selja útgáfurétt íslenskra höfunda til útlanda en hún tók formlega til starfa í lok maí. Stofan byggir á grunni sem spannar tvo áratugi, frá Réttindastofu Eddu til Réttindastofu Forlagsins. Á RLA starfa þrír starfsmenn, þær Valgerður Benediktsdóttir, Kolbrún Þóra Eiríksdóttir og Stella Soffía Jóhannesdóttir, …

Kjósa
6
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár