Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Svöl stemning og melódískt popppönk

Doktor Gunni met­ur hér tvær plöt­ur; Mukka – Stu­dy Me Nr. 3 og Þór­ir Georg – Nokk­ur góð.

Svöl stemning og melódískt popppönk

Íslenskri tónlistarútgáfu hefur í gegnum áratugina verið haldið uppi af ofurhugum. Þeir eiga það sameiginlegt að hafa haldið góðum dampi um mis-skamma hríð, en svo sprungið á limminu, líklega þegar stærð örmarkaðarins og neikvæð staða bankareikningsins rennur upp fyrir þeim. Svipaða sögu hefur verið hægt að sjá síðan Tage Ammendrup byrjaði með Íslenzka tóna á Fimmunni. ÁÁ-Records, Thule, Kimi, Record Records – svo nokkur merki séu tínd til – hafa dælt út efni yfir nokkur misseri, en svo lognast út af. Við tónlistaraðdáendur erum auðvitað þakklátir ofurhugunum, án þeirra kæmi lítið út. Plötuútgáfa og fífldirfska haldast í hendur. 

 300 eintaka sala á Íslandi ásættanleg

Nú um stundir er Reykjavík Record Shop á Klapparstíg sú plötuútgáfa sem iðnust er við kolann. Þar kemur nánast út ein plata á mánuði og hefur gert um nokkra hríð – flest á vínyl. Upplag hvers titils er lítið, enda er plötuútgáfa vitanlega ekki svipur hjá sjón. Niðurhal og streymi drap CD-diskinn og nú, í endurkomu vínylsins, er upplag vínylplatna á Íslandi oftast ekki nema þetta 30 til 300 eintök. Telst 300 eintaka sala á Íslandi mjög ásættanleg. Er þetta auðvitað ekki nema brotabrot af því sem var þegar vínylplatan var allsráðandi, fyrir 40 árum eða svo.


Mukka - Study Me Nr. 3

★★★✰✰

Útgefandi: Reykjavík Record Shop

Mukka er samstarfsverkefni Kristjóns Hjaltested og Guðmundar Óskars Sigurmundssonar. Þeir kokka upp níu seigfljótandi stemmur á þriðju plötu sinni. Þetta er ósungin tónlist. Það er reyndar rödd í flestum lögunum, en oftast er hún mixuð aftarlega og höfð í þykku lagi af effektum, svo speisað muldrið er stemningsgjafi fremur en textaflytjandi. Mikill Níu-keimur er af Mukku og margt sem minnir á svala enska tónlist, trip hop og Manchester baggy. Aðgengilegasta lagið á plötunni, Heather, er til að mynda í svipuðum kærileysis-gír og útvítt grúv-poppið sem Happy Mondays eru þekktir fyrir. Lokalag A-hliðar er svo Autumn, súrsæt krautrokk-ballaða, sem myndi skotganga sem stemningsgjafi í heimildarmynd, t.d. um eitthvað tengt íþróttum. Það sama má segja um flest lögin á plötunni, þau eru „kvikmyndaleg“.

 Svöl og skemmtileg

Góður slagkraftur og framvinda er á fyrri hlið Mukka-plötunnar og er hún mun sterkari en sú seinni. Þar er eins og safnað hafi verið saman ýmsum hugmyndum og er losarabragur á sumu og pælingarnar ekki alveg geirnegldar. Það breytir því þó ekki að plata Mukka er skemmtileg og býr til svala stemningu sé hún sett á fóninn.


Þórir Georg- Nokkur góð

 

Útgefandi: Reykjavík Record Shop

Þórir Georg Jónsson er eins manns fjölsmiðja, jafnvígur á gítarpönk, órafmagnaða rokkballöðugerð, hljóðgervla-tilraunamennsku og dularfulla hljóðmúra – og reyndar margt fleira. Hann hefur gefið út plötur síðan 2004, undir eigin nafni eða sem hluti af hljómsveitum eins og Ofvitarnir, Skjálfti og ROHT. Mikill dugnaðarforkur og flest mjög spennandi sem frá honum kemur. Platan Nokkur góð safnar saman 12 lögum frá síðustu tíu árum og er nokkur munur á hljóðgæðum.

Eins manns fjölsmiðja

Margt er óheflað og hrátt, annað með „dýrara“ hljóðverssándi. Allt er þetta melódískt gítarpönk með bæði íslenskum og enskum textum, sem reyndar er ekki hægt að heyra nema einstaka línur því það er ekkert textablað og óframfærinn söngur Þóris er aftarlega í mixinu og oftast bjagaður. Þó má lesa kaldhæðni og tómhyggju úr lagaheitum eins og „Skiptir engu“, „Ekki neitt“ og „Ælulykt“. Þórir sér um alla spilamennsku nema hann fær trommara í heimsókn í tveimur lögum. Hann hannar líka umslagið, sem er töff.

Þetta er fín plata en lögin tólf eru misgóð. Það best heppnaða er grípandi melódískt popppönk með hamrandi takti og sniðugum útúrdúrum sem koma á óvart. Til að mynda þegar lagið „The Idiot Song“ dettur niður á frumlegan hátt, þegar hljóðgervlamottur taka lagið „Fastur“ í nýjar og ferskar áttir og þegar ýlfrandi hávaðakaflinn í „Skiptir engu“ fær mann til að athuga hvort of mikið ryk hafi safnast á plötunálina og maður þurfi að blása það af. Margt er hér um fína músík en stundum er endurtekningin þó fullmikil og sami trommutaktur leiðir of mörg lög. Maður fær stundum á tilfinninguna að maður sé að hlusta á sama lagið aftur og aftur.

Nokkur góð er fín fyrsta kynning á tónlistarmanninum Þóri Georg. Rökrétt næsta skref er svo að svolgra í sig þá gnótt sem liggur eftir hann og finna má á netinu (Bandcamp) – sirka 50 titlar, takk fyrir.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

„Þú verður bráðum besti engill í heimi“
4
Fréttir

„Þú verð­ur bráð­um besti eng­ill í heimi“

„Það er ekk­ert rétt­læti í því að við sé­um hér í dag,“ sagði Guðni Már Harð­ar­son prest­ur við jarð­ar­för Bryn­dís­ar Klöru Birg­is­dótt­ur í Hall­gríms­kirkju í dag. Óbæri­leg fórn Bryn­dís­ar, „skal, og verð­ur að bjarga manns­líf­um,“ skrif­uðu for­eldr­ar henn­ar í yf­ir­lýs­ingu eft­ir and­lát henn­ar. Prest­arn­ir sem jarð­sungu Bryn­dísi köll­uðu jafn­framt eft­ir að­gerð­um til þess að auka ör­yggi í sam­fé­lag­inu.
Sérfræðingar senda út neyðarkall: Hafa aldrei farið nær mörkunum
6
GreiningLoftslagsvá

Sér­fræð­ing­ar senda út neyð­arkall: Hafa aldrei far­ið nær mörk­un­um

Á sama tíma og hita­met voru sleg­in víða í sum­ar og vís­inda­fólk tal­aði um for­dæma­lausa hita af völd­um hlýn­un­ar jarð­ar voru gul­ar og app­el­sínu­gul­ar við­v­arn­ir í gildi á Ís­landi, með­al ann­ars vegna snjó­komu. Veð­ur­stofa Ís­lands tel­ur „vel mögu­legt“ að vegna hugs­an­legr­ar trufl­un­ar á varma­flutn­ingi inn á hluta af Norð­ur-Atlants­hafi kólni hér á með­an hitn­ar víð­ast hvar ann­ars stað­ar.
Með minnisblað í vinnslu um mögulega kólnun Íslands
9
ViðtalLoftslagsvá

Með minn­is­blað í vinnslu um mögu­lega kóln­un Ís­lands

Guð­laug­ur Þór Þórð­ar­son, ráð­herra lofts­lags­mála, tel­ur nýja að­gerða­áætl­un í lofts­lags­mál­um miklu betri grunn fyr­ir ákvarð­ana­töku en áð­ur hafi kom­ið fram. Hann tel­ur raun­hæft að Ís­land standi við skuld­bind­ing­ar sín­ar um sam­drátt fram til árs­ins 2030, en horf­ir til þess að svo­kall­að­ur ETS-sveigj­an­leiki verði áfram nýtt­ur í því skyni að draga úr kröf­um um sam­drátt í sam­fé­lags­los­un.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Konan með brosandi augun“ sem á ekki neitt þrátt fyrir þrotlausa vinnu
1
ViðtalInnflytjendurnir í framlínunni

„Kon­an með bros­andi aug­un“ sem á ekki neitt þrátt fyr­ir þrot­lausa vinnu

Þó Olga Leons­dótt­ir, starfs­mað­ur á hjúkr­un­ar­heim­il­inu Skjóli, sé orð­in 67 ára göm­ul og hafi í tæp 20 ár séð um fólk við enda lífs­ins get­ur hún ekki hætt að vinna. Hún hef­ur ein­fald­lega ekki efni á því. Olga kom hing­að til lands úr sárri fá­tækt fall­inna fyrr­ver­andi Sov­ét­ríkja með dótt­ur­syni sín­um og seg­ir að út­lit sé fyr­ir að hún endi líf­ið eins og hún hóf það: Alls­laus. Hún er hluti af sís­tækk­andi hópi er­lendra starfs­manna á hjúkr­un­ar­heim­il­um lands­ins.
Ríkið lagði beingreiðslur beint inn á KS
2
Viðskipti

