Tíðarandi, tímasetning og heppni. Þetta eru allt þættir sem hafa áhrif á það hvort íslenskur höfundur nái að gefa út verk sín erlendis og hvort þau slái í gegn. Þarna spila umboðsmenn stórt hlutverk en þeir þurfa að vera með gríðarlega gott tengslanet, þekkingu, innsæi og næmi til að ná að gefa íslenskum verkum gott heimili á erlendri grund.
Ómögulegt er að spá nákvæmlega fyrir um hvort bók muni verða vinsæl eða ekki en þeir sem hafa verið lengi í bransanum geta þó stundum kortlagt það með ákveðnum hætti. Hér á landi er einungis ein umboðsskrifstofa, Reykjavík Literary Agency (RLA), sem sérhæfir sig í því að selja útgáfurétt íslenskra höfunda til útlanda en hún tók formlega til starfa í lok maí. Stofan byggir á grunni sem spannar tvo áratugi, frá Réttindastofu Eddu til Réttindastofu Forlagsins. Á RLA starfa þrír starfsmenn, þær Valgerður Benediktsdóttir, Kolbrún Þóra Eiríksdóttir og Stella Soffía Jóhannesdóttir, …
Athugasemdir