Pútín er búinn að tapa stríðinu sem hann hóf með innrásinni í Úkraínu. Það þýðir hins vegar ekki að Úkraínumenn séu búnir að vinna stríðið um sína ættjörð. Staða landsins er flóknari en svo að friður verði tryggður og frelsi fengið með því einu að hrinda innrás Rússa. Afrek þeirra er heimssögulegt. En dugir ekki til.
Hildarleikurinn sem nú stendur á vígvöllum Úkraínu mun ráða miklu um endatafl stríðsins. Þó er það svo að hverjir sem sigrar Úkraínumanna verða á næstu vikum og hversu þróttlítill sem rússneski herinn reynist til gagnsóknar verður ásættanleg framtíð fyrir Úkraínu ekki tryggð án einhvers konar samkomulags við Rússland.
Markmið
Samningar við Rússa virðast órafjarri og sýnast jafnvel hrein andstyggð eftir glæpi rússneska hersins. En þá er rétt að líta til þeirra markmiða sem skipta mestu fyrir Úkraínu. Annars vegar eru þau um frið, fullveldi, frelsi og velmegun. Að þeim markmiðum vilja Úkraínumenn stuðla með …
Það er enginn vafi að glæpastarfsemi Rússa í Úkraínu þar fólk er drepið og sært til ólífis fyrir utan skemmdir á eigum fólks og samfélagsins. Þetta er augljóslega tafl á milli stórvelda eða öllu heldur helstu hervelda heimsins úr kalda stríðinu.
En þetta er ekki skoðun sem íslendingar hafa mátt hafa upphátt um á Íslandi. En slík skapandi hugsun má ekki heyrast hér íslensku hælfari Bandaríska herveldisins. Þetta er stríð milli herveldanna er hefur staðið í nær 77 ár .
Hvernig sem allt fer, mun endataflið ekki verða útkljáð á milli Úkraínumanna og Rússa. Það verða herveldin sem munu ráða framvindunni án þess að almenningur í Úkraínu hafi nokkra aðkomu að þeirri lausn.
Morðingjaleikur Rússa verður aldrei Úkraínufólki bætt og heldur ekki þær mannfórnir sem það fólk hefur fært í þágu hagsmuna Bandaríkjanna. Því miður þá er þetta staðan og íslendingar hér úti á korktappanum í miðju Atlashafi fáum engu um þetta ráðið.
Frelsi okkar íslendinga er rétt eins og frelsi hænsna í búri upp í Mosfellssveit, er ganga hnarrreistar um útibúr sitt með yfir sig reigðann hana. Hænsnin bera sig eins og þau séu frjáls og trúa því væntanlega líka ef þau eiga í sér slíka hugsun.
Síðan talar fólk um lögleg eða ólögleg stríð, það er nokkuð sem ég hef aldrei skilið