Rík­ið lagði bein­greiðsl­ur beint inn á KS

Þrátt fyr­ir að lög hafi í tæp þrjá­tíu ár kveð­ið skýrt á um að bein­greiðsl­ur til bænda skuli ein­ung­is greidd­ar bænd­um var það fyrst fyr­ir ári sem rík­ið hætti að leggja þær inn á þriðja að­ila. Kaup­fé­lag Skag­firð­inga fékk í mörg­um til­fell­um slík­ar greiðsl­ur lagð­ar inn á sinn reikn­ing. KS lán­aði bónda á fimmta tug millj­óna króna fyr­ir kvóta­kaup­um í fyrra, vaxta­laust og óverð­tryggt.
Ragnhildur Helgadóttir
4
Pistill

Ragnhildur Helgadóttir

„Þú átt ekki að vera hér“

Ragn­hild­ur Helga­dótt­ir, blaða­mað­ur Heim­ild­ar­inn­ar, var mætt á Al­þingi í dag til að fylgj­ast með þing­setn­ing­unni, af­ar há­tíð­leg­um at­burði þar sem marg­ar og strang­ar regl­ur gilda, eins og raun­ar al­mennt í þing­hús­inu. Þing­mað­ur Við­reisn­ar vatt sér að Ragn­hildi og sagði að hún minnti á mann­fræð­ing þarna með stíla­bók­ina sína, en það var al­deil­is nóg sem hægt var að punkta nið­ur. Golli nýtti hins veg­ar mynda­vél­ina sína til að fanga stemn­ing­una.
„Hann vildi ekki fá þjónustu frá mér vegna þess að ég væri útlendingur“
5
ViðtalInnflytjendurnir í framlínunni

„Hann vildi ekki fá þjón­ustu frá mér vegna þess að ég væri út­lend­ing­ur“

Wend­ill Viejo, hjúkr­un­ar­fræð­ing­ur á Land­spít­ala, seg­ir að gera megi bet­ur í því að taka á for­dóm­um gegn er­lendu heil­brigð­is­starfs­fólki. Wend­ill fór í ís­lensku­nám um leið og hann kom til lands­ins og fann sjálf­ur fyr­ir meiri for­dóm­um þeg­ar hann tal­aði minni ís­lensku. Hann starfar nú með fólki á erf­ið­ustu augna­blik­um lífs­ins á gjör­gæslu­deild Land­spít­ala.
„Ekki Sjálfstæðisflokkinn“ svara Sjálfstæðismenn til áratuga
8
Allt af létta

„Ekki Sjálf­stæð­is­flokk­inn“ svara Sjálf­stæð­is­menn til ára­tuga

„Ef það væru kosn­ing­ar á morg­un, hvern mynd­irðu kjósa?“ spyr Ás­geir Bolli Krist­ins­son menn reglu­lega sem hafa kos­ið Sjálf­stæð­is­flokk­inn í ára­tugi – jafn­vel hálfa öld. „Ekki Sjálf­stæð­is­flokk­inn“ er svar­ið. „Mið­flokk­inn“ fylg­ir gjarn­an í kjöl­far­ið. Bolli ákvað að grípa til sinna ráða til þess að smala óánægju­fylg­inu „heim“ en tel­ur hæp­ið að Val­höll verði við beiðni hans um svo­kall­að­an DD-lista.

Mest lesið í mánuðinum

Óli Þórðar græddi pening en tapaði heilsunni
5
FréttirHátekjulistinn 2024

Óli Þórð­ar græddi pen­ing en tap­aði heils­unni

„Já ég seldi und­an mér vöru­bíl­inn og er hrein­lega ekki að gera neitt,“ seg­ir Ólaf­ur Þórð­ar­son, knatt­spyrnugoð­sögn og vöru­bif­reið­ar­stjóri á Skag­an­um. Óli dúkk­aði nokk­uð óvænt upp á há­tekju­lista árs­ins eft­ir að fjöl­skyldu­fyr­ir­tæk­ið var selt. Hann gæti virst sest­ur í helg­an stein. Það er hann þó ekki, í það minnsta ekki ótil­neydd­ur.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár