„Farðu frá Kherson strax,“ eru skilaboð sem við fáum frá Jaroslav, úkraínskum blaðafulltrúa, sem hafði skipulagt ferð okkar inn í borgina Kherson í Suður-Úkraínu. Á prófílmynd Jaroslavs í skilaboðaforritinu WhatsApp má sjá hann íklæddan herbúningi, reykjandi sígarettu með Hollywood-leikaranum Sean Penn.
Skilaboðin birtust í símunum okkar á meðan við leituðum skjóls eftir að sprengjum rigndi niður allt í kringum okkur og á miðstöð hjálparstarfs í borginni, þar sem hundruð sjálfboðaliða, björgunarfólks og brottfluttir almennir borgarar héldu til.
Kherson og íbúar hennar hafa ekki átt sjö dagana sæla í stríðinu og hvað eftir annað endað í heimsfréttunum, fyrst í byrjun mars 2022 þegar borgin var fyrsta úkraínska stórborgin sem Rússar náðu á sitt vald eftir innrásina. Svo aftur í nóvember þegar Úkraínuher, í framrás sem kennd er við Kherson-fylkið, náðu borginni aftur á sitt vald.
Síðan þá hafa Rússar gert nánast daglegar árásir á borgina, oftar en ekki …
Athugasemdir