Gallery Gudmundsdottir er til húsa við Joachimstrasse, svo að segja í miðri Berlín, og vekur gjarnan forvitni vegfarenda. Í galleríinu eru nýjar sýningar að jafnaði á sex vikna fresti, oftast eftir íslenska listamenn.
Eins og nafnið gefur til kynna er eigandinn íslenskur og svo vill til að sá myndlistarmaður sem nú er með sýningu í galleríinu er einmitt einnig Guðmundsdóttir. Í samtali við Heimildina greina þær nöfnur, Guðný Þóra og Guðný, frá því að hún hafi verið með opnunarsýninguna fyrir tæpum þremur árum þegar Gallery Gudmundsdottir hóf göngu sína í júlí 2020 – í miðjum Covid-faraldri.
Eigandi gallerísins, Guðný Þóra Guðmundsdóttir, er menntaður fiðluleikari og tónlistarfræðingur. Hún hefur búið til fjölda ára í Berlín og segist lengi hafa haft áhuga á og unnið með myndlist. Hún segir að margir þættir þurfi að ganga upp til þess að fólk nái árangri í listheiminum. Byggja þurfi upp sterkt tengslanet ef þetta eigi …
Athugasemdir