Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Fjármagnið liggur enn í „vösum karlmannanna“

Mitt í iðu menn­ing­ar og lista í Berlín er galle­rí sem ber nafn sem hljóm­ar kunn­ug­lega í eyr­um Ís­lend­inga – og er dem­ant­ur fyr­ir list­unn­end­ur sem eiga þar leið um. Nú stend­ur þar yf­ir sýn­ing Guðnýj­ar Guð­munds­dótt­ur en nafna henn­ar er ein­mitt eig­andi galle­rís­ins, hún Guðný Þóra Guð­munds­dótt­ir. Heim­ild­in hitti þær nöfn­ur á fal­leg­um vor­degi í Berlín, með­al ann­ars til að spjalla um mynd­list­ina og hvernig það er að vera kona í þeim karllæga heimi.

Fjármagnið liggur enn í „vösum karlmannanna“
Guðný Þóra og Guðný hafa báðar búið í Berlín um árabil og verið í menningarsenunni þar í borg. Þær segja að listheimurinn sé enn mjög karllægur – þar sem og hér á landi. Mynd: Bára Huld Beck

Gallery Gudmundsdottir er til húsa við Joachimstrasse, svo að segja í miðri Berlín, og vekur gjarnan forvitni vegfarenda. Í galleríinu eru nýjar sýningar að jafnaði á sex vikna fresti, oftast eftir íslenska listamenn. 

Eins og nafnið gefur til kynna er eigandinn íslenskur og svo vill til að sá myndlistarmaður sem nú er með sýningu í galleríinu er einmitt einnig Guðmundsdóttir. Í samtali við Heimildina greina þær nöfnur, Guðný Þóra og Guðný, frá því að hún hafi verið með opnunarsýninguna fyrir tæpum þremur árum þegar Gallery Gudmundsdottir hóf göngu sína í júlí 2020 – í miðjum Covid-faraldri. 

Eigandi gallerísins, Guðný Þóra Guðmundsdóttir, er menntaður fiðluleikari og tónlistarfræðingur. Hún hefur búið til fjölda ára í Berlín og segist lengi hafa haft áhuga á og unnið með myndlist. Hún segir að margir þættir þurfi að ganga upp til þess að fólk nái árangri í listheiminum. Byggja þurfi upp sterkt tengslanet ef þetta eigi …

Kjósa
6
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